Menning og morðvopn 21. júní 2007 02:00 Á sunnudaginn var þjóðhátíðardeginum fagnað um land allt. Í Reykjavík voru hátíðarhöldin með hefðbundnum hætti. Þennan dag var þó einnig boðið upp á annars konar afþreyingu í höfnum borgarinnar. Þar lágu við festar þrjú NATO-herskip, sem þótti tilhlýðilegt að sýna almenningi á 17. júní. Vináttuheimsóknir" af þessu tagi eru árviss viðburður. Hingað koma þá vopnum búin herskip. Stjórnendur þessara hertóla gera þá sitt besta til að kveikja áhuga fjölmiðlafólks og bjóða því t.a.m. að fara í sérstakar skemmtiferðir um borð í herþyrlum eða að setjast upp í orrustuþotur. Eiga sumir fréttamenn til að spennast upp og verða eins og börn að leik. Heimsóknir og vopnasýningar af þessu tagi hafa þann tilgang helstan að skapa jákvæða mynd af her og hermennsku. Mætti helst skilja að megintilgangur NATO-flotans sé sá að sigla snyrtilegum sjóliðum í stífpressuðum einkennisbúningum um heimsins höf og heimsækja hafnir í skemmtiskyni. Veruleikinn er þó allt annar. Tilgangur herskipa er að taka þátt í hernaði og drepa fólk. Meðal skipanna sem hingað komu um liðna helgi var USS Normandy, herskip sem tekið hefur þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á liðnum árum. Á afrekaskrá þess er að skjóta flugskeytum á skotmörk í Bosníu og Írak. Hversu margir skyldu hafa fallið í þeim árásum? Þegar NATO-herskip hafa verið auglýst til skoðunar á síðustu árum hefur talsvert borið á því að foreldrar eða afar og ömmur komi með börn um borð og leyfi þeim að dást að voldugum fallstykkjunum og bísperrtum dátunum. Það er ömurleg sjón. Að þessu sinni heimsóttu þó fáir skipin og voru útlendingar þar í afgerandi meirihluta. Af því má ætla að Íslendingar kæri sig lítt um vopnasýningar af þessu tagi, í það minnsta ekki á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Eftir stendur spurningin um hver ber ábyrgð á þeirri ráðstöfun að sýna almenningi drápsvélar á 17. júní? Var sú ákvörðun tekin með vitund og vilja borgaryfirvalda og mega Reykvíkingar búast við fleiri slíkum sendingum á stórhátíðisdögum í framtíðinni? Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn var þjóðhátíðardeginum fagnað um land allt. Í Reykjavík voru hátíðarhöldin með hefðbundnum hætti. Þennan dag var þó einnig boðið upp á annars konar afþreyingu í höfnum borgarinnar. Þar lágu við festar þrjú NATO-herskip, sem þótti tilhlýðilegt að sýna almenningi á 17. júní. Vináttuheimsóknir" af þessu tagi eru árviss viðburður. Hingað koma þá vopnum búin herskip. Stjórnendur þessara hertóla gera þá sitt besta til að kveikja áhuga fjölmiðlafólks og bjóða því t.a.m. að fara í sérstakar skemmtiferðir um borð í herþyrlum eða að setjast upp í orrustuþotur. Eiga sumir fréttamenn til að spennast upp og verða eins og börn að leik. Heimsóknir og vopnasýningar af þessu tagi hafa þann tilgang helstan að skapa jákvæða mynd af her og hermennsku. Mætti helst skilja að megintilgangur NATO-flotans sé sá að sigla snyrtilegum sjóliðum í stífpressuðum einkennisbúningum um heimsins höf og heimsækja hafnir í skemmtiskyni. Veruleikinn er þó allt annar. Tilgangur herskipa er að taka þátt í hernaði og drepa fólk. Meðal skipanna sem hingað komu um liðna helgi var USS Normandy, herskip sem tekið hefur þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á liðnum árum. Á afrekaskrá þess er að skjóta flugskeytum á skotmörk í Bosníu og Írak. Hversu margir skyldu hafa fallið í þeim árásum? Þegar NATO-herskip hafa verið auglýst til skoðunar á síðustu árum hefur talsvert borið á því að foreldrar eða afar og ömmur komi með börn um borð og leyfi þeim að dást að voldugum fallstykkjunum og bísperrtum dátunum. Það er ömurleg sjón. Að þessu sinni heimsóttu þó fáir skipin og voru útlendingar þar í afgerandi meirihluta. Af því má ætla að Íslendingar kæri sig lítt um vopnasýningar af þessu tagi, í það minnsta ekki á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Eftir stendur spurningin um hver ber ábyrgð á þeirri ráðstöfun að sýna almenningi drápsvélar á 17. júní? Var sú ákvörðun tekin með vitund og vilja borgaryfirvalda og mega Reykvíkingar búast við fleiri slíkum sendingum á stórhátíðisdögum í framtíðinni? Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun