Útrýmum kjarnavopnum Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. ágúst 2007 06:30 Í kvöld verður þess minnst að nú eru liðin sextíu og tvö ár frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Kertum verður fleytt við Tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri og þannig lögð áhersla á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim. Kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasakí gerbreyttu heimsmynd manna og er ógjörningur að skilja sögu, bókmenntir eða listir 20. aldar án þess að hafa þessa atburði í huga. Þarna var komið vopn sem gat eytt heilu borgunum á örskotsstundu og skyndilega var heimsendir handan við hornið. Í framhaldinu kepptust risaveldin og önnur ríki við að koma sér upp gríðarlegu kjarnorkuvopnabúri. Þó að kjarnorkuváin sé mönnum kannski ekki ofarlega í huga núorðið er verkefnið þó risavaxið. Samkvæmt The Bulletin of Atomic Scientists eiga kjarnorkuveldi heimsins a.m.k. 26.000 kjarnaodda og eru flestir í eigu Bandaríkjanna og Rússlands. Alls eru tæplega 9.000 kjarnaoddar í árásarstöðu. Flestir þeirra kjarnaodda sem smíðaðir hafa verið hafa verið teknir niður en ekki er skylt að eyða þeim og því óljóst um afdrif þeirra. Ekkert alþjóðlegt eftirlit er með vopnum í eigum þessara stórvelda. Í áliti Alþjóðadómstólsins í Haag frá 1996 kemur fram að ólöglegt er undir öllum kringumstæðum að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og ríkjum heims ber að stefna að útrýmingu slíkra vopna. Í framhaldi af þessu hefur Malasía nokkrum sinnum lagt það til á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að ríkjum heims beri að ná samkomulagi um að banna alla framleiðslu og meðferð kjarnavopna og útrýma skuli slíkum vopnum hið fyrsta. Ísland hefur ekki treyst sér til að styðja þessa tillögu og greiddi reyndar atkvæði gegn henni þegar hún var borin upp 1999 ásamt 27 öðrum ríkjum en 114 ríki voru henni meðmælt og 22 sátu hjá. Í þessu máli er fyllsta ástæða fyrir stjórnvöld að taka nýja stefnu og sýna að framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sé ekki bara ný vinna fyrir gamlar silkihúfur stjórnarflokkanna. Burt með kjarnorkuvána.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í kvöld verður þess minnst að nú eru liðin sextíu og tvö ár frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Kertum verður fleytt við Tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri og þannig lögð áhersla á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim. Kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasakí gerbreyttu heimsmynd manna og er ógjörningur að skilja sögu, bókmenntir eða listir 20. aldar án þess að hafa þessa atburði í huga. Þarna var komið vopn sem gat eytt heilu borgunum á örskotsstundu og skyndilega var heimsendir handan við hornið. Í framhaldinu kepptust risaveldin og önnur ríki við að koma sér upp gríðarlegu kjarnorkuvopnabúri. Þó að kjarnorkuváin sé mönnum kannski ekki ofarlega í huga núorðið er verkefnið þó risavaxið. Samkvæmt The Bulletin of Atomic Scientists eiga kjarnorkuveldi heimsins a.m.k. 26.000 kjarnaodda og eru flestir í eigu Bandaríkjanna og Rússlands. Alls eru tæplega 9.000 kjarnaoddar í árásarstöðu. Flestir þeirra kjarnaodda sem smíðaðir hafa verið hafa verið teknir niður en ekki er skylt að eyða þeim og því óljóst um afdrif þeirra. Ekkert alþjóðlegt eftirlit er með vopnum í eigum þessara stórvelda. Í áliti Alþjóðadómstólsins í Haag frá 1996 kemur fram að ólöglegt er undir öllum kringumstæðum að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði og ríkjum heims ber að stefna að útrýmingu slíkra vopna. Í framhaldi af þessu hefur Malasía nokkrum sinnum lagt það til á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að ríkjum heims beri að ná samkomulagi um að banna alla framleiðslu og meðferð kjarnavopna og útrýma skuli slíkum vopnum hið fyrsta. Ísland hefur ekki treyst sér til að styðja þessa tillögu og greiddi reyndar atkvæði gegn henni þegar hún var borin upp 1999 ásamt 27 öðrum ríkjum en 114 ríki voru henni meðmælt og 22 sátu hjá. Í þessu máli er fyllsta ástæða fyrir stjórnvöld að taka nýja stefnu og sýna að framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sé ekki bara ný vinna fyrir gamlar silkihúfur stjórnarflokkanna. Burt með kjarnorkuvána.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun