Ekki einkavæða Íbúðalánasjóð 13. júlí 2007 06:00 Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hér fyrir skömmu að gera úttekt á íslensku efnahagslífi. Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkisfjármálin hér og talið þörf á auknu aðhaldi þar. Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verðbólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar. En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina. Sjóðurinn hefur lagt til, að Íbúðalánasjóður væri einkavæddur og sagt, að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna. Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál. Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir nýlega, að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frekleg íhlutun um innanlandsmál. Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort Íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 prósenta lánum til húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóður segir, að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönkunum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána. Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabankanum. Ekki kemur til greina að mínu mati, að einkavæða Íbúðalánasjóð. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamál ríkisstarfsmanna er innanlandsmál hér sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af. Íslensku bankarnir hafa lengi rennt hýru auga til Íbúðalánasjóðs. Þeir hafa viljað fá starfsemi Íbúðalánasjóðs inn í bankana, alla eða að hluta til. Síðustu misserin hafa bankarnir barist fyrir því, að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heildsölubanka og afgreiðsla íbúðalána yrði flutt í bankana. Bankarnir hugsa þetta vafalaust sem fyrsta skrefið á þeirri braut að klófesta Íbúðalánasjóð alveg. Ég er algerlega andvígur þessari breytingu. Ég tel, að starfsemi sjóðsins eigi að vera óbreytt. Ég tel víst, að vextir mundu strax hækka á íbúðalánum, ef sjóðurinn yrði fluttur í bankana. Íbúðalánasjóður hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri. Og sjálfsagt er farsælast að viðhalda þeirri samkeppni íbúðalána, sem er í dag milli bankanna og Íbúðalánasjóðs. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hér fyrir skömmu að gera úttekt á íslensku efnahagslífi. Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkisfjármálin hér og talið þörf á auknu aðhaldi þar. Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verðbólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar. En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina. Sjóðurinn hefur lagt til, að Íbúðalánasjóður væri einkavæddur og sagt, að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna. Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál. Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir nýlega, að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frekleg íhlutun um innanlandsmál. Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort Íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 prósenta lánum til húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóður segir, að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönkunum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána. Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabankanum. Ekki kemur til greina að mínu mati, að einkavæða Íbúðalánasjóð. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamál ríkisstarfsmanna er innanlandsmál hér sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af. Íslensku bankarnir hafa lengi rennt hýru auga til Íbúðalánasjóðs. Þeir hafa viljað fá starfsemi Íbúðalánasjóðs inn í bankana, alla eða að hluta til. Síðustu misserin hafa bankarnir barist fyrir því, að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heildsölubanka og afgreiðsla íbúðalána yrði flutt í bankana. Bankarnir hugsa þetta vafalaust sem fyrsta skrefið á þeirri braut að klófesta Íbúðalánasjóð alveg. Ég er algerlega andvígur þessari breytingu. Ég tel, að starfsemi sjóðsins eigi að vera óbreytt. Ég tel víst, að vextir mundu strax hækka á íbúðalánum, ef sjóðurinn yrði fluttur í bankana. Íbúðalánasjóður hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri. Og sjálfsagt er farsælast að viðhalda þeirri samkeppni íbúðalána, sem er í dag milli bankanna og Íbúðalánasjóðs. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun