Akstur er dauðans alvara 27. júní 2007 07:00 Fyrstu mánuðir þessa árs lofa ekki góðu ef skoðuð er þróun alvarlegra umferðarslysa sem hafa tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Nú er verið að leggja síðustu hönd á skýrlu Rannsóknarnefndar umferðarslysa og hef ég fyrir satt að fjölmörg dauðaslys í umferðinni á síðasta ári megi beinlínis rekja til ofsaaksturs eða of mikils hraða miðað við aðstæður. Ég hef stundum haldið því fram, við misgóðar undirtektir, að til séu hraðafíklar hér á landi. Það hugtak skilgreini ég sem svo að viðkomandi einstaklingar séu háðir þeirri spennu sem felst í því að aka hratt, hvert sem ökutækið kann að vera. Slíkir einstaklingar eru mjög hættulegir öðrum vegfarendum og ættu viðurlög við ofsaakstri í umferðinni að vera mun strangari en nú þekkist. Þegar slíkur akstur leiðir af sér örkuml eða dauða er varla hægt að tala um slys. Slíkur glæpur getur ekki talist annað en tilræði við saklausa borgara og ætti refsing að vera samkvæmt því. Almenn hegningarlög geyma ákvæði sem taka á slíkum ökuníðingum og ætti að beita þeim lagaákvæðum skilyrðislaust í slíkum tilfellum. Afbrot sem eiga sér stað með fulltingi ökutækis eru oft ekki eins hart dæmd og önnur afbrot í samfélaginu. Ofsaakstur er því jafn alvarlegt brot og ofbeldisbrot, ef aksturinn leiðir af sér líkamstjón. Þar gildir einu hvort notað er löglegt samgöngutæki eða annað tæki til verknaðarins.Gleði og uggur í brjósi.Það sem af er þessu ári hafa tveir látist af völdum umferðarslysa á Íslandi. Sú tala er mun lægri en á sama tíma undanfarin ár en segir þó engan veginn alla söguna, eins og tölur yfir mikið slasaða sanna. Oft er það tilviljun ein hvoru megin móðu fórnarlömbin lenda og í mörgum tilfellum fylgir ævilöng fötlun í formi heila- og/eða mænuskaða.Ég bæði gleðst og á sama tíma setur að mér ugg þegar ég ek framhjá klesstu bílunum á Hellisheiði og sé töluna 2 yfir þá sem látist hafa í umferðinni það sem af er árinu; gleði vegna þess að ekki hafi fleiri látist en uggurinn vakir í brjósti mér þegar ég hugsa til meðaltalsfjölda látinna undanfarin ár sem er því miður nálægt 24. Það segir mér að líkur eru á fleiri banaslysum í umferðinni á þessu ári. En það er fráleitt nokkuð náttúrulögmál að banaslysin og önnur alvarleg slys í umferðinni þurfi alltaf að vera nálægt meðaltalinu. Því getum við sannarlega breytt með því að líta í eigin barm, aka á skynsamlegum hraða, aldrei undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og alltaf með öryggisbúnað spenntan í bílnum. Ef við hefðum aðeins þessar þrjár gullnu reglur í huga í umferðinni, myndi alvarlegum slysum fækka um 90%! Það þarf ekki meira til. Almennir vegfarendur verða einnig að vera vel á verði gagnvart lögbrjótum umferðarinnar og tilkynna skilyrðislaust til löglunnar ef þeir verða varir við greinilegt tilræði við saklaust fólk í formi ofsa- eða ölvunaraksturs.Þyrlulöggæsla gegn ökuníðingum.Nú er árið hálfnað og enn eru stærstu ferðahelgar ársins framundan. Kraftmiklum bílum og vélhjólum hefur fjölgað mikið í umferðinni og því miður er ofsaakstur alltof áberandi. Um það geta allir vitnað sem eiga leið um þjóðvegina. Til þess að sporna við slíkum glæpum, því glæpi við ég kalla það, þarf að koma til öflug umferðarlöggæsla og það ekki einungis á jörðu niðri, heldur líka úr lofti; þ.e. úr þyrlu. Reynsla af þyrlulöggæslu lögreglu og Landhelgisgæslu árið 1993 var mjög góð og nýttist vel til hraðamælinga úr lofti. Þyrlan gefur möguleika á að fylgja ökuníðingum eftir án þess að þeir verði þess varir og taka háttsemi þeirra upp á myndband að auki. Þannig er dregið úr hættunni sem felst í eftirför lögreglu auk þess sem hægt er að fylgjast með umferðarlagabrotum sem eiga sér stað utan alfaraleiða, t.d. ölvunarakstri í óbyggðum og náttúruspjöllum af völdum ökutækja. Á þessu eina ári sem tilraunaverkefni lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar stóð yfir, tókst m.a. að uppræta ólöglegan akstur léttra bifhjóla um göngu- og reiðstíga í úthverfum á höfuðborgarsvæðinu. Erfitt reyndist að hafa hendur í hári þeirra þeystust eftir þessum stígum og eftirför lögreglu á venjulegum ökurækjum, var nánast vonlaus. Úr þyrlunni gátu lögreglumenn fylgst með ferðum hjólanna heim að tilteknum húsum og síðan voru eigendur heimsóttir síðar og þeir, eða forráðamenn þeirra, látnir sæta ábyrgð. Nú er lag. Göngum áfram í takt við hjúkrunarfræðingana sem áttu frumkvæðið að áhrifaríkri og fjölmennri göngu gegn slysum í gær. Verum minnug þess að akstur er dauðans alvara. Höfundur er forvarnarfulltrúi VÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Fyrstu mánuðir þessa árs lofa ekki góðu ef skoðuð er þróun alvarlegra umferðarslysa sem hafa tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Nú er verið að leggja síðustu hönd á skýrlu Rannsóknarnefndar umferðarslysa og hef ég fyrir satt að fjölmörg dauðaslys í umferðinni á síðasta ári megi beinlínis rekja til ofsaaksturs eða of mikils hraða miðað við aðstæður. Ég hef stundum haldið því fram, við misgóðar undirtektir, að til séu hraðafíklar hér á landi. Það hugtak skilgreini ég sem svo að viðkomandi einstaklingar séu háðir þeirri spennu sem felst í því að aka hratt, hvert sem ökutækið kann að vera. Slíkir einstaklingar eru mjög hættulegir öðrum vegfarendum og ættu viðurlög við ofsaakstri í umferðinni að vera mun strangari en nú þekkist. Þegar slíkur akstur leiðir af sér örkuml eða dauða er varla hægt að tala um slys. Slíkur glæpur getur ekki talist annað en tilræði við saklausa borgara og ætti refsing að vera samkvæmt því. Almenn hegningarlög geyma ákvæði sem taka á slíkum ökuníðingum og ætti að beita þeim lagaákvæðum skilyrðislaust í slíkum tilfellum. Afbrot sem eiga sér stað með fulltingi ökutækis eru oft ekki eins hart dæmd og önnur afbrot í samfélaginu. Ofsaakstur er því jafn alvarlegt brot og ofbeldisbrot, ef aksturinn leiðir af sér líkamstjón. Þar gildir einu hvort notað er löglegt samgöngutæki eða annað tæki til verknaðarins.Gleði og uggur í brjósi.Það sem af er þessu ári hafa tveir látist af völdum umferðarslysa á Íslandi. Sú tala er mun lægri en á sama tíma undanfarin ár en segir þó engan veginn alla söguna, eins og tölur yfir mikið slasaða sanna. Oft er það tilviljun ein hvoru megin móðu fórnarlömbin lenda og í mörgum tilfellum fylgir ævilöng fötlun í formi heila- og/eða mænuskaða.Ég bæði gleðst og á sama tíma setur að mér ugg þegar ég ek framhjá klesstu bílunum á Hellisheiði og sé töluna 2 yfir þá sem látist hafa í umferðinni það sem af er árinu; gleði vegna þess að ekki hafi fleiri látist en uggurinn vakir í brjósti mér þegar ég hugsa til meðaltalsfjölda látinna undanfarin ár sem er því miður nálægt 24. Það segir mér að líkur eru á fleiri banaslysum í umferðinni á þessu ári. En það er fráleitt nokkuð náttúrulögmál að banaslysin og önnur alvarleg slys í umferðinni þurfi alltaf að vera nálægt meðaltalinu. Því getum við sannarlega breytt með því að líta í eigin barm, aka á skynsamlegum hraða, aldrei undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og alltaf með öryggisbúnað spenntan í bílnum. Ef við hefðum aðeins þessar þrjár gullnu reglur í huga í umferðinni, myndi alvarlegum slysum fækka um 90%! Það þarf ekki meira til. Almennir vegfarendur verða einnig að vera vel á verði gagnvart lögbrjótum umferðarinnar og tilkynna skilyrðislaust til löglunnar ef þeir verða varir við greinilegt tilræði við saklaust fólk í formi ofsa- eða ölvunaraksturs.Þyrlulöggæsla gegn ökuníðingum.Nú er árið hálfnað og enn eru stærstu ferðahelgar ársins framundan. Kraftmiklum bílum og vélhjólum hefur fjölgað mikið í umferðinni og því miður er ofsaakstur alltof áberandi. Um það geta allir vitnað sem eiga leið um þjóðvegina. Til þess að sporna við slíkum glæpum, því glæpi við ég kalla það, þarf að koma til öflug umferðarlöggæsla og það ekki einungis á jörðu niðri, heldur líka úr lofti; þ.e. úr þyrlu. Reynsla af þyrlulöggæslu lögreglu og Landhelgisgæslu árið 1993 var mjög góð og nýttist vel til hraðamælinga úr lofti. Þyrlan gefur möguleika á að fylgja ökuníðingum eftir án þess að þeir verði þess varir og taka háttsemi þeirra upp á myndband að auki. Þannig er dregið úr hættunni sem felst í eftirför lögreglu auk þess sem hægt er að fylgjast með umferðarlagabrotum sem eiga sér stað utan alfaraleiða, t.d. ölvunarakstri í óbyggðum og náttúruspjöllum af völdum ökutækja. Á þessu eina ári sem tilraunaverkefni lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar stóð yfir, tókst m.a. að uppræta ólöglegan akstur léttra bifhjóla um göngu- og reiðstíga í úthverfum á höfuðborgarsvæðinu. Erfitt reyndist að hafa hendur í hári þeirra þeystust eftir þessum stígum og eftirför lögreglu á venjulegum ökurækjum, var nánast vonlaus. Úr þyrlunni gátu lögreglumenn fylgst með ferðum hjólanna heim að tilteknum húsum og síðan voru eigendur heimsóttir síðar og þeir, eða forráðamenn þeirra, látnir sæta ábyrgð. Nú er lag. Göngum áfram í takt við hjúkrunarfræðingana sem áttu frumkvæðið að áhrifaríkri og fjölmennri göngu gegn slysum í gær. Verum minnug þess að akstur er dauðans alvara. Höfundur er forvarnarfulltrúi VÍS.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun