Hleypur í fyrsta skipti í tuttugu ár 6. júlí 2007 02:15 Fimm íslenskir stoðtækjanotendur fengu í gær háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. til að auðvelda þeim að hreyfa sig reglulega og njóta lífsins betur. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri segir að gríðarleg þróun hafi verið á hlaupafótum síðustu árin. Efnið er úr koltrefjar með sérstakri lögun og valið fyrir hvern og einn einstakling og hvað hann hugsar sér að gera. „Það má kannski geta þess að Tryggingastofnun greiðir ekki hjálpartæki til íþróttaiðkana,“ segir Lárus. „Fulltrúar frá stofnuninni voru hér í dag og sýndu þessu gríðarlegan áhuga. Það er ljóst að hreyfing og þjálfun kemur í veg fyrir aðra sjúkdóma. Aflimun einhvers háttar eykur hættu á sykursýki og æðasjúkdómum því hreyfing minnkar mjög í kjölfarið. Þetta er gríðarleg skerðing á lífsgæðum, ég tala ekki um fyrir ungt fólk sem er vant íþróttum.“ Guðmundur Ólafsson var einn af þeim sem fengu hlaupafæturna og var hæstánægður með þá. „Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem ég hleyp. Ég er búinn að æfa mig í nokkra tíma og þetta gengur frábærlega. Það er eins og ég hafi lent í lukkupotti. Ég er aðstoðarþjálfari Fjölnis í fótbolta og nú þýðir ekkert fyrir strákana að kalla Gummi og hlaupa svo í burtu. Ég get náð þeim núna,“ sagði hann í léttum dúr. Tækni Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fimm íslenskir stoðtækjanotendur fengu í gær háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. til að auðvelda þeim að hreyfa sig reglulega og njóta lífsins betur. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri segir að gríðarleg þróun hafi verið á hlaupafótum síðustu árin. Efnið er úr koltrefjar með sérstakri lögun og valið fyrir hvern og einn einstakling og hvað hann hugsar sér að gera. „Það má kannski geta þess að Tryggingastofnun greiðir ekki hjálpartæki til íþróttaiðkana,“ segir Lárus. „Fulltrúar frá stofnuninni voru hér í dag og sýndu þessu gríðarlegan áhuga. Það er ljóst að hreyfing og þjálfun kemur í veg fyrir aðra sjúkdóma. Aflimun einhvers háttar eykur hættu á sykursýki og æðasjúkdómum því hreyfing minnkar mjög í kjölfarið. Þetta er gríðarleg skerðing á lífsgæðum, ég tala ekki um fyrir ungt fólk sem er vant íþróttum.“ Guðmundur Ólafsson var einn af þeim sem fengu hlaupafæturna og var hæstánægður með þá. „Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem ég hleyp. Ég er búinn að æfa mig í nokkra tíma og þetta gengur frábærlega. Það er eins og ég hafi lent í lukkupotti. Ég er aðstoðarþjálfari Fjölnis í fótbolta og nú þýðir ekkert fyrir strákana að kalla Gummi og hlaupa svo í burtu. Ég get náð þeim núna,“ sagði hann í léttum dúr.
Tækni Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira