Námsmenn fá frítt í strætó Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 14. ágúst 2007 05:00 Í næstu viku hefst skólastarf aftur að hausti. Um leið hefst tilraunaverkefnið frítt í Strætó sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að. Allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi fá hjá sínum nemendafélögum afhent á næstu dögum kort merkt tilraunaverkefninu og fá með því fríar ferðir hjá Strætó bs. þar til 1. júní 2008. Markmið tilraunarinnar frítt í Strætó tengist fyrst og fremst umhverfislegum þáttum og er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Höfuðborgarsvæðið býr við mikinn umferðarþunga, svifryk og mengun og Reykjavíkurborg er þungamiðja þjónustu og atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að hvetja höfuðborgarbúa til að kynna sér almenningssamgöngur enda er mikill hagur einstaklinga og samfélagsins alls að fleiri nýti sér Strætó. Tilraunin er ekki síður sett af stað til að kynna kosti almenningssamgangna fyrir nemendum á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá nýjan hóp notenda í vagninn. Samfara verkefninu verður þjónusta við farþega aukin, tíðni og nýting leiða mæld, viðhorf farþega kannað auk þess sem mælingar umferðarþunga verða framkvæmdar. Viðbrögð nemenda og skólastjórnenda hafa verið mjög jákvæð. Nemendafélögin munu leggja sitt af mörkum með því að afhenda kortin og veita verkefnisstjórum upplýsingar um framkvæmd. Krafturinn í nemendum mun gefa verkefninu aukið gildi og vonandi skapa almennar umræður í skólum um samgöngu- og umhverfismál. Skólastjórnendur hafa flestir tekið vel í að hefja vinnu við að búa til samgönguáætlanir fyrir skólana og sumir hafa jafnvel ákveðið að taka græn skref í átt að umhverfisvænum markmiðum. Ég hvet framhaldsskóla- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér verkefnið og leiðakerfi Strætó (www.reykjavik/betristraeto). Ég er viss um að fjölmargir nemendur muni kynna sér málið og jafnvel fresta kaupum á bifreið, enda eru árleg útgjöld vegna reksturs bifreiðar um 700.000 kr. á ári. Góð þátttaka nemenda í verkefninu getur haft mikil áhrif á umhverfi okkar og átt þátt í að almenningssamgöngur blómstri sem aldrei fyrr.Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku hefst skólastarf aftur að hausti. Um leið hefst tilraunaverkefnið frítt í Strætó sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að. Allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi fá hjá sínum nemendafélögum afhent á næstu dögum kort merkt tilraunaverkefninu og fá með því fríar ferðir hjá Strætó bs. þar til 1. júní 2008. Markmið tilraunarinnar frítt í Strætó tengist fyrst og fremst umhverfislegum þáttum og er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Höfuðborgarsvæðið býr við mikinn umferðarþunga, svifryk og mengun og Reykjavíkurborg er þungamiðja þjónustu og atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að hvetja höfuðborgarbúa til að kynna sér almenningssamgöngur enda er mikill hagur einstaklinga og samfélagsins alls að fleiri nýti sér Strætó. Tilraunin er ekki síður sett af stað til að kynna kosti almenningssamgangna fyrir nemendum á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá nýjan hóp notenda í vagninn. Samfara verkefninu verður þjónusta við farþega aukin, tíðni og nýting leiða mæld, viðhorf farþega kannað auk þess sem mælingar umferðarþunga verða framkvæmdar. Viðbrögð nemenda og skólastjórnenda hafa verið mjög jákvæð. Nemendafélögin munu leggja sitt af mörkum með því að afhenda kortin og veita verkefnisstjórum upplýsingar um framkvæmd. Krafturinn í nemendum mun gefa verkefninu aukið gildi og vonandi skapa almennar umræður í skólum um samgöngu- og umhverfismál. Skólastjórnendur hafa flestir tekið vel í að hefja vinnu við að búa til samgönguáætlanir fyrir skólana og sumir hafa jafnvel ákveðið að taka græn skref í átt að umhverfisvænum markmiðum. Ég hvet framhaldsskóla- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér verkefnið og leiðakerfi Strætó (www.reykjavik/betristraeto). Ég er viss um að fjölmargir nemendur muni kynna sér málið og jafnvel fresta kaupum á bifreið, enda eru árleg útgjöld vegna reksturs bifreiðar um 700.000 kr. á ári. Góð þátttaka nemenda í verkefninu getur haft mikil áhrif á umhverfi okkar og átt þátt í að almenningssamgöngur blómstri sem aldrei fyrr.Höfundur er borgarfulltrúi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun