Tvennan er í augsýn hjá FH-ingum 3. september 2007 00:01 2-1 Tryggvi Guðmundsson sést hér skora annað mark FH í leiknum og fagna því með Guðmundi Sævarssyni. Vilhelm Íslandsmeistarar FH tóku stórt skref í átt að tvennunni sem þeir hafa elt undanfarin ár þegar þeir lögðu Breiðablik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikarsins. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1-1, en FH-ingar yfirspiluðu Blika í framlengingunni, skoruðu tvö mörk og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum. FH er því búið að ná langþráðu markmiði, að komast í úrslit bikarsins, þar sem liðið mætir annað hvort Fylki eða Fjölni en þau mætast í kvöld. FH-ingar mættu mjög beittir til leiks og sóttu af miklu kappi. Sóknarlína FH-inga var einstaklega vinnusöm og framlínumenn Hafnfirðinga héldu varnarmönnum Blika við efnið. Sérstaklega var Matthías Guðmundsson beittur framan af en gaman var að fylgjast með einvígi hans og Arnórs Aðalsteinssonar. Ekki tókst liðunum að skora í fyrri hálfleik en aðeins sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson nýtti sér skelfileg mistök Nenads Petrovic til fullnustu og þrumaði boltanum í netið. FH-ingar héldu áfram að þjarma að Blikum, áttu margar stórskemmtilegar sóknir en Casper Jacobsen átti sannkallaðan stórleik og hann bjargaði Blikum hvað eftir annað. Kópavogsbúar gáfust ekki upp en þeir áttu nokkrar hættulegar skyndisóknar þar sem Gunnar Örn Jónsson og Prince Rajcomar fóru fremstir í flokki. Prince jafnaði fyrir Blika á 65. mínútu þegar skot Árna Gunnarssonar endaði í fótunum á honum. Prince lagði boltann fyrir sig og skoraði auðveldlega. Þrátt fyrir fjölda færa hjá báðum liðum á síðustu tíu mínútunum fór boltinn ekki inn og því varð að framlengja. Það er skemmst frá því að segja að FH-ingar höfðu yfirburði í framlengingunni og Blikar virtust gjörsamlega bensínlausir. Sérstaklega sat miðjan eftir en sóknina vantaði sárlega meiri stuðning frá miðjunni í leiknum. FH hefði getað skorað fjölda marka en létu tvö nægja. Fyrst skoraði Tryggvi Guðmundsson eftir þegar hann hirti frákast í teignum en Guðmann Þórisson hefði átt að vera búinn að hreinsa. Tryggvi lagði svo upp mark fyrir Atla Guðnason á lokamínútu leiksins. 3-1 sigur sem var fyllilega verðskuldaður. „Ég er alltaf stressaður á hliðarlínunni. Það er það góða við mig. Þegar ég hætti að vera stressaður þá er ég hættur í fótbolta,“ sagði kampakátur þjálfari FH, Ólafur Jóhannesson, en hann fór mikinn á hliðarlínunni. „Við áttum að klára leikinn í venjulegum leiktíma,“ sagði Ólafur, sem var gríðarlega sáttur við framlenginguna. „Þegar allir eru þreyttir skiptir knattspyrnuleg geta máli og hún er meiri í FH-liðinu en í Blikaliðinu.“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var eðlilega þungur á brún eftir leikinn. „Maður er tómur. FH-ingarnir voru betri framan af en eftir jöfnunarmarkið komum við inn í leikinn. Við vorum svolítið bensínlausir í framlengingunni. Það sem situr samt eftir í lokin er hversu ólíkir sjálfum okkur við vorum í leiknum, þá er ég að tala um slæmar sendingar og allt stöðumat.“ Ólafur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna en það mátti sjá á látbragði hans að hann vildi fá víti í framlengingunni. „Ég vil samt segja að FH er vel að sigrinum komið og ég óska þeim til hamingju.“ Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Íslandsmeistarar FH tóku stórt skref í átt að tvennunni sem þeir hafa elt undanfarin ár þegar þeir lögðu Breiðablik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikarsins. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1-1, en FH-ingar yfirspiluðu Blika í framlengingunni, skoruðu tvö mörk og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum. FH er því búið að ná langþráðu markmiði, að komast í úrslit bikarsins, þar sem liðið mætir annað hvort Fylki eða Fjölni en þau mætast í kvöld. FH-ingar mættu mjög beittir til leiks og sóttu af miklu kappi. Sóknarlína FH-inga var einstaklega vinnusöm og framlínumenn Hafnfirðinga héldu varnarmönnum Blika við efnið. Sérstaklega var Matthías Guðmundsson beittur framan af en gaman var að fylgjast með einvígi hans og Arnórs Aðalsteinssonar. Ekki tókst liðunum að skora í fyrri hálfleik en aðeins sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson nýtti sér skelfileg mistök Nenads Petrovic til fullnustu og þrumaði boltanum í netið. FH-ingar héldu áfram að þjarma að Blikum, áttu margar stórskemmtilegar sóknir en Casper Jacobsen átti sannkallaðan stórleik og hann bjargaði Blikum hvað eftir annað. Kópavogsbúar gáfust ekki upp en þeir áttu nokkrar hættulegar skyndisóknar þar sem Gunnar Örn Jónsson og Prince Rajcomar fóru fremstir í flokki. Prince jafnaði fyrir Blika á 65. mínútu þegar skot Árna Gunnarssonar endaði í fótunum á honum. Prince lagði boltann fyrir sig og skoraði auðveldlega. Þrátt fyrir fjölda færa hjá báðum liðum á síðustu tíu mínútunum fór boltinn ekki inn og því varð að framlengja. Það er skemmst frá því að segja að FH-ingar höfðu yfirburði í framlengingunni og Blikar virtust gjörsamlega bensínlausir. Sérstaklega sat miðjan eftir en sóknina vantaði sárlega meiri stuðning frá miðjunni í leiknum. FH hefði getað skorað fjölda marka en létu tvö nægja. Fyrst skoraði Tryggvi Guðmundsson eftir þegar hann hirti frákast í teignum en Guðmann Þórisson hefði átt að vera búinn að hreinsa. Tryggvi lagði svo upp mark fyrir Atla Guðnason á lokamínútu leiksins. 3-1 sigur sem var fyllilega verðskuldaður. „Ég er alltaf stressaður á hliðarlínunni. Það er það góða við mig. Þegar ég hætti að vera stressaður þá er ég hættur í fótbolta,“ sagði kampakátur þjálfari FH, Ólafur Jóhannesson, en hann fór mikinn á hliðarlínunni. „Við áttum að klára leikinn í venjulegum leiktíma,“ sagði Ólafur, sem var gríðarlega sáttur við framlenginguna. „Þegar allir eru þreyttir skiptir knattspyrnuleg geta máli og hún er meiri í FH-liðinu en í Blikaliðinu.“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var eðlilega þungur á brún eftir leikinn. „Maður er tómur. FH-ingarnir voru betri framan af en eftir jöfnunarmarkið komum við inn í leikinn. Við vorum svolítið bensínlausir í framlengingunni. Það sem situr samt eftir í lokin er hversu ólíkir sjálfum okkur við vorum í leiknum, þá er ég að tala um slæmar sendingar og allt stöðumat.“ Ólafur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna en það mátti sjá á látbragði hans að hann vildi fá víti í framlengingunni. „Ég vil samt segja að FH er vel að sigrinum komið og ég óska þeim til hamingju.“
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann