Brýnt er að fjölga líffæragjöfum 17. júlí 2007 06:30 Talsverð umfjöllun hefur verið um líffæragjafir í fjölmiðlum upp á síðkastið og er það fagnaðarefni því þessu mikilvæga málefni hefur verið of lítill gaumur gefinn. Í umræðunni að undanförnu hefur örlað á þeim misskilningi að Íslendingar séu tregari til að gefa líffæri en flestar aðrar þjóðir. Staðreyndin er sú að fjöldi líffæragjafa á Íslandi er svipaður og í mörgum Evrópulöndum ef undan eru skilin Spánn, Austurríki og Belgía sem eru öðrum löndum fremri á þessu sviði. Þegar við berum okkur saman við önnur lönd er gagnlegt að líta á fjölda líffæragjafa á milljón íbúa. Á árunum 2004-2006 var fjöldi líffæragjafa á Íslandi 13,1 á milljón íbúa á ári að meðaltali og er það meiri fjöldi en í Danmörku en aðeins minni en í Noregi og Svíþjóð. Það er hins vegar rétt sem fram hefur komið að líffæragjafir eru alltof fátíðar hér á landi og deilum við því vandamáli með flestum öðrum þjóðum. Íslensk rannsókn sýndi að 40% aðstandenda látinna einstaklinga höfnuðu líffæragjöf. Þetta háa hlutfall neitunar er svipað því sem þekkist meðal margra annarra þjóða. Til þessa hefur verið unnt að mæta vel þörf íslenskra sjúklinga fyrir líffæraígræðslu, meðal annars vegna drjúgs framlags lifandi nýragjafa. Í framtíðinni má búast við aukinni þörf fyrir líffæri frá látnum gjöfum hér á landi. Því er brýnt að unnið verði að því að fjölga líffæragjöfum. Til að það megi takast þarf samstillt átak með áherslu á umræðu og fræðslu meðal almennings og þjálfun fagaðila sem gegna því erfiða hlutverki að óska eftir líffæragjöf. Einnig er mikilvægt að lögum um brottnám líffæra til ígræðslu verði breytt þannig að í stað ætlaðrar neitunar verði gert ráð fyrir ætluðu samþykki. Hér ættu að vera kjöraðstæður til að gera líffæragjöf að eðlilegum þætti tilverunnar þar sem íslenska þjóðin er fámenn, einsleit, vel upplýst og samheldin. Íslendingar búa við gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem býður upp á öll helstu meðferðarúrræði sem völ er á í baráttu við sjúkdóma, þar á meðal líffæraígræðslur. Þeir sem vilja þiggja ígræðslu líffæris þegar þörf krefur ættu jafnframt að vera reiðubúnir að gefa líffæri sín við andlát. Höfundur er yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Talsverð umfjöllun hefur verið um líffæragjafir í fjölmiðlum upp á síðkastið og er það fagnaðarefni því þessu mikilvæga málefni hefur verið of lítill gaumur gefinn. Í umræðunni að undanförnu hefur örlað á þeim misskilningi að Íslendingar séu tregari til að gefa líffæri en flestar aðrar þjóðir. Staðreyndin er sú að fjöldi líffæragjafa á Íslandi er svipaður og í mörgum Evrópulöndum ef undan eru skilin Spánn, Austurríki og Belgía sem eru öðrum löndum fremri á þessu sviði. Þegar við berum okkur saman við önnur lönd er gagnlegt að líta á fjölda líffæragjafa á milljón íbúa. Á árunum 2004-2006 var fjöldi líffæragjafa á Íslandi 13,1 á milljón íbúa á ári að meðaltali og er það meiri fjöldi en í Danmörku en aðeins minni en í Noregi og Svíþjóð. Það er hins vegar rétt sem fram hefur komið að líffæragjafir eru alltof fátíðar hér á landi og deilum við því vandamáli með flestum öðrum þjóðum. Íslensk rannsókn sýndi að 40% aðstandenda látinna einstaklinga höfnuðu líffæragjöf. Þetta háa hlutfall neitunar er svipað því sem þekkist meðal margra annarra þjóða. Til þessa hefur verið unnt að mæta vel þörf íslenskra sjúklinga fyrir líffæraígræðslu, meðal annars vegna drjúgs framlags lifandi nýragjafa. Í framtíðinni má búast við aukinni þörf fyrir líffæri frá látnum gjöfum hér á landi. Því er brýnt að unnið verði að því að fjölga líffæragjöfum. Til að það megi takast þarf samstillt átak með áherslu á umræðu og fræðslu meðal almennings og þjálfun fagaðila sem gegna því erfiða hlutverki að óska eftir líffæragjöf. Einnig er mikilvægt að lögum um brottnám líffæra til ígræðslu verði breytt þannig að í stað ætlaðrar neitunar verði gert ráð fyrir ætluðu samþykki. Hér ættu að vera kjöraðstæður til að gera líffæragjöf að eðlilegum þætti tilverunnar þar sem íslenska þjóðin er fámenn, einsleit, vel upplýst og samheldin. Íslendingar búa við gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem býður upp á öll helstu meðferðarúrræði sem völ er á í baráttu við sjúkdóma, þar á meðal líffæraígræðslur. Þeir sem vilja þiggja ígræðslu líffæris þegar þörf krefur ættu jafnframt að vera reiðubúnir að gefa líffæri sín við andlát. Höfundur er yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun