Letingja í valdastöður Borgar Þór Einarsson skrifar 19. ágúst 2007 05:00 Það er ekki margt að í íslensku samfélagi, sem betur fer. Fáar þjóðir búa við aðra eins hagsæld og velmegun. Verkefni og viðfangsefni sem áður voru á höndum stjórnmálamanna, eins og að reka bankakerfið og ákveða verð á vörum og þjónustu, er að verulegu leyti komin í hendur einkaaðila. Þeir eru fáir sem andmæla því að sú skipan er líklegri til að skila almenningi ávinningi. Sú staðreynd að samfélagið lýtur í ríkari mæli vilja og athöfnum einstaklinga hefur ekki bara orðið til þess að efla og bæta þjóðarhag heldur hefur þessi þróun einnig leitt til þess að stjórnmálamenn hafa minna um þessi mál að segja en áður. Því miður er það svo að fáir stjórnmálamenn vilja sitja aðgerðalausir. Þeir eru jú kosnir út á loforð um athafnir en ekki orð. Duglegir stjórnmálamenn eru reyndar almennt lakari kostur en þeir lötu, þótt fáir myndu beinlínis leita eftir stuðningi á þeim forsendum að þeir væru almennt latir til verka og vildu helst gera sem minnst. Þetta er einkum áberandi á sveitarstjórnarstiginu þar sem kosningabaráttan líkist helst raunveruleikaþætti þar sem keppendur reyna að setja sveitarfélagið á hausinn á sem skemmstum tíma.Sjónarmið en ekki sannleikurÁ undanförnum dögum og vikum hefur átt sér stað áberandi umræða í fjölmiðlum um það sem kallað er ófremdarástand í miðborg Reykjavíkur. Það er ekki til neinn algildur sannleikur um „ástandið" í miðbænum. Í huga manns sem bíður eftir aðhlynningu á slysadeild eftir að hafa verið kýldur í andlitið hefur ástandið í bænum vafalítið aldrei verið eins slæmt. Par sem fer út að borða og hittir vini sína og fleira skemmtilegt fólk, sér fólk syngja og dansa á götum úti, hugsar eflaust að skemmtanamenningin í Reykjavík hafi aldrei verið betri. Hvort tveggja er sjónarmið en hvorugt er sannleikurinn.Þau gögn sem kynnt hafa verið í umræðunni á síðustu dögum eru oftar en ekki misvísandi um þróun þessara mála á undanförnum árum. Margt bendir til þess að glæpum hafi fjölgað eftir að eftirlitsmyndavélar voru settar upp í miðbænum og getur það ekki talist mikil viðurkenning fyrir þá vafasömu lögregluaðgerð sem er í raun tilefnislaus lögreglurannsókn á flestum þeim sem leggja leið sína um miðbæinn. Því verður vissulega ekki slegið föstu að fækka mætti glæpum með því að taka myndavélarnar niður. Mörgum gengur hins vegar illa að skilja að atburðir geta gerst samtímis án þess að beint orsakasamband sé þar á milli. Þessi hugsunarvilla leiðir oft til þess að menn velja röng úrræði í viðleitni sinni til að laga hlutina.Ekki vænlegt til árangursÞví miður eru hugmyndir borgaryfirvalda í Reykjavík og yfirstjórnar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um aðgerðir í málefnum miðborgarinnar dæmi um þetta. Vissulega er mikilvægt að efla löggæslu og koma í veg fyrir ofbeldi og önnur lögbrot. Hins vegar eru afskipti þessara aðila að frjálsri verslun í miðborginni með öllu fráleit. Að ætla að beita opinberu valdi til þess að ákveða hvenær fólk fer að sofa er ekki líklegt til árangurs. Hugmyndin um að fjölga eftirlitsmyndavélum hlýtur vera tilraun til friðþægingar þegar ljóst má vera að uppsetning þeirra fyrir sjö árum hefur litlu skilað. Af sama meiði eru hugmyndir um að þrengja enn frekar að verslunarrekstri með hámarksfjölda veitingastaða eða annars konar höftum.Eins og oft vill verða yrðu þessi lyf mun skaðlegri en þeim sjúkdómi sem þeim er ætlað að uppræta. Áður en rokið er upp til handa og fóta með opinberu valdi, skerðingu á grundvallarréttindum borgaranna, þá hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til viðkomandi aðila að þeir hafi fast land undir fótum. Í fyrsta lagi að fyrir liggi að ástandið í miðbænum sé raunverulega verra eða eins slæmt og sumir vilja vera láta. Í því verður að styðjast við meira en uppsláttarfréttir í gúrkutíð eða eðlislæga sókn lögreglunnar eftir ríkari valdheimildum. Í öðru lagi verða menn að velja úrræði af kostgæfni og gæta þess vandlega að þau drepi ekki sjúklinginn sem lækna skal.Fyrst og fremst verður þó að höfða til ábyrgðar þeirra sem leggja leið sína í miðbæinn að næturlagi í þeim tilgangi að skemmta sjálfum sér. Frelsinu fylgir ábyrgð og hún liggur hjá hverjum og einum. Almenn löggæsla verður að miðast við umfang verkefnisins. Rétta leiðin er því að efla löggæsluna en færa ekki vandann til með því að leggja boð og bönn á verslunarrekstur í miðborginni. Vissulega er erfitt fyrir dugnaðarforka í opinberum embættum að aðhafast fátt og falla ekki í þá freistni að beita opinberu valdi sínu en í þessu tilviki er kapp best með forsjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það er ekki margt að í íslensku samfélagi, sem betur fer. Fáar þjóðir búa við aðra eins hagsæld og velmegun. Verkefni og viðfangsefni sem áður voru á höndum stjórnmálamanna, eins og að reka bankakerfið og ákveða verð á vörum og þjónustu, er að verulegu leyti komin í hendur einkaaðila. Þeir eru fáir sem andmæla því að sú skipan er líklegri til að skila almenningi ávinningi. Sú staðreynd að samfélagið lýtur í ríkari mæli vilja og athöfnum einstaklinga hefur ekki bara orðið til þess að efla og bæta þjóðarhag heldur hefur þessi þróun einnig leitt til þess að stjórnmálamenn hafa minna um þessi mál að segja en áður. Því miður er það svo að fáir stjórnmálamenn vilja sitja aðgerðalausir. Þeir eru jú kosnir út á loforð um athafnir en ekki orð. Duglegir stjórnmálamenn eru reyndar almennt lakari kostur en þeir lötu, þótt fáir myndu beinlínis leita eftir stuðningi á þeim forsendum að þeir væru almennt latir til verka og vildu helst gera sem minnst. Þetta er einkum áberandi á sveitarstjórnarstiginu þar sem kosningabaráttan líkist helst raunveruleikaþætti þar sem keppendur reyna að setja sveitarfélagið á hausinn á sem skemmstum tíma.Sjónarmið en ekki sannleikurÁ undanförnum dögum og vikum hefur átt sér stað áberandi umræða í fjölmiðlum um það sem kallað er ófremdarástand í miðborg Reykjavíkur. Það er ekki til neinn algildur sannleikur um „ástandið" í miðbænum. Í huga manns sem bíður eftir aðhlynningu á slysadeild eftir að hafa verið kýldur í andlitið hefur ástandið í bænum vafalítið aldrei verið eins slæmt. Par sem fer út að borða og hittir vini sína og fleira skemmtilegt fólk, sér fólk syngja og dansa á götum úti, hugsar eflaust að skemmtanamenningin í Reykjavík hafi aldrei verið betri. Hvort tveggja er sjónarmið en hvorugt er sannleikurinn.Þau gögn sem kynnt hafa verið í umræðunni á síðustu dögum eru oftar en ekki misvísandi um þróun þessara mála á undanförnum árum. Margt bendir til þess að glæpum hafi fjölgað eftir að eftirlitsmyndavélar voru settar upp í miðbænum og getur það ekki talist mikil viðurkenning fyrir þá vafasömu lögregluaðgerð sem er í raun tilefnislaus lögreglurannsókn á flestum þeim sem leggja leið sína um miðbæinn. Því verður vissulega ekki slegið föstu að fækka mætti glæpum með því að taka myndavélarnar niður. Mörgum gengur hins vegar illa að skilja að atburðir geta gerst samtímis án þess að beint orsakasamband sé þar á milli. Þessi hugsunarvilla leiðir oft til þess að menn velja röng úrræði í viðleitni sinni til að laga hlutina.Ekki vænlegt til árangursÞví miður eru hugmyndir borgaryfirvalda í Reykjavík og yfirstjórnar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um aðgerðir í málefnum miðborgarinnar dæmi um þetta. Vissulega er mikilvægt að efla löggæslu og koma í veg fyrir ofbeldi og önnur lögbrot. Hins vegar eru afskipti þessara aðila að frjálsri verslun í miðborginni með öllu fráleit. Að ætla að beita opinberu valdi til þess að ákveða hvenær fólk fer að sofa er ekki líklegt til árangurs. Hugmyndin um að fjölga eftirlitsmyndavélum hlýtur vera tilraun til friðþægingar þegar ljóst má vera að uppsetning þeirra fyrir sjö árum hefur litlu skilað. Af sama meiði eru hugmyndir um að þrengja enn frekar að verslunarrekstri með hámarksfjölda veitingastaða eða annars konar höftum.Eins og oft vill verða yrðu þessi lyf mun skaðlegri en þeim sjúkdómi sem þeim er ætlað að uppræta. Áður en rokið er upp til handa og fóta með opinberu valdi, skerðingu á grundvallarréttindum borgaranna, þá hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til viðkomandi aðila að þeir hafi fast land undir fótum. Í fyrsta lagi að fyrir liggi að ástandið í miðbænum sé raunverulega verra eða eins slæmt og sumir vilja vera láta. Í því verður að styðjast við meira en uppsláttarfréttir í gúrkutíð eða eðlislæga sókn lögreglunnar eftir ríkari valdheimildum. Í öðru lagi verða menn að velja úrræði af kostgæfni og gæta þess vandlega að þau drepi ekki sjúklinginn sem lækna skal.Fyrst og fremst verður þó að höfða til ábyrgðar þeirra sem leggja leið sína í miðbæinn að næturlagi í þeim tilgangi að skemmta sjálfum sér. Frelsinu fylgir ábyrgð og hún liggur hjá hverjum og einum. Almenn löggæsla verður að miðast við umfang verkefnisins. Rétta leiðin er því að efla löggæsluna en færa ekki vandann til með því að leggja boð og bönn á verslunarrekstur í miðborginni. Vissulega er erfitt fyrir dugnaðarforka í opinberum embættum að aðhafast fátt og falla ekki í þá freistni að beita opinberu valdi sínu en í þessu tilviki er kapp best með forsjá.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun