Sátt um náttúruvernd Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 15. september 2007 00:01 Um langt árabil höfum við Íslendingar deilt harkalega um náttúruvernd og nýtingu orkuauðlinda. Í þeim deilum hafa menn gjarnan skipað sér í fylkingar og haldið því fram að tekist sé á um ósamrýmanleg sjónarmið. Annaðhvort aðhyllist landsmenn virkjun náttúruauðlinda til áframhaldandi hagvaxtar, eða náttúruvernd og þar með efnahagslega stöðnun. Þessi afstaða er bæði fjarri öllum veruleika og ólíkleg til árangurs. Það er verkefni stjórnvalda að finna bestu leiðir til þess að nýta náttúru okkar og auðlindir á þann hátt að komandi kynslóðir geti einnig bæði notið þeirra og nýtt þær. Þetta er eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ný verkefnastjórn Í vikunni hófst ríkisstjórnin handa við þetta verk. Þá fór fram fyrsti fundur nýrrar verkefnastjórnar sem undirbýr gerð rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Markmið rammaáætlunarinnar er að skapa faglegar forsendur fyrir ákvarðanir um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Formaður stjórnarinnar er Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, skipuð í sameiningu af umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra. Í stjórnina hafa einnig verið skipaðir valinkunnir vísindamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka, svo sem ferðaþjónustunnar, orkufyrirtækja og umhverfisverndarsamtaka. Starfi ljúki 2009 Lýðræðisleg vinnubrögð verða höfð að leiðarljósi í starfi stjórnarinnar og hún mun hafa víðtækt samráð við almenning og alla hagsmunaaðila á starfstíma sínum, m.a. með kynningarfundum og uppsetningu sérstakrar vefsíðu til upplýsingar um framgang verksins. Stjórnin skal síðan skila skýrslu til umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra með heildarmati og flokkun á þeim kostum sem teknir hafa verið til umfjöllunar. Skýrslan á að vera tilbúin fyrir 1. júlí 2009 og í kjölfarið verður tillaga að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Það er von mín að rammaáætlunin verði í senn grundvöllur faglegra og upplýstra ákvarðana í umhverfismálum og sátta um þennan mikilvæga málaflokk hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Um langt árabil höfum við Íslendingar deilt harkalega um náttúruvernd og nýtingu orkuauðlinda. Í þeim deilum hafa menn gjarnan skipað sér í fylkingar og haldið því fram að tekist sé á um ósamrýmanleg sjónarmið. Annaðhvort aðhyllist landsmenn virkjun náttúruauðlinda til áframhaldandi hagvaxtar, eða náttúruvernd og þar með efnahagslega stöðnun. Þessi afstaða er bæði fjarri öllum veruleika og ólíkleg til árangurs. Það er verkefni stjórnvalda að finna bestu leiðir til þess að nýta náttúru okkar og auðlindir á þann hátt að komandi kynslóðir geti einnig bæði notið þeirra og nýtt þær. Þetta er eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ný verkefnastjórn Í vikunni hófst ríkisstjórnin handa við þetta verk. Þá fór fram fyrsti fundur nýrrar verkefnastjórnar sem undirbýr gerð rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Markmið rammaáætlunarinnar er að skapa faglegar forsendur fyrir ákvarðanir um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Formaður stjórnarinnar er Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, skipuð í sameiningu af umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra. Í stjórnina hafa einnig verið skipaðir valinkunnir vísindamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka, svo sem ferðaþjónustunnar, orkufyrirtækja og umhverfisverndarsamtaka. Starfi ljúki 2009 Lýðræðisleg vinnubrögð verða höfð að leiðarljósi í starfi stjórnarinnar og hún mun hafa víðtækt samráð við almenning og alla hagsmunaaðila á starfstíma sínum, m.a. með kynningarfundum og uppsetningu sérstakrar vefsíðu til upplýsingar um framgang verksins. Stjórnin skal síðan skila skýrslu til umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra með heildarmati og flokkun á þeim kostum sem teknir hafa verið til umfjöllunar. Skýrslan á að vera tilbúin fyrir 1. júlí 2009 og í kjölfarið verður tillaga að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Það er von mín að rammaáætlunin verði í senn grundvöllur faglegra og upplýstra ákvarðana í umhverfismálum og sátta um þennan mikilvæga málaflokk hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar