Ráðherra stóreykur hættuna 11. júlí 2007 07:30 Í tilkynningu sem Neytendastofa birti síðastliðin vetur stóð m.a.: „Neytendastofa benti utanríkisráðuneytinu á síðasta ári á að raforkukerfi, raflagnir og rafbúnaður á varnarsvæðinu væru ekki í samræmi við íslensk lög og reglur á rafmagnssviði. Í framhaldi af því var haldinn sameiginlegur fundur með Þróunarfélaginu, utanríkisráðuneytinu og Neytendastofu. Í úttekt Neytendastofu á raflögnum og rafbúnaði svæðisins kom í ljós að rafmagnskerfi á svæðinu uppfyllir ekki íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði. Rafföng, s.s. rofar og tenglar, kælar/frystar, heimilistæki o.þ.h. uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru vegna öryggiskrafna á EES-svæðinu, þ.m.t. á Íslandi og öll sala, leiga eða önnur afhending þeirra því óheimil. Stofnunin telur því ekki ásættanlegt að húseignir á svæðinu verði teknar í notkun fyrr en raflagnir þeirra, þ.m.t. rafmagnstöflur og annar rafbúnaður, hafa verið færðar til samræmis við íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði." Það er óheimilt að veita undanþágur frá þessum reglum og eru bráðabirgðalög viðskiptaráðherra ómerk að mati Rafiðnaðarsambands Íslands. Lögfræðingar þess munu kanna það. Það er verið að spila með öryggi hinna ungu fjölskyldna. Þróunarfélagið skapaði ástandið vísvitandi með því að auglýsa og kynna íbúðirnar með ólöglegum rafbúnaði. Það er ekki nóg að setja lekaliða á hluta rafkerfisins, heldur þarf að skipta um allar töflur, raflagnir og öll raftæki. Ráðherra hefur aukið slysahættuna verulega með því að láta bæði kerfin starfa samtímis. Fyrirsláttur viðskiptaráðherra um að hann hafi ráðið sérfræðing sem hafi starfað í liðlega 30 ár á Keflavíkurflugvelli til þess að setja upp lekaliða stenst ekki, hann þekkir líklega takmarkað núverandi reglugerðir og þann rafbúnað sem í gildi er hér á landi. Vitanlega hefði verið eðlilegra að ráða fagstofur sem starfa í núverandi umhverfi að setja upp áætlun fyrir ári síðan hvernig standa ætti að endurnýjun íbúðanna og taka þær síðan í notkun. Nú þarf fólkið að flytja út á meðan verið er að laga rafkerfin. Viðskiptaráðherra setur viðskiptahagsmuni ofar öryggi hinna 350 fjölskyldna. Hans hlutverk er að sjá til þess að farið sé að þeim reglum sem í gildi eru. Ráðherra getur ekki sett bráðabirgðalög sem undanskilja tiltekna gæðinga og tiltekin hús frá gildandi rafmagns- og byggingareglugerðum. Vinnubrögð viðskiptaráðherra eru ófagleg og stórhættuleg. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í tilkynningu sem Neytendastofa birti síðastliðin vetur stóð m.a.: „Neytendastofa benti utanríkisráðuneytinu á síðasta ári á að raforkukerfi, raflagnir og rafbúnaður á varnarsvæðinu væru ekki í samræmi við íslensk lög og reglur á rafmagnssviði. Í framhaldi af því var haldinn sameiginlegur fundur með Þróunarfélaginu, utanríkisráðuneytinu og Neytendastofu. Í úttekt Neytendastofu á raflögnum og rafbúnaði svæðisins kom í ljós að rafmagnskerfi á svæðinu uppfyllir ekki íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði. Rafföng, s.s. rofar og tenglar, kælar/frystar, heimilistæki o.þ.h. uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru vegna öryggiskrafna á EES-svæðinu, þ.m.t. á Íslandi og öll sala, leiga eða önnur afhending þeirra því óheimil. Stofnunin telur því ekki ásættanlegt að húseignir á svæðinu verði teknar í notkun fyrr en raflagnir þeirra, þ.m.t. rafmagnstöflur og annar rafbúnaður, hafa verið færðar til samræmis við íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði." Það er óheimilt að veita undanþágur frá þessum reglum og eru bráðabirgðalög viðskiptaráðherra ómerk að mati Rafiðnaðarsambands Íslands. Lögfræðingar þess munu kanna það. Það er verið að spila með öryggi hinna ungu fjölskyldna. Þróunarfélagið skapaði ástandið vísvitandi með því að auglýsa og kynna íbúðirnar með ólöglegum rafbúnaði. Það er ekki nóg að setja lekaliða á hluta rafkerfisins, heldur þarf að skipta um allar töflur, raflagnir og öll raftæki. Ráðherra hefur aukið slysahættuna verulega með því að láta bæði kerfin starfa samtímis. Fyrirsláttur viðskiptaráðherra um að hann hafi ráðið sérfræðing sem hafi starfað í liðlega 30 ár á Keflavíkurflugvelli til þess að setja upp lekaliða stenst ekki, hann þekkir líklega takmarkað núverandi reglugerðir og þann rafbúnað sem í gildi er hér á landi. Vitanlega hefði verið eðlilegra að ráða fagstofur sem starfa í núverandi umhverfi að setja upp áætlun fyrir ári síðan hvernig standa ætti að endurnýjun íbúðanna og taka þær síðan í notkun. Nú þarf fólkið að flytja út á meðan verið er að laga rafkerfin. Viðskiptaráðherra setur viðskiptahagsmuni ofar öryggi hinna 350 fjölskyldna. Hans hlutverk er að sjá til þess að farið sé að þeim reglum sem í gildi eru. Ráðherra getur ekki sett bráðabirgðalög sem undanskilja tiltekna gæðinga og tiltekin hús frá gildandi rafmagns- og byggingareglugerðum. Vinnubrögð viðskiptaráðherra eru ófagleg og stórhættuleg. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun