Hverju er Ingibjörg Sólrún búin að lofa fyrir okkar hönd? 22. júlí 2007 06:45 Á vefsíðu ísraelska utanríkisráðuneytisins hinn 16. júlí sl. segir frá heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Ísraels. Þar er greint með velþóknun frá því hverja hún muni ræða við í heimsókn sinni og hvert hún muni fara, en það er meðal annars til „norðurlandamæra Ísraels sem liggja að Sýrlandi og Líbanon." Þetta er hluti hernumdu svæðanna - landsvæða sem Ísrael sölsaði undir sig í sex-daga stríðinu árið 1967 og eru þau ekki viðurkennd sem ísraelskt land af Sameinuðu þjóðunum. Á vefsíðunni segir einnig að áhugi íslensku ríkisstjórnarinnar á því að koma á þessar slóðir sé framboð Íslendinga í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009-2011. Nú hefur komið fram að ísraelsk stjórnvöld hafa verið afar ánægð með málflutning og afstöðu Ingibjargar Sólrúnar í nýafstaðinni heimsókn, jafnvel viljað fá hana sem málamiðlara í „deilunni" við Palestínumenn, að hennar sögn. Í framhaldinu hljóta fjölmiðlar að ganga eftir því við utanríkisráðherrann hverju hún sé að lofa fyrir hönd þjóðarinnar í viðræðum af þessu tagi. Hvers vegna eru Ísraelar svona himinlifandi? Og hvað veldur því að fulltrúi Bush-stjórnarinnar bandarísku kemur skælbrosandi af fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Reykjavík nýlega og segist hliðhollur því að Ísland fái sæti í Öryggisráðinu? Hafði hann sannfærst um að engin breyting yrði á utanríkisstefnu Íslands með tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn landsins; að áfram yrði fylgt Bush-línunni? Væntanlega er keppikeflið ekki einvörðungu að fá sæti í Öryggisráðinu, heldur hlýtur málið að snúast um hvað við ætlumst fyrir, þá stefnu sem fulltrúi Íslands kæmi til með að fylgja. Hinn nýi utanríkisráðherra hefur nú ráðið sérstakan starfsmann til að sjá um áróðurinn fyrir því að við hreppum sætið. En hvaða rökum á þessi starfsmaður að tefla fram? Hvaða stefnu segir hann að Íslendingar muni fylgja, til dæmis gagnvart mannréttindabrotum Ísraelsríkis? Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Á vefsíðu ísraelska utanríkisráðuneytisins hinn 16. júlí sl. segir frá heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Ísraels. Þar er greint með velþóknun frá því hverja hún muni ræða við í heimsókn sinni og hvert hún muni fara, en það er meðal annars til „norðurlandamæra Ísraels sem liggja að Sýrlandi og Líbanon." Þetta er hluti hernumdu svæðanna - landsvæða sem Ísrael sölsaði undir sig í sex-daga stríðinu árið 1967 og eru þau ekki viðurkennd sem ísraelskt land af Sameinuðu þjóðunum. Á vefsíðunni segir einnig að áhugi íslensku ríkisstjórnarinnar á því að koma á þessar slóðir sé framboð Íslendinga í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009-2011. Nú hefur komið fram að ísraelsk stjórnvöld hafa verið afar ánægð með málflutning og afstöðu Ingibjargar Sólrúnar í nýafstaðinni heimsókn, jafnvel viljað fá hana sem málamiðlara í „deilunni" við Palestínumenn, að hennar sögn. Í framhaldinu hljóta fjölmiðlar að ganga eftir því við utanríkisráðherrann hverju hún sé að lofa fyrir hönd þjóðarinnar í viðræðum af þessu tagi. Hvers vegna eru Ísraelar svona himinlifandi? Og hvað veldur því að fulltrúi Bush-stjórnarinnar bandarísku kemur skælbrosandi af fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Reykjavík nýlega og segist hliðhollur því að Ísland fái sæti í Öryggisráðinu? Hafði hann sannfærst um að engin breyting yrði á utanríkisstefnu Íslands með tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn landsins; að áfram yrði fylgt Bush-línunni? Væntanlega er keppikeflið ekki einvörðungu að fá sæti í Öryggisráðinu, heldur hlýtur málið að snúast um hvað við ætlumst fyrir, þá stefnu sem fulltrúi Íslands kæmi til með að fylgja. Hinn nýi utanríkisráðherra hefur nú ráðið sérstakan starfsmann til að sjá um áróðurinn fyrir því að við hreppum sætið. En hvaða rökum á þessi starfsmaður að tefla fram? Hvaða stefnu segir hann að Íslendingar muni fylgja, til dæmis gagnvart mannréttindabrotum Ísraelsríkis? Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar