Samstarf sem allir hagnast á 27. júní 2007 03:15 Samningur Alþjóðahússins við Landsbankann hljóðar upp á tíu milljónir króna. Það er nóg til að tryggja rekstur Alþjóðahússins út árið 2007. Samningurinn tekur auk þess til samstarfs á hinum ýmsu sviðum. Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. Meðal þess sem samstarfið felur í sér er að innflytjendum mun bjóðast ókeypis íslenskukennsla á sérstökum námskeiðum hjá Landsbankanum. Þar verður fræðslu um fjármál og íslensku fléttað saman. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir þessa blöndu spennandi kost fyrir innflytjendur. „Landsbankinn hefur lengi boðið viðskiptavinum sínum upp á fjármálanámskeið. Til að hafa forsendur til að fara á slíkt námskeið þarf þó að kunna svolitla íslensku. Við munum aðstoða Landsbankann við að breyta námsefninu og gera það aðgengilegra svo hægt sé að kenna það þeim sem kunna takmarkaða íslensku." Hann segir að námskeiðin verði opin öllum innflytjendum, hvort sem þeir eru í viðskiptum við Landsbankann eða ekki. Bankinn muni þó augljóslega miða sitt markaðsstarf við sína viðskiptavini. Í samstarfinu felst einnig að starfsmenn Landsbankans sem starfa í framlínunni munu fá fræðslu frá Alþjóðahúsinu um þjónustu í fjölmenningarumhverfi. „Þetta vonumst við til að hafi jákvæð áhrif á viðmót starfsmanna," segir Einar. Á dagskrá Alþjóðahússins í sumar er einnig að leiðbeina knattspyrnuþjálfurum yngri flokka í menningarfærni. Starfsmenn Alþjóðahússins munu leiðbeina þjálfurum hvernig best er að þjálfa börn af ólíkum uppruna, meðal annars svo þeir geri sér grein fyrir ólíkri félagslegri stöðu barnanna. „Við höfum það sérstaklega í huga að hafa fyrirbyggjandi áhrif. Þjálfarar þyrftu að vita hvað gæti verið að hrærast í hugum þessara barna. Á hvaða hátt þeirra reynsluheimur gæti verið ólíkur því sem sem gerist í hugum barna sem alin eru upp á Íslandi." Landsbankinn mun styðja við þessi námskeið. Þá mun hann einnig gerast sérstakur bakhjarl viðurkenningar Alþjóðahússins sem veitt er árlega. Hún verður því hér eftir nefnd eftir Thor Jensen. Viðurkenningin er þríþætt. Hún er veitt til stofnunar, félags eða fyrirtækis, einstaklings af innlendum uppruna sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna innflytjenda og loks til innflytjanda sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna samfélagsins. Alþjóðahúsið er einkahlutafélag. Fjögur sveitarfélög hafa þjónustusamning við Alþjóðahúsið: Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes. Í fyrra skar Reykjavíkurborg sín framlög til Alþjóðahússins niður um tíu milljónir króna fyrir árið 2007. Styrkur Landsbankans nemur einmitt þeirri upphæð. Það segir Einar ekki hafa verið með beinum vilja gert. „Þetta er bara skemmtileg tilviljun!" Viðskipti Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. Meðal þess sem samstarfið felur í sér er að innflytjendum mun bjóðast ókeypis íslenskukennsla á sérstökum námskeiðum hjá Landsbankanum. Þar verður fræðslu um fjármál og íslensku fléttað saman. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir þessa blöndu spennandi kost fyrir innflytjendur. „Landsbankinn hefur lengi boðið viðskiptavinum sínum upp á fjármálanámskeið. Til að hafa forsendur til að fara á slíkt námskeið þarf þó að kunna svolitla íslensku. Við munum aðstoða Landsbankann við að breyta námsefninu og gera það aðgengilegra svo hægt sé að kenna það þeim sem kunna takmarkaða íslensku." Hann segir að námskeiðin verði opin öllum innflytjendum, hvort sem þeir eru í viðskiptum við Landsbankann eða ekki. Bankinn muni þó augljóslega miða sitt markaðsstarf við sína viðskiptavini. Í samstarfinu felst einnig að starfsmenn Landsbankans sem starfa í framlínunni munu fá fræðslu frá Alþjóðahúsinu um þjónustu í fjölmenningarumhverfi. „Þetta vonumst við til að hafi jákvæð áhrif á viðmót starfsmanna," segir Einar. Á dagskrá Alþjóðahússins í sumar er einnig að leiðbeina knattspyrnuþjálfurum yngri flokka í menningarfærni. Starfsmenn Alþjóðahússins munu leiðbeina þjálfurum hvernig best er að þjálfa börn af ólíkum uppruna, meðal annars svo þeir geri sér grein fyrir ólíkri félagslegri stöðu barnanna. „Við höfum það sérstaklega í huga að hafa fyrirbyggjandi áhrif. Þjálfarar þyrftu að vita hvað gæti verið að hrærast í hugum þessara barna. Á hvaða hátt þeirra reynsluheimur gæti verið ólíkur því sem sem gerist í hugum barna sem alin eru upp á Íslandi." Landsbankinn mun styðja við þessi námskeið. Þá mun hann einnig gerast sérstakur bakhjarl viðurkenningar Alþjóðahússins sem veitt er árlega. Hún verður því hér eftir nefnd eftir Thor Jensen. Viðurkenningin er þríþætt. Hún er veitt til stofnunar, félags eða fyrirtækis, einstaklings af innlendum uppruna sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna innflytjenda og loks til innflytjanda sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna samfélagsins. Alþjóðahúsið er einkahlutafélag. Fjögur sveitarfélög hafa þjónustusamning við Alþjóðahúsið: Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes. Í fyrra skar Reykjavíkurborg sín framlög til Alþjóðahússins niður um tíu milljónir króna fyrir árið 2007. Styrkur Landsbankans nemur einmitt þeirri upphæð. Það segir Einar ekki hafa verið með beinum vilja gert. „Þetta er bara skemmtileg tilviljun!"
Viðskipti Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira