Sálrænt ástand þeirra sem meiða og deyða dýr 22. júní 2007 05:00 Eðlilega fyllist fólk óhug þegar það heyrir fréttir um að ungmenni geri sér að leik að meiða og deyða dýr. Maður veltir fyrir sér hvernig andleg líðan þeirra er sem þetta gera? Hefur gerandinn e.t.v. verið meiddur sjálfur, er hann jafnvel haldinn miklum sársauka, reiði og biturleika? Hver svo sem orsökin er, virðist ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hvað nákvæmlega, vitum við ekki fyrr en málefni hans og fjölskylduaðstæður hafa verið skoðaðar. Fregnir um andfélagslega hegðun eins og þessa kalla fram ýmsar spurningar í hugum almennings. Spurt er t.d. hvort þeir sem þetta gera séu einfaldlega vondir í eðli sínu, eða fæðst hreinlega með hvatir til að pynta og drepa? Þessari spurningu svara ég hiklaust neitandi. Að hugsa dæmið með þessum hætti er að mínu mati varhugavert og vita gagnslaus nálgun. Önnur algeng spurning í þessu sambandi er hvort þetta sé ekki allt sjónvarpinu og tölvuleikjunum að kenna? Þeirri spurningu er heldur ekki hægt að svara með einsatkvæðisorði, jafnvel þótt það sé sennilegt að barn sem hefur ofbeldi sem fyrirmynd frá unga aldri og yfir langan tíma kunni að bera alvarlegan skaða af. Hvort hin skaðlegu áhrif leiði til löngunar að pynta og drepa dýr er að mínu mati einföldun á alvarlegu máli. Aðrir velta fyrir sér hvort í uppeldi þessara ungmenna hafi vantað siðferðislega kennslu sem leitt hafi til einhvers konar siðblindu? Barn sem fer á mis við að vera kennt grundvallaratriði siðfræðinnar getur svo sannarlega reynst erfitt að setja sig í spor annarra og finna til samkenndar. Áhrifagirni og hópþrýstingur er enn annað fyrirbæri sem kemur upp í hugann við tíðindi sem þessi. Getur ungmenni verið svo áhrifagjarnt að ef hvatt til að taka þátt í verknaði sem þessum láti það tilleiðast? Hópþrýstingur og múgsefjun er afl sem, ef óbeislað, getur leitt til þess að hópurinn framkvæmir hluti sem einstaklingurinn, væri hann einsamall, myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Mikilvægt er að börnum sé snemma kennt að varast áhrif og afleiðingar hópþrýsings. Loks er forvitilegt að velta fyrir sér hversu stór hópurinn er sem um ræðir? Er hér e.t.v. um fáa einstaklinga að ræða sem endurtaka verknaðinn eða er þetta stærri hópur? Að meiða og deyða dýr sér til gamans er klárlega æfing í ofbeldi sem ekki nokkur leið er að segja til um hvar endar. Verði þessum aðilum ekki hjálpað eru þeir að mínu mati í áhættuhópi þeirra sem kunna að stunda andfélagslega hegðun lungað af lífsferli sínum. Tökum sameiginlega ábyrgð og vörumst að dæma fyrirfram. Það sem skilar sér best til að sporna við og slökkva á hegðun sem þessari er að ná til þessara ungmenna og fjölskyldna þeirra, greina vandann með faglegum hætti og veita viðeigandi aðstoð. Eins þarf að hlúa að þeim sem koma að slíkum verknaði. Fyrst og fremst er þetta sorglegt, að sjálfsögðu fyrir þolendur en ekki síst fyrir gerendurnar sem síðar á ævinni líta til bernsku sinnar og rifja upp minningar um að hafa pyntað og murkað lífið úr dýrum.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eðlilega fyllist fólk óhug þegar það heyrir fréttir um að ungmenni geri sér að leik að meiða og deyða dýr. Maður veltir fyrir sér hvernig andleg líðan þeirra er sem þetta gera? Hefur gerandinn e.t.v. verið meiddur sjálfur, er hann jafnvel haldinn miklum sársauka, reiði og biturleika? Hver svo sem orsökin er, virðist ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hvað nákvæmlega, vitum við ekki fyrr en málefni hans og fjölskylduaðstæður hafa verið skoðaðar. Fregnir um andfélagslega hegðun eins og þessa kalla fram ýmsar spurningar í hugum almennings. Spurt er t.d. hvort þeir sem þetta gera séu einfaldlega vondir í eðli sínu, eða fæðst hreinlega með hvatir til að pynta og drepa? Þessari spurningu svara ég hiklaust neitandi. Að hugsa dæmið með þessum hætti er að mínu mati varhugavert og vita gagnslaus nálgun. Önnur algeng spurning í þessu sambandi er hvort þetta sé ekki allt sjónvarpinu og tölvuleikjunum að kenna? Þeirri spurningu er heldur ekki hægt að svara með einsatkvæðisorði, jafnvel þótt það sé sennilegt að barn sem hefur ofbeldi sem fyrirmynd frá unga aldri og yfir langan tíma kunni að bera alvarlegan skaða af. Hvort hin skaðlegu áhrif leiði til löngunar að pynta og drepa dýr er að mínu mati einföldun á alvarlegu máli. Aðrir velta fyrir sér hvort í uppeldi þessara ungmenna hafi vantað siðferðislega kennslu sem leitt hafi til einhvers konar siðblindu? Barn sem fer á mis við að vera kennt grundvallaratriði siðfræðinnar getur svo sannarlega reynst erfitt að setja sig í spor annarra og finna til samkenndar. Áhrifagirni og hópþrýstingur er enn annað fyrirbæri sem kemur upp í hugann við tíðindi sem þessi. Getur ungmenni verið svo áhrifagjarnt að ef hvatt til að taka þátt í verknaði sem þessum láti það tilleiðast? Hópþrýstingur og múgsefjun er afl sem, ef óbeislað, getur leitt til þess að hópurinn framkvæmir hluti sem einstaklingurinn, væri hann einsamall, myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Mikilvægt er að börnum sé snemma kennt að varast áhrif og afleiðingar hópþrýsings. Loks er forvitilegt að velta fyrir sér hversu stór hópurinn er sem um ræðir? Er hér e.t.v. um fáa einstaklinga að ræða sem endurtaka verknaðinn eða er þetta stærri hópur? Að meiða og deyða dýr sér til gamans er klárlega æfing í ofbeldi sem ekki nokkur leið er að segja til um hvar endar. Verði þessum aðilum ekki hjálpað eru þeir að mínu mati í áhættuhópi þeirra sem kunna að stunda andfélagslega hegðun lungað af lífsferli sínum. Tökum sameiginlega ábyrgð og vörumst að dæma fyrirfram. Það sem skilar sér best til að sporna við og slökkva á hegðun sem þessari er að ná til þessara ungmenna og fjölskyldna þeirra, greina vandann með faglegum hætti og veita viðeigandi aðstoð. Eins þarf að hlúa að þeim sem koma að slíkum verknaði. Fyrst og fremst er þetta sorglegt, að sjálfsögðu fyrir þolendur en ekki síst fyrir gerendurnar sem síðar á ævinni líta til bernsku sinnar og rifja upp minningar um að hafa pyntað og murkað lífið úr dýrum.Höfundur er sálfræðingur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun