Brauðmolabisness bæjarstjórans 20. júlí 2007 05:45 Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur nú tekist það ætlunarverk sitt að koma stórum hluta Hitaveitu Suðurnesja í hendur einkaaðila og samstarfsaðila. Þessir aðilar, sem nú eignast þriðjungshlut í HS, eiga einnig ráðandi hlut í Fasteign hf. sem á og rekur allar fasteignir sveitarfélagsins og er áskrifandi að lánveitingum vegna allra byggingarframkvæmda, sem ráðist er í á vegum bæjarins. Svo eindreginn var Árni í þessu máli að þegar upp kom sú staða að önnur sveitarfélög sem hlut áttu í HS, voru ekki sammála honum, var þeim hótað með því að Reykjanesbær myndi beita handafli til þess að fá sínu framgengt. Reykjanesbær myndi nýta alla möguleika til kaupa á hlutafé í HS þar til 2/3 hlut yrði náð. Þá yrði samþykktum Hitaveitunnar breytt svo hægt yrði að selja einkaaðilum, eins og honum þóknaðist. Þessi hótun fór ekkert dult enda mátti lesa hana í fjölmiðlum í viðtölum við Árna.BrauðmolabinessFyrirtæki sem hefur burði og er tilbúið til að eyða fimmtán til tuttugu þúsund milljónum í eina fjárfestingu, munar að sjálfsögðu ekkert um að láta nokkra brauðmola falla hér og hvar, svo að smælingjarnir geti glaðst. Ennþá betra er, ef hægt er að setja slíkt í samninga, þannig að hægt sé að réttlæta samningsgerðina og láta pöpulinn hrópa húrra.En í raun er það þannig í þessu tilviki að Reykjanesbær greiðir þessa dúsu sjálfur, því samþykkt var að selja forkaupsréttarhlutinn til Geysis Green Energy á genginu 6,72 í stað 7,1 sem var það gengi sem önnur sveitarfélög seldu á. Þar varð Reykjanesbær af u.þ.b 150 milljónum króna.Þegar bæjarstjóri kynnti til sögunnar Geysi Green Energy fyrir nokkrum mánuðum síðan, vakti það almennt ánægju hér í sveitarfélaginu. Fyrirtækið ætlaði að staðsetja sig hér á svæðinu og hefja samstarf við aðila á ýmsum sviðum s.s Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangurinn með komu þess hingað, var hins vegar allt annar, eins og nú er komið í ljós. Það hefur nú fengist staðfest rétt einn ganginn, að setja verður fyrirvara við gjörðir bæjarstjórans og meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Það býr alltaf eitthvað undir þegar þessir aðilar eiga í hlut.Útrás orkufyrirtækja – á kostnað hverra?Haft hefur verið eftir forráðamönnum Geysis Green Energy, að Hitaveita Suðurnesja verði góður grunnur í þeirri útrás sem fyrirhuguð er af hálfu þessara aðila. Tilgangurinn með henni er að sjálfsögðu að ávaxta þá fjármuni sem í hana verða settir.En hlutirnir fara oft á annan veg en ætlað er og hvað gerist ef þessi útrás heppnast ekki? Verður Hitaveitan notuð sem veðsetningargrunnur fyrir útrás þessara aðila? Ætla fjárfestarnir sjálfir að taka skellinn ef miður fer eða verður Hitaveitan einnig notuð sem grunnur ef erlendar fjárfestingar þeirra bera ekki þann ávöxt sem að var stefnt. Hverjir verða þá látnir borga?Höfundur er oddviti A-listans í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur nú tekist það ætlunarverk sitt að koma stórum hluta Hitaveitu Suðurnesja í hendur einkaaðila og samstarfsaðila. Þessir aðilar, sem nú eignast þriðjungshlut í HS, eiga einnig ráðandi hlut í Fasteign hf. sem á og rekur allar fasteignir sveitarfélagsins og er áskrifandi að lánveitingum vegna allra byggingarframkvæmda, sem ráðist er í á vegum bæjarins. Svo eindreginn var Árni í þessu máli að þegar upp kom sú staða að önnur sveitarfélög sem hlut áttu í HS, voru ekki sammála honum, var þeim hótað með því að Reykjanesbær myndi beita handafli til þess að fá sínu framgengt. Reykjanesbær myndi nýta alla möguleika til kaupa á hlutafé í HS þar til 2/3 hlut yrði náð. Þá yrði samþykktum Hitaveitunnar breytt svo hægt yrði að selja einkaaðilum, eins og honum þóknaðist. Þessi hótun fór ekkert dult enda mátti lesa hana í fjölmiðlum í viðtölum við Árna.BrauðmolabinessFyrirtæki sem hefur burði og er tilbúið til að eyða fimmtán til tuttugu þúsund milljónum í eina fjárfestingu, munar að sjálfsögðu ekkert um að láta nokkra brauðmola falla hér og hvar, svo að smælingjarnir geti glaðst. Ennþá betra er, ef hægt er að setja slíkt í samninga, þannig að hægt sé að réttlæta samningsgerðina og láta pöpulinn hrópa húrra.En í raun er það þannig í þessu tilviki að Reykjanesbær greiðir þessa dúsu sjálfur, því samþykkt var að selja forkaupsréttarhlutinn til Geysis Green Energy á genginu 6,72 í stað 7,1 sem var það gengi sem önnur sveitarfélög seldu á. Þar varð Reykjanesbær af u.þ.b 150 milljónum króna.Þegar bæjarstjóri kynnti til sögunnar Geysi Green Energy fyrir nokkrum mánuðum síðan, vakti það almennt ánægju hér í sveitarfélaginu. Fyrirtækið ætlaði að staðsetja sig hér á svæðinu og hefja samstarf við aðila á ýmsum sviðum s.s Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangurinn með komu þess hingað, var hins vegar allt annar, eins og nú er komið í ljós. Það hefur nú fengist staðfest rétt einn ganginn, að setja verður fyrirvara við gjörðir bæjarstjórans og meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Það býr alltaf eitthvað undir þegar þessir aðilar eiga í hlut.Útrás orkufyrirtækja – á kostnað hverra?Haft hefur verið eftir forráðamönnum Geysis Green Energy, að Hitaveita Suðurnesja verði góður grunnur í þeirri útrás sem fyrirhuguð er af hálfu þessara aðila. Tilgangurinn með henni er að sjálfsögðu að ávaxta þá fjármuni sem í hana verða settir.En hlutirnir fara oft á annan veg en ætlað er og hvað gerist ef þessi útrás heppnast ekki? Verður Hitaveitan notuð sem veðsetningargrunnur fyrir útrás þessara aðila? Ætla fjárfestarnir sjálfir að taka skellinn ef miður fer eða verður Hitaveitan einnig notuð sem grunnur ef erlendar fjárfestingar þeirra bera ekki þann ávöxt sem að var stefnt. Hverjir verða þá látnir borga?Höfundur er oddviti A-listans í Reykjanesbæ.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun