Horfði á landsleikinn úr sjúkrarúminu 19. júní 2007 00:01 Það ráku margir upp stór augu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld þegar þeir sáu að Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, var kominn á varamannabekk íslenska liðsins við hlið Alfreðs en aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, var víðs fjarri. Það átti sínar eðlilegu skýringar. „Ég fékk nýrnasteinakast aðfaranótt sunnudags og var fluttur á spítala í sjúkrabíl. Þar dvaldi ég síðan meðan leikurinn fór fram því miður. Ég hef aldrei forfallast á slíkan hátt áður í leik. Þetta var líka tíminn til að lenda á spítala. Það var mjög svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýútskrifaður af sjúkrahúsinu. Þeir sem til þekkja vita að það er ekkert grín að fá nýrnasteinakast en því fylgja ólýsanlegar kvalir. „Þetta var alveg hrikalega sárt. Ég vissi hreinlega ekki hvað var að gerast því kvalirnar voru óbærilegar. Þær eru ólýsanlegar,“ sagði Guðmundur en náði hann að sjá leikinn. „Já, ég náði nú að sjá leikinn. Ég horfði á hann við illan leik í sjúkrarúminu enda búinn að fá sterk lyf við verkjunum. Ég var nú ekkert hoppandi upp og niður enda var ég ekki í neinu ástandi til að standa í slíku.“ Alfreð og Guðmundur hafa náð vel sama með landsliðið og Guðmundur þekkir það best af eigin raun hversu gott það er að hafa góðan aðstoðarmann til að benda á hluti sem kannski fara fram hjá þjálfaranum í hita leiksins. „Alfreð er frábær þjálfari en það er oft gott að fá góð ráð og út á það gengur slíkt samstarf. Ég treysti samt Einari vel fyrir þessu enda vanur maður,“ sagði Guðmundur en Einar aðstoðaði einmitt Guðmund þegar hann var landsliðsþjálfari á sínum tíma. Guðmundur sagði að það hefði ekkert verið rætt hvort hann yrði áfram með Alfreð ætli hann að þjálfa landsliðið áfram. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld þegar þeir sáu að Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, var kominn á varamannabekk íslenska liðsins við hlið Alfreðs en aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, var víðs fjarri. Það átti sínar eðlilegu skýringar. „Ég fékk nýrnasteinakast aðfaranótt sunnudags og var fluttur á spítala í sjúkrabíl. Þar dvaldi ég síðan meðan leikurinn fór fram því miður. Ég hef aldrei forfallast á slíkan hátt áður í leik. Þetta var líka tíminn til að lenda á spítala. Það var mjög svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýútskrifaður af sjúkrahúsinu. Þeir sem til þekkja vita að það er ekkert grín að fá nýrnasteinakast en því fylgja ólýsanlegar kvalir. „Þetta var alveg hrikalega sárt. Ég vissi hreinlega ekki hvað var að gerast því kvalirnar voru óbærilegar. Þær eru ólýsanlegar,“ sagði Guðmundur en náði hann að sjá leikinn. „Já, ég náði nú að sjá leikinn. Ég horfði á hann við illan leik í sjúkrarúminu enda búinn að fá sterk lyf við verkjunum. Ég var nú ekkert hoppandi upp og niður enda var ég ekki í neinu ástandi til að standa í slíku.“ Alfreð og Guðmundur hafa náð vel sama með landsliðið og Guðmundur þekkir það best af eigin raun hversu gott það er að hafa góðan aðstoðarmann til að benda á hluti sem kannski fara fram hjá þjálfaranum í hita leiksins. „Alfreð er frábær þjálfari en það er oft gott að fá góð ráð og út á það gengur slíkt samstarf. Ég treysti samt Einari vel fyrir þessu enda vanur maður,“ sagði Guðmundur en Einar aðstoðaði einmitt Guðmund þegar hann var landsliðsþjálfari á sínum tíma. Guðmundur sagði að það hefði ekkert verið rætt hvort hann yrði áfram með Alfreð ætli hann að þjálfa landsliðið áfram.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti