Að umreikna gráður í krónur Sigurjón Þórðarson skrifar 30. júní 2007 07:00 Hagfræðingarnir í HÍ eru að eigin mati gríðarlega klókir í líffræði og þá munar ekkert um að breyta mögulegu hækkuðu hitastigi andrúmsloftsins um örfáar gráður í framtíðinni í hundruða milljóna tap fyrir þjóðarbúið. Árið 2004 reiknaði Ragnar Árnason að þjóðarbúið tapaði 800 milljónum króna á gróðurhúsaáhrifum sem hækka hitastigið einhvern tímann í framtíðinni. Nú reikna sömu snillingar út nýjan sannleika sem felur í sér að þjóðarbúið græði gríðarlega á að hætta þorskveiðum í nokkur ár. Þessi speki byggir að miklu leyti á því að þeim mun stærri sem hrygningarstofninn er eigi hann að gefa af sér hlutfallslega meiri nýliðun. Það er auðvitað auðskilið hjá hagfræðingunum þar sem vitað er að eftir því sem summa manna á bankabók er stærri er hægt að semja um hærri vexti af inneigninni. Í raunveruleikanum hefur ekki verið hægt að sjá fylgni með aukinni nýliðun og stærri hrygningarstofni og það benti Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur nýlega á. Ef þessi líffræði sem Hagfræðistofnun byggir á væri rétt væri hægt að ganga þurrum fótum á fiskitorfu heimsálfa á milli þar sem meiri fiskur gefur af sér enn meiri fisk. Raunveruleikinn er samt ekki þessi enda stangast þessir útreikningar á við alla viðtekna vistfræði. Núverandi sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson hefur einhverra hluta vegna haft sjálfstraust til þess að fara yfir galnar forsendur allra þessara útreikninga og fara skipulega yfir rök þeirra sem hafa gagnrýnt málefnalega forsendur núverandi fiskveiðistjórnar. Staðreyndin er sú að ekki einni krónu úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins hefur verið varið til þess að styðja við rannsóknir sem gætu varpað rýrð á aðferðafræði Hafró. Þær rannsóknir sem hafa fengið styrk snerta umdeilda veiðiráðgjöf lítið sem ekki neitt, s.s. rannsóknir á töskukrabba, erfðafræði leturhumars, sæbjúgum og útbreiðslu á beitukóngi. Íslenska þjóðin og hvað þá Vestfirðingar hljóta að gera þá kröfu að ráðherrann fari gaumgæfilega yfir öll rök þegar hann tekur ákvörðun um hvernig veiðum skal háttað á næsta fiskveiðiári. Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Hagfræðingarnir í HÍ eru að eigin mati gríðarlega klókir í líffræði og þá munar ekkert um að breyta mögulegu hækkuðu hitastigi andrúmsloftsins um örfáar gráður í framtíðinni í hundruða milljóna tap fyrir þjóðarbúið. Árið 2004 reiknaði Ragnar Árnason að þjóðarbúið tapaði 800 milljónum króna á gróðurhúsaáhrifum sem hækka hitastigið einhvern tímann í framtíðinni. Nú reikna sömu snillingar út nýjan sannleika sem felur í sér að þjóðarbúið græði gríðarlega á að hætta þorskveiðum í nokkur ár. Þessi speki byggir að miklu leyti á því að þeim mun stærri sem hrygningarstofninn er eigi hann að gefa af sér hlutfallslega meiri nýliðun. Það er auðvitað auðskilið hjá hagfræðingunum þar sem vitað er að eftir því sem summa manna á bankabók er stærri er hægt að semja um hærri vexti af inneigninni. Í raunveruleikanum hefur ekki verið hægt að sjá fylgni með aukinni nýliðun og stærri hrygningarstofni og það benti Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur nýlega á. Ef þessi líffræði sem Hagfræðistofnun byggir á væri rétt væri hægt að ganga þurrum fótum á fiskitorfu heimsálfa á milli þar sem meiri fiskur gefur af sér enn meiri fisk. Raunveruleikinn er samt ekki þessi enda stangast þessir útreikningar á við alla viðtekna vistfræði. Núverandi sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson hefur einhverra hluta vegna haft sjálfstraust til þess að fara yfir galnar forsendur allra þessara útreikninga og fara skipulega yfir rök þeirra sem hafa gagnrýnt málefnalega forsendur núverandi fiskveiðistjórnar. Staðreyndin er sú að ekki einni krónu úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins hefur verið varið til þess að styðja við rannsóknir sem gætu varpað rýrð á aðferðafræði Hafró. Þær rannsóknir sem hafa fengið styrk snerta umdeilda veiðiráðgjöf lítið sem ekki neitt, s.s. rannsóknir á töskukrabba, erfðafræði leturhumars, sæbjúgum og útbreiðslu á beitukóngi. Íslenska þjóðin og hvað þá Vestfirðingar hljóta að gera þá kröfu að ráðherrann fari gaumgæfilega yfir öll rök þegar hann tekur ákvörðun um hvernig veiðum skal háttað á næsta fiskveiðiári. Höfundur er líffræðingur.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun