Ekki einkavæða Íbúðalánasjóð 13. júlí 2007 06:00 Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hér fyrir skömmu að gera úttekt á íslensku efnahagslífi. Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkisfjármálin hér og talið þörf á auknu aðhaldi þar. Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verðbólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar. En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina. Sjóðurinn hefur lagt til, að Íbúðalánasjóður væri einkavæddur og sagt, að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna. Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál. Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir nýlega, að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frekleg íhlutun um innanlandsmál. Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort Íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 prósenta lánum til húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóður segir, að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönkunum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána. Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabankanum. Ekki kemur til greina að mínu mati, að einkavæða Íbúðalánasjóð. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamál ríkisstarfsmanna er innanlandsmál hér sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af. Íslensku bankarnir hafa lengi rennt hýru auga til Íbúðalánasjóðs. Þeir hafa viljað fá starfsemi Íbúðalánasjóðs inn í bankana, alla eða að hluta til. Síðustu misserin hafa bankarnir barist fyrir því, að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heildsölubanka og afgreiðsla íbúðalána yrði flutt í bankana. Bankarnir hugsa þetta vafalaust sem fyrsta skrefið á þeirri braut að klófesta Íbúðalánasjóð alveg. Ég er algerlega andvígur þessari breytingu. Ég tel, að starfsemi sjóðsins eigi að vera óbreytt. Ég tel víst, að vextir mundu strax hækka á íbúðalánum, ef sjóðurinn yrði fluttur í bankana. Íbúðalánasjóður hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri. Og sjálfsagt er farsælast að viðhalda þeirri samkeppni íbúðalána, sem er í dag milli bankanna og Íbúðalánasjóðs. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hér fyrir skömmu að gera úttekt á íslensku efnahagslífi. Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkisfjármálin hér og talið þörf á auknu aðhaldi þar. Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verðbólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar. En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina. Sjóðurinn hefur lagt til, að Íbúðalánasjóður væri einkavæddur og sagt, að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna. Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál. Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir nýlega, að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frekleg íhlutun um innanlandsmál. Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort Íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 prósenta lánum til húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóður segir, að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönkunum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána. Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabankanum. Ekki kemur til greina að mínu mati, að einkavæða Íbúðalánasjóð. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamál ríkisstarfsmanna er innanlandsmál hér sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af. Íslensku bankarnir hafa lengi rennt hýru auga til Íbúðalánasjóðs. Þeir hafa viljað fá starfsemi Íbúðalánasjóðs inn í bankana, alla eða að hluta til. Síðustu misserin hafa bankarnir barist fyrir því, að Íbúðalánasjóði yrði breytt í heildsölubanka og afgreiðsla íbúðalána yrði flutt í bankana. Bankarnir hugsa þetta vafalaust sem fyrsta skrefið á þeirri braut að klófesta Íbúðalánasjóð alveg. Ég er algerlega andvígur þessari breytingu. Ég tel, að starfsemi sjóðsins eigi að vera óbreytt. Ég tel víst, að vextir mundu strax hækka á íbúðalánum, ef sjóðurinn yrði fluttur í bankana. Íbúðalánasjóður hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri. Og sjálfsagt er farsælast að viðhalda þeirri samkeppni íbúðalána, sem er í dag milli bankanna og Íbúðalánasjóðs. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun