Starfsumhverfið æ alþjóðlegra 25. júlí 2007 00:01 Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögmaður og einn eigenda BBA BBA Legal opnaði fyrr á þessu ári útibú í London. Enn sem komið er er einungis einn starfsmaður á skrifstofunni í London, Rannveig Borg Sigurðardóttir forstöðumaður, en stefnt er að því að ráða fleiri til starfa á árinu. Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri BBA Legal og einn eigenda stofunnar, segir helstu vandamálin við að hefja starfsemi á erlendri grundu vera af praktískum toga. „Það kostar mikla vinnu að koma svona starfsemi í gang. Við þurftum að stofna félag og komast gegnum alla stjórnsýsluna. Þetta tekur nokkra mánuði en síðan tekur við nokkuð bein braut.“ BBA Legal hét áður Landwell, en opnun útibúsins í London var ein af ástæðum nafnbreytingarinnar. Landwell er nefnilega alþjóðleg keðja lögmannastofa og til að fyrirbyggja allan misskilning var nafninu breytt. „Við hefðum raunar ekki getað haldið gamla nafninu úti, þar sem fyrir var stofa með sama nafni. Samhliða nafnbreytingunni hefur síðan fylgt markaðssetning þar sem við höfum kynnt okkur undir hinu nýja nafni.“ Íslenskar endurskoðunarskrifstofur reka sig væntanlega á sama vandamál þegar út er komið, enda heita þær margar hverjar eftir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum; til að mynda KPMG, Deloitte & Touche og Pricewaterhouse Coopers. Katrín Helga segir kúnnahópinn enn sem komið er aðallega vera stóru íslensku fjármálafyrirtækin en hins vegar færist í aukana að erlendar lögmannastofur leiti til BBA þegar sérþekkingar á íslenskum lögum er krafist. „Okkar kúnnahópur samanstendur fyrst og fremst af stóru íslensku kauphallarfélögunum. Við höfum ekki verið mikið í því að aðstoða smærri íslensk fyrirtæki eða einstaklinga.“ Baldur Björn Haraldsson, einn eigendanna, er með frönsk málflutningsréttindi. Katrín Helga og Ásgeir Ragnarsson, sem einnig er í eigendahópnum. eru með lögmannsréttindi frá New York-ríki í Bandaríkjunum. Þá situr Rannveig Borg Sigurðardóttir, forstöðumaður Lundúnaútibúsins, nú námskeið til öflunar breskra málflutningsréttinda. BBA Legal sérhæfir sig hins vegar fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði, þar sem lítið er um málflutning af gamla skólanum. „Við erum fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði. Þar liggur okkar styrkur, sem við byggjum ofan á. Ég tel hyggilegra að halda áfram að vaxa á því sviði en að breikka grundvöllinn yfir á önnur svið lögfræðinnar,“ segir Katrín Helga. Hún segir lögfræðiumhverfið í Bretlandi ekki geta talist framandi. Hjá BBA Legal starfi fjölbreyttur hópur lögfræðinga með reynslu erlendis og auk þess hafi viðskiptaumhverfið hér heima orðið æ alþjóðlegra síðustu ár og fólk því vant að fást við breskar lagaflækjur. „Við erum búin að fást við breska samninga, bresk lög og breska lögfræðinga í mörg ár. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur.“ Fram undan er spennandi tíð hjá BBA Legal að mati Katrínar Helgu. Hún segir að næsta skref sé að fá breskan lögmann til liðs við BBA í London. Þá sé valkostur að ganga til samstarfs við einhverjar erlendar stofur, líkt og Logos hefur gert. „Síðan er ætlunin að starfsmenn okkar hér á skrifstofunni heima dvelji í auknum mæli úti og aðstoði við uppbygginguna þar.“ Katrín Helga telur að íslenskar lögmannastofur muni á næstu árum horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana. Hún bendir einnig á að á skrifstofu BBA Legal í Skógarhlíðinni starfi nú erlendur lögmaður en slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir einungis tíu árum. „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá íslenskar lögmannastofur sækja í auknum mæli til Bretlands og Norðurlandanna. Við erum að stíga fyrstu skrefin í útrásinni. Starfið verður sífellt alþjóðlegra og snýst ekki lengur bara um heimsóknir til sýslumanns og niður í héraðsdóm.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
BBA Legal opnaði fyrr á þessu ári útibú í London. Enn sem komið er er einungis einn starfsmaður á skrifstofunni í London, Rannveig Borg Sigurðardóttir forstöðumaður, en stefnt er að því að ráða fleiri til starfa á árinu. Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri BBA Legal og einn eigenda stofunnar, segir helstu vandamálin við að hefja starfsemi á erlendri grundu vera af praktískum toga. „Það kostar mikla vinnu að koma svona starfsemi í gang. Við þurftum að stofna félag og komast gegnum alla stjórnsýsluna. Þetta tekur nokkra mánuði en síðan tekur við nokkuð bein braut.“ BBA Legal hét áður Landwell, en opnun útibúsins í London var ein af ástæðum nafnbreytingarinnar. Landwell er nefnilega alþjóðleg keðja lögmannastofa og til að fyrirbyggja allan misskilning var nafninu breytt. „Við hefðum raunar ekki getað haldið gamla nafninu úti, þar sem fyrir var stofa með sama nafni. Samhliða nafnbreytingunni hefur síðan fylgt markaðssetning þar sem við höfum kynnt okkur undir hinu nýja nafni.“ Íslenskar endurskoðunarskrifstofur reka sig væntanlega á sama vandamál þegar út er komið, enda heita þær margar hverjar eftir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum; til að mynda KPMG, Deloitte & Touche og Pricewaterhouse Coopers. Katrín Helga segir kúnnahópinn enn sem komið er aðallega vera stóru íslensku fjármálafyrirtækin en hins vegar færist í aukana að erlendar lögmannastofur leiti til BBA þegar sérþekkingar á íslenskum lögum er krafist. „Okkar kúnnahópur samanstendur fyrst og fremst af stóru íslensku kauphallarfélögunum. Við höfum ekki verið mikið í því að aðstoða smærri íslensk fyrirtæki eða einstaklinga.“ Baldur Björn Haraldsson, einn eigendanna, er með frönsk málflutningsréttindi. Katrín Helga og Ásgeir Ragnarsson, sem einnig er í eigendahópnum. eru með lögmannsréttindi frá New York-ríki í Bandaríkjunum. Þá situr Rannveig Borg Sigurðardóttir, forstöðumaður Lundúnaútibúsins, nú námskeið til öflunar breskra málflutningsréttinda. BBA Legal sérhæfir sig hins vegar fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði, þar sem lítið er um málflutning af gamla skólanum. „Við erum fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði. Þar liggur okkar styrkur, sem við byggjum ofan á. Ég tel hyggilegra að halda áfram að vaxa á því sviði en að breikka grundvöllinn yfir á önnur svið lögfræðinnar,“ segir Katrín Helga. Hún segir lögfræðiumhverfið í Bretlandi ekki geta talist framandi. Hjá BBA Legal starfi fjölbreyttur hópur lögfræðinga með reynslu erlendis og auk þess hafi viðskiptaumhverfið hér heima orðið æ alþjóðlegra síðustu ár og fólk því vant að fást við breskar lagaflækjur. „Við erum búin að fást við breska samninga, bresk lög og breska lögfræðinga í mörg ár. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur.“ Fram undan er spennandi tíð hjá BBA Legal að mati Katrínar Helgu. Hún segir að næsta skref sé að fá breskan lögmann til liðs við BBA í London. Þá sé valkostur að ganga til samstarfs við einhverjar erlendar stofur, líkt og Logos hefur gert. „Síðan er ætlunin að starfsmenn okkar hér á skrifstofunni heima dvelji í auknum mæli úti og aðstoði við uppbygginguna þar.“ Katrín Helga telur að íslenskar lögmannastofur muni á næstu árum horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana. Hún bendir einnig á að á skrifstofu BBA Legal í Skógarhlíðinni starfi nú erlendur lögmaður en slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir einungis tíu árum. „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá íslenskar lögmannastofur sækja í auknum mæli til Bretlands og Norðurlandanna. Við erum að stíga fyrstu skrefin í útrásinni. Starfið verður sífellt alþjóðlegra og snýst ekki lengur bara um heimsóknir til sýslumanns og niður í héraðsdóm.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira