Rótlaus heilsugæsla 21. júní 2007 01:00 Undanfarin ár hefur rekstrarklúður heilsugæslu og félagsþjónustu ítrekað gert almenningi ljóst hve nauðsynlegt er að vanda val stjórnenda. Verst er að ráðherrar Framsóknarflokksins stjórna ráðuneytum félags- og heilbrigðismála. Það kemur niður á starfsfólki þessara mikilvægu þjónustugreina og skjólstæðingum þeirra. Ráðherrarnir trúa betur ráðleggingum gloppóttra stjórnenda þjónustugreinanna en því sem starfsfólk og neytendur hafa fram að færa. Heilsugæslan hefur eytt ómældri orku í sífelldar færslur á stjórnstöð sinni og verustað starfsmanna. Rúsínan í pylsuendanum var svo sala stjórnvalda á Heilsuverndarstöðinni sem er sérhönnuð fyrir heilbrigðisþjónustu. Slík heimska er sér á báti. Víst er að enginn bóndi hér á landi er svo skyni skroppinn að hann selji fjárhús sín og leigi þau svo. Frá því að ég fór að fylgjast með þessum málum, hafa stjórnendur mikilvægustu þjónustugreinanna verið úti á þekju í samskiptum sínum við starfsfólk og skjólstæðinga. Skrítin vinnutilhögun og sífelldar breytingar í tilskipunarstíl einkenna störf þeirra. Hvergi örlar á vilja til samráðs við þá sem vinnan snýst um. Fyrir nokkrum árum fengu stjórnendur heilsugæslunnar þá hugmynd að lækka mætti kaup starfsfólks með sjónhverfingum. Heimaþjónusta heilsugæslunnar ók á eigin bílum til og frá vinnustöðum og nú skyldi því breytt og voru fimmtíu bílar í það minnsta keyptir af opinberu fé og þjónustusamningum við starfskonurnar sagt upp. Sársaukafullt verkfall kom í kjölfarið. Að lokum var samið um niðurfellingu greiðslna í áföngum. Eftir fyrstu niðurfellingarnar hætti hluti af reyndasta starfsliðinu. Það þarf stéttvísi, kjark og getu til að berjast fyrir rétti sínum við ofurvald sem getur valdið baráttufólki vandræðum síðar. Heilsugæslan verðlaunaði svo nokkrar konur sem réðu sig í verkfallinu og þær sem létu sér á sama standa. Slíkt ráðslag hlýtur að valda skertu trúnaðartrausti og tortryggni. Síðan þetta átti sér stað hefur taflið snúist við og erfitt að manna stöður. Til að mæta því og til að lækka kostnað var farið í svokallaða samþættingu heilsugæslu, félagsþjónustu og svæðisskrifstofu. Samþættingin er öll heilsugæslunni í vil, því hún fær mikla aðstoð frá hinum báðum en lætur ekkert í staðinn. Á síðastliðnum fimm árum hefur starfsfólki félagsþjónustu fækkað og vinna aukin. Neytendur verða að sætta sig við verri þjónustu en var fyrir samþættingu, enda flestar breytingar á þeirra kostnað og starfsfólks. Fólkið sem vinnur störfin er á stanslausum þeytingi borðandi á hlaupum og hefur engan tíma til annars en að sinna brýnustu þörfum íbúanna. Andleg samskipti fá engan skilning hjá stjórnendum þjónustugreinanna sem virðast meta sparnað meira en sæmd stofnana og heilsu starfsfólks. Hér er ég að tala um fólk á fráfælandi lágum launum. Líka um sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Vinna þessa fólks er erfið, krefjandi og vanmetin. Ljós í tilveru þeirra sem þurfa að búa við svo alhliða þjónustu er starfslið þjónustugreinanna. Þó starfskonur fari eftir ótrúlega stífum vinnulistum þar sem minnstu vandamál skjólstæðinga setja allt úr tímaskorðum breytir það ekki fasi þeirra, né vilja til að hjálpa. Það er ekki við þær að sakast þegar skjólstæðingar þurfa að bíða á annan tímann eftir aðstoð af eða á klósett. Sparað er þar sem síst skyldi. Hræsni stjórnvalda gagnvart öldruðum og fötluðum er svo augljós að jaðrar við ögrun. Gerið þið bara í málunum ef þið getið, gætu þau verið að segja. Skömm síðustu fjögurra ríkisstjórna mun lengi í minnum höfð og eru umhverfisspjöll og launamisrétti efst á blaði. Vegna ógeðfelldrar launastefnu þeirra er nær útilokað að fá Íslendinga í umönnun. Eina færa leiðin til að leysa vandann er að stórhækka lægstu launin og borga sanngjarnt kaup. Mannsæmandi laun. Ekki ölmusu.Höfundur er trésmíðameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur rekstrarklúður heilsugæslu og félagsþjónustu ítrekað gert almenningi ljóst hve nauðsynlegt er að vanda val stjórnenda. Verst er að ráðherrar Framsóknarflokksins stjórna ráðuneytum félags- og heilbrigðismála. Það kemur niður á starfsfólki þessara mikilvægu þjónustugreina og skjólstæðingum þeirra. Ráðherrarnir trúa betur ráðleggingum gloppóttra stjórnenda þjónustugreinanna en því sem starfsfólk og neytendur hafa fram að færa. Heilsugæslan hefur eytt ómældri orku í sífelldar færslur á stjórnstöð sinni og verustað starfsmanna. Rúsínan í pylsuendanum var svo sala stjórnvalda á Heilsuverndarstöðinni sem er sérhönnuð fyrir heilbrigðisþjónustu. Slík heimska er sér á báti. Víst er að enginn bóndi hér á landi er svo skyni skroppinn að hann selji fjárhús sín og leigi þau svo. Frá því að ég fór að fylgjast með þessum málum, hafa stjórnendur mikilvægustu þjónustugreinanna verið úti á þekju í samskiptum sínum við starfsfólk og skjólstæðinga. Skrítin vinnutilhögun og sífelldar breytingar í tilskipunarstíl einkenna störf þeirra. Hvergi örlar á vilja til samráðs við þá sem vinnan snýst um. Fyrir nokkrum árum fengu stjórnendur heilsugæslunnar þá hugmynd að lækka mætti kaup starfsfólks með sjónhverfingum. Heimaþjónusta heilsugæslunnar ók á eigin bílum til og frá vinnustöðum og nú skyldi því breytt og voru fimmtíu bílar í það minnsta keyptir af opinberu fé og þjónustusamningum við starfskonurnar sagt upp. Sársaukafullt verkfall kom í kjölfarið. Að lokum var samið um niðurfellingu greiðslna í áföngum. Eftir fyrstu niðurfellingarnar hætti hluti af reyndasta starfsliðinu. Það þarf stéttvísi, kjark og getu til að berjast fyrir rétti sínum við ofurvald sem getur valdið baráttufólki vandræðum síðar. Heilsugæslan verðlaunaði svo nokkrar konur sem réðu sig í verkfallinu og þær sem létu sér á sama standa. Slíkt ráðslag hlýtur að valda skertu trúnaðartrausti og tortryggni. Síðan þetta átti sér stað hefur taflið snúist við og erfitt að manna stöður. Til að mæta því og til að lækka kostnað var farið í svokallaða samþættingu heilsugæslu, félagsþjónustu og svæðisskrifstofu. Samþættingin er öll heilsugæslunni í vil, því hún fær mikla aðstoð frá hinum báðum en lætur ekkert í staðinn. Á síðastliðnum fimm árum hefur starfsfólki félagsþjónustu fækkað og vinna aukin. Neytendur verða að sætta sig við verri þjónustu en var fyrir samþættingu, enda flestar breytingar á þeirra kostnað og starfsfólks. Fólkið sem vinnur störfin er á stanslausum þeytingi borðandi á hlaupum og hefur engan tíma til annars en að sinna brýnustu þörfum íbúanna. Andleg samskipti fá engan skilning hjá stjórnendum þjónustugreinanna sem virðast meta sparnað meira en sæmd stofnana og heilsu starfsfólks. Hér er ég að tala um fólk á fráfælandi lágum launum. Líka um sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Vinna þessa fólks er erfið, krefjandi og vanmetin. Ljós í tilveru þeirra sem þurfa að búa við svo alhliða þjónustu er starfslið þjónustugreinanna. Þó starfskonur fari eftir ótrúlega stífum vinnulistum þar sem minnstu vandamál skjólstæðinga setja allt úr tímaskorðum breytir það ekki fasi þeirra, né vilja til að hjálpa. Það er ekki við þær að sakast þegar skjólstæðingar þurfa að bíða á annan tímann eftir aðstoð af eða á klósett. Sparað er þar sem síst skyldi. Hræsni stjórnvalda gagnvart öldruðum og fötluðum er svo augljós að jaðrar við ögrun. Gerið þið bara í málunum ef þið getið, gætu þau verið að segja. Skömm síðustu fjögurra ríkisstjórna mun lengi í minnum höfð og eru umhverfisspjöll og launamisrétti efst á blaði. Vegna ógeðfelldrar launastefnu þeirra er nær útilokað að fá Íslendinga í umönnun. Eina færa leiðin til að leysa vandann er að stórhækka lægstu launin og borga sanngjarnt kaup. Mannsæmandi laun. Ekki ölmusu.Höfundur er trésmíðameistari.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun