Sjálfstæðið áréttað Auðunn Arnórsson skrifar 30. september 2007 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt mikilvæga ræðu á 62. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrrinótt. Rétt ár er þangað til kosið verður á 63. allsherjarþinginu um það hvaða tvær þjóðir setjast í öryggisráð samtakanna kjörtímabilið 2009-2010. Eins og kunnugt er keppir Ísland þar við Austurríki og Tyrkland um eitt af þessum tveimur sætum. Framboð Íslands til öryggisráðsins „endurspeglar einarða skuldbindingu Íslands til að gegna virku hlutverki í samvinnu við aðrar þjóðir í að fást við brýnustu öryggisógnir 21. aldar," sagði ráðherrann í ræðu sinni. „Ísland sækist eftir að axla ábyrgðina á setu í öryggisráðinu af festu og sanngirni." Að því gefnu að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem tók við völdum eftir kosningar í vor, sitji út kjörtímabilið mun seta Íslands í öryggisráðinu - nái Ísland kjöri að ári - fyrst og fremst mæða á utanríkisráðherranum, Ingibjörgu Sólrúnu. Frá því hún tók við embætti hefur hún sýnt að hún er staðráðin í að sýna bæði eigin þjóð og öðrum að hún taki þá ábyrgð alvarlega sem í þessu felst. Í heimsóknum hennar til Afríku og landa við botn Miðjarðarhafs í sumar fólust skýr skilaboð um að hún hygðist kynna sér á eigin forsendum þau mál sem helzt koma til kasta öryggisráðsins - það er málefni Miðausturlanda og átakasvæða í Afríku. Sumum kann að þykja það skjóta skökku við að hið herlausa Ísland sækist eftir því að sitja í stofnun, sem hefur það hlutverk að taka jafnvel ákvarðanir um hernaðaríhlutun í fullvalda ríki. Full ástæða er til að gefa slíkum athugasemdum gaum, en á móti má segja að einmitt sú staðreynd að Ísland er herlaust, friðelskandi lýðræðisríki sem sækist eftir setu í öryggisráðinu sem fulltrúi allra Norðurlandanna - ríkja sem hafa allt frá stofnun SÞ byggt upp orðstír sáttasemjara sem njóta trausts og eru vegna smæðar sinnar ekki grunuð um annarlegt eiginhagsmunapot - eigi það fullt erindi inn á þennan vettvang. Sjálfsögð forsenda fyrir því að eiga erindi þangað er hins vegar að vera fær um að móta sér afstöðu til þeirra mála sem til kasta öryggisráðsins koma á eigin forsendum - það er vera ekki alfarið upp á stórþjóðirnar kominn um upplýsingar og mótun ígrundaðrar afstöðu í helztu deilumálum alþjóðastjórnmálanna. Forsenda fyrir því er aftur á móti að skipuleg upplýsingaölfun um og sjálfstæðar rannsóknir á alþjóðamálum verði stórefldar hérlendis. Verði öryggisráðsframboðið til þess að af þessu verði eflir það getu Íslands til mótunar sjálfstæðrar utanríkisstefnu, óháð því hvort Ísland nái kjöri í öryggisráðið að þessu sinni eða ekki. Þannig yrði sá undirbúningur sem ráðizt var í í tilefni af framboðinu ekki til einskis unninn, jafnvel þótt svo skyldi fara að Austurriki og Tyrkland hefðu betur þegar atkvæði verða greidd á allsherjarþingi SÞ að ári. Forsenda fyrir því að eiga erindi í öryggisráðið er að vera fær um að móta sér afstöðu til þeirra mála sem til kasta öryggisráðsins koma á eigin forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt mikilvæga ræðu á 62. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrrinótt. Rétt ár er þangað til kosið verður á 63. allsherjarþinginu um það hvaða tvær þjóðir setjast í öryggisráð samtakanna kjörtímabilið 2009-2010. Eins og kunnugt er keppir Ísland þar við Austurríki og Tyrkland um eitt af þessum tveimur sætum. Framboð Íslands til öryggisráðsins „endurspeglar einarða skuldbindingu Íslands til að gegna virku hlutverki í samvinnu við aðrar þjóðir í að fást við brýnustu öryggisógnir 21. aldar," sagði ráðherrann í ræðu sinni. „Ísland sækist eftir að axla ábyrgðina á setu í öryggisráðinu af festu og sanngirni." Að því gefnu að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem tók við völdum eftir kosningar í vor, sitji út kjörtímabilið mun seta Íslands í öryggisráðinu - nái Ísland kjöri að ári - fyrst og fremst mæða á utanríkisráðherranum, Ingibjörgu Sólrúnu. Frá því hún tók við embætti hefur hún sýnt að hún er staðráðin í að sýna bæði eigin þjóð og öðrum að hún taki þá ábyrgð alvarlega sem í þessu felst. Í heimsóknum hennar til Afríku og landa við botn Miðjarðarhafs í sumar fólust skýr skilaboð um að hún hygðist kynna sér á eigin forsendum þau mál sem helzt koma til kasta öryggisráðsins - það er málefni Miðausturlanda og átakasvæða í Afríku. Sumum kann að þykja það skjóta skökku við að hið herlausa Ísland sækist eftir því að sitja í stofnun, sem hefur það hlutverk að taka jafnvel ákvarðanir um hernaðaríhlutun í fullvalda ríki. Full ástæða er til að gefa slíkum athugasemdum gaum, en á móti má segja að einmitt sú staðreynd að Ísland er herlaust, friðelskandi lýðræðisríki sem sækist eftir setu í öryggisráðinu sem fulltrúi allra Norðurlandanna - ríkja sem hafa allt frá stofnun SÞ byggt upp orðstír sáttasemjara sem njóta trausts og eru vegna smæðar sinnar ekki grunuð um annarlegt eiginhagsmunapot - eigi það fullt erindi inn á þennan vettvang. Sjálfsögð forsenda fyrir því að eiga erindi þangað er hins vegar að vera fær um að móta sér afstöðu til þeirra mála sem til kasta öryggisráðsins koma á eigin forsendum - það er vera ekki alfarið upp á stórþjóðirnar kominn um upplýsingar og mótun ígrundaðrar afstöðu í helztu deilumálum alþjóðastjórnmálanna. Forsenda fyrir því er aftur á móti að skipuleg upplýsingaölfun um og sjálfstæðar rannsóknir á alþjóðamálum verði stórefldar hérlendis. Verði öryggisráðsframboðið til þess að af þessu verði eflir það getu Íslands til mótunar sjálfstæðrar utanríkisstefnu, óháð því hvort Ísland nái kjöri í öryggisráðið að þessu sinni eða ekki. Þannig yrði sá undirbúningur sem ráðizt var í í tilefni af framboðinu ekki til einskis unninn, jafnvel þótt svo skyldi fara að Austurriki og Tyrkland hefðu betur þegar atkvæði verða greidd á allsherjarþingi SÞ að ári. Forsenda fyrir því að eiga erindi í öryggisráðið er að vera fær um að móta sér afstöðu til þeirra mála sem til kasta öryggisráðsins koma á eigin forsendum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun