Fimm félög á yfir þrjú hundruð milljarða 27. júní 2007 02:00 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Í fyrsta skipti eru fimm fyrirtæki í Kauphöll Íslands metin á þrjú hundruð milljarða króna eða meira. Fyrirtækin eru fjármálafyrirtækin Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Exista og samheitalyfjafyrirtækið Actavis sem datt inn í þennan hóp eftir að Novator hækkaði yfirtökutilboð sitt í félagið. Átta stærstu félögin í Kauphöllinni eru alls metin á tæpa þrjú þúsund milljarða króna. Athygli vekur að mikil aukning markaðsvirðis á árinu er fremur að þakka miklum gengishækkunum en aukningu hlutafjár. Úrvalsvísitalan stendur nú í methæðum í tæpum 8.300 stigum, sem er ríflega 29 prósenta hækkun frá áramótum, en fjármálafyrirtæki hafa dregið vagninn á árinu. Markaðsvirði þriggja félaga hefur aukist um 100 milljarða króna frá áramótum. Þetta eru Kaupþing, Exista og Landsbankinn. Glitnir bankar svo á dyrnar. Frá áramótum hefur markaðsvirði viðskiptabankanna aukist um þriðjung; 431 milljarð króna sem er um þriðjungur af vergri landsframleiðslu Íslands. Aukingin er enn þá meiri ef litið er rúmt eitt ár aftur í tímann, um 730 milljarðar króna. Kaupþing, sem var eina fyrirtækið sem komst yfir 300 milljarða króna múrinn fyrir ári síðan, er langverðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni. Markaðsvirði bankans stóð í 825 milljörðum í byrjun vikunnar. Glitnir og Landsbankinn fylgja þar í humátt á eftir í sætum tvö og þrjú en bankarnir eru komnir vel yfir 400 milljarða króna. Landsbankinn hefur hækkað gríðarlega frá áramótum, eða um 44 prósent, en Glitnir þó minna. Hluti af verðmætaaukningu Glitnis er kominn til vegna aukningar hlutafjár. Ekkert þessara félaga hefur hækkað meira en Exista. Gengi félagsins hefur rokið upp um fimmtíu prósent á árinu. Félagið jók einnig hlutafé sitt eftir kaupin á yfir fimmtán prósenta hlut í Sampo Group í Finnlandi. Viðskipti Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Í fyrsta skipti eru fimm fyrirtæki í Kauphöll Íslands metin á þrjú hundruð milljarða króna eða meira. Fyrirtækin eru fjármálafyrirtækin Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Exista og samheitalyfjafyrirtækið Actavis sem datt inn í þennan hóp eftir að Novator hækkaði yfirtökutilboð sitt í félagið. Átta stærstu félögin í Kauphöllinni eru alls metin á tæpa þrjú þúsund milljarða króna. Athygli vekur að mikil aukning markaðsvirðis á árinu er fremur að þakka miklum gengishækkunum en aukningu hlutafjár. Úrvalsvísitalan stendur nú í methæðum í tæpum 8.300 stigum, sem er ríflega 29 prósenta hækkun frá áramótum, en fjármálafyrirtæki hafa dregið vagninn á árinu. Markaðsvirði þriggja félaga hefur aukist um 100 milljarða króna frá áramótum. Þetta eru Kaupþing, Exista og Landsbankinn. Glitnir bankar svo á dyrnar. Frá áramótum hefur markaðsvirði viðskiptabankanna aukist um þriðjung; 431 milljarð króna sem er um þriðjungur af vergri landsframleiðslu Íslands. Aukingin er enn þá meiri ef litið er rúmt eitt ár aftur í tímann, um 730 milljarðar króna. Kaupþing, sem var eina fyrirtækið sem komst yfir 300 milljarða króna múrinn fyrir ári síðan, er langverðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni. Markaðsvirði bankans stóð í 825 milljörðum í byrjun vikunnar. Glitnir og Landsbankinn fylgja þar í humátt á eftir í sætum tvö og þrjú en bankarnir eru komnir vel yfir 400 milljarða króna. Landsbankinn hefur hækkað gríðarlega frá áramótum, eða um 44 prósent, en Glitnir þó minna. Hluti af verðmætaaukningu Glitnis er kominn til vegna aukningar hlutafjár. Ekkert þessara félaga hefur hækkað meira en Exista. Gengi félagsins hefur rokið upp um fimmtíu prósent á árinu. Félagið jók einnig hlutafé sitt eftir kaupin á yfir fimmtán prósenta hlut í Sampo Group í Finnlandi.
Viðskipti Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira