Við viljum ekki sjá Svíana 22. júní 2007 00:01 Fór mikinn þegar Ísland vann Serba 17. júní síðastliðinn í síðari umspilsleiknum um laust sæti á EM í Noregi. Hér skorar hann eitt níu marka sinna í Laugardalshöllinni.fréttablaðið/anton Enginn frá HSÍ verður viðstaddur dráttinn fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Noregi dagana 17. til 27. janúar á næsta ári. Dregið verður í fjóra riðla í Ósló í kvöld og eru fjögur lið í hverjum riðli. Fyrst er liðunum fjórum í fjórða styrkleikaflokki raðað niður, þá liðunum í öðrum styrkleikaflokki, næst þeim fysta áður en Noregur fær að velja sér riðil. Tvö lið úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslit. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki með heimsmeisturum Þjóðverja, Rússum og Slóvenum. Ísland verður því ekki með neinni af þeim þjóðum í riðli. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að það sé erfitt að teikna upp ákveðinn draumariðil. „Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Miðað við okkar reynslu er kannski best fyrir okkur að mæta Dönum úr fyrsta styrkleikaflokki og forðast þar með Evrópumeistara Frakka, Spánverja og Króata," sagði Einar um fyrsta styrkleikaflokkinn. „Okkur hefur gengið einna best á móti Pólverjum. Slóvakía er kannski litla liðið þarna enda hafa þeir ekki verið með á mörgum stórmótum undanfarið. Norðmenn eru svo með mjög gott lið," sagði Einar en gestgjafarnir í Noregi fá að velja sér riðil eftir að búið er að draga. Norðmenn unnu Ísland 36-33 á EM í Sviss árið 2006 og með tólf marka mun á æfingamóti í Danmörku nú í janúar. „Það kæmi mér ekki á óvart að þeir velji okkur með sér. Gunnar Pettersen, þjálfari Norðmanna, heldur að hann hafi tak á okkur. Þeir munu sjá riðilinn okkar og Slóvena og velja svo annan hvorn. Það hefur oft verið þannig að gestgjafarnir hafa horft til okkar þegar þeir velja sér riðil. Við erum kannski minni þjóð og komum frá fámennu landi en þetta er líklega engin tilviljun," sagði Einar sem átti ekki erfitt með að benda á martraðarmótherjann í fjórða styrkleikaflokki. „Svíarnir eru lang sterkastir í þessum riðli. Það yrði alveg ágætt að vera ekki með þeim. Hvít-Rússar, Svartfellingar og Tékkar eru allir svipaðir að styrkleika," sagði Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Fleiri fréttir „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Sjá meira
Enginn frá HSÍ verður viðstaddur dráttinn fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Noregi dagana 17. til 27. janúar á næsta ári. Dregið verður í fjóra riðla í Ósló í kvöld og eru fjögur lið í hverjum riðli. Fyrst er liðunum fjórum í fjórða styrkleikaflokki raðað niður, þá liðunum í öðrum styrkleikaflokki, næst þeim fysta áður en Noregur fær að velja sér riðil. Tvö lið úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslit. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki með heimsmeisturum Þjóðverja, Rússum og Slóvenum. Ísland verður því ekki með neinni af þeim þjóðum í riðli. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að það sé erfitt að teikna upp ákveðinn draumariðil. „Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Miðað við okkar reynslu er kannski best fyrir okkur að mæta Dönum úr fyrsta styrkleikaflokki og forðast þar með Evrópumeistara Frakka, Spánverja og Króata," sagði Einar um fyrsta styrkleikaflokkinn. „Okkur hefur gengið einna best á móti Pólverjum. Slóvakía er kannski litla liðið þarna enda hafa þeir ekki verið með á mörgum stórmótum undanfarið. Norðmenn eru svo með mjög gott lið," sagði Einar en gestgjafarnir í Noregi fá að velja sér riðil eftir að búið er að draga. Norðmenn unnu Ísland 36-33 á EM í Sviss árið 2006 og með tólf marka mun á æfingamóti í Danmörku nú í janúar. „Það kæmi mér ekki á óvart að þeir velji okkur með sér. Gunnar Pettersen, þjálfari Norðmanna, heldur að hann hafi tak á okkur. Þeir munu sjá riðilinn okkar og Slóvena og velja svo annan hvorn. Það hefur oft verið þannig að gestgjafarnir hafa horft til okkar þegar þeir velja sér riðil. Við erum kannski minni þjóð og komum frá fámennu landi en þetta er líklega engin tilviljun," sagði Einar sem átti ekki erfitt með að benda á martraðarmótherjann í fjórða styrkleikaflokki. „Svíarnir eru lang sterkastir í þessum riðli. Það yrði alveg ágætt að vera ekki með þeim. Hvít-Rússar, Svartfellingar og Tékkar eru allir svipaðir að styrkleika," sagði Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Fleiri fréttir „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Sjá meira