Flugeldasýning á þjóðhátíðardaginn 18. júní 2007 07:00 fréttablaðið/valli Serbar unnu fyrri leikinn ytra með einu marki og því var ljóst að Íslendingar urðu að vinna með tveimur mörkum til þess að komast á EM sem fram fer í Noregi í janúar. Það var boðið upp á hreint ótrúlega skotsýningu í fyrri hálfleik þar sem alls voru skoruð 46 mörk á 30 mínútum. Varnarleikur og markvarsla var engin hjá báðum liðum og allt lak inn í sókninni. Ísland byrjaði leikinn hræðilega illa og var komið undir 1-4 áður en áhorfendur voru búnir að syngja 17. júní lagið. Serbarnir komu svolítið á óvart með því að spila 6/0 vörn en Alfreð reiknaði með því að þeir myndu klippa Ólaf út úr sóknarleiknum. Þeir byrjuðu á því síðar í hálfleiknum en ekki með neinum árangri. Serbarnir keyrðu auk þess hraða miðju sem íslenska liðið réði ekki við en varnarleikurinn í heildina var til skammar. Serbar fengu auðveld skot í nánast hverri einustu sókn og höfðu lítið fyrir því að opna íslensku vörnina. Þrátt fyrir það gerði Alfreð engar breytingar á vörninni. Markvarðaskipti breyttu engu þar sem Serbar fengu að skjóta án pressu og þá er markvörðunum vorkunn. Liðin héldust í hendur nánast allan fyrri hálfleik. Ísland komst fyrst tveimur mörkum yfir þegar Serbar höfðu skorað 14 mörk en Serbar jöfnuðu strax. Lokakafli hálfleiksins var frábær hjá Íslandi þar sem vörnin datt aðeins í gang og í kjölfarið komu hraðaupphlaupin en Ísland skoraði úr níu slíkum í fyrri hálfleik. Ísland komst í 24-21 en Serbar minnkuðu muninn í 24-22 rétt fyrir hlé og mikil vinna eftir í síðari hálfleik. Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og það byrjaði þann fyrri illa. Birkir Ívar datt í gírinn og hraðaupphlaupin komu á færibandi. Fyrr en varði var Ísland komið með fimm marka forystu, 28-23. Sá munur hélst lengstum en mest náðu Íslendingar sjö marka forystu snemma í síðari hálfleik. Serbar söxuðu á forystuna eftir því sem leið á hálfleikinn og náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar um 6 mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem hver sókn og nánast hver einasta sending skipti öllu máli. Serbar minnkuðu muninn í tvö mörk, 42-40, og eitt mark í viðbót hefði komið þeim á EM. Guðjón Valur sýndi þá afburðaskynsemi og hélt boltanum allt til enda og þakið bókstaflega lyftist í fagnaðarlátunum. Íslenska liðið sýndi enn eina ferðina þann ótrúlega karakter sem einkennir liðið. Liðið stóðst áhlaup Serbanna, sýndi útsjónarsemi og fór ekki á taugum þótt sigurinn hafi verið ansi tæpur undir lokin. Held það sé ekki á neinn hallað þegar Alexander Petersson er sérstaklega hrósað. Hann sannaði enn og aftur hvílíkur afburðaíþróttamaður hann er og Ísland er ríkt að hafa slíkan mann í sínu landsliði. Guðjón Valur var einnig ótrúlegur sem fyrr, skoraði mikilvæg mörk og reif vagninn bókstaflega áfram á köflum. Ólafur var útsjónarsamur og Snorri stýrði spilinu vel. Svo má ekki gleyma Birki Ívari markverði sem var eins og gömul díselvél og keyrði á öllum hestöflum í síðari hálfleik. Liðið er komið á EM þar sem það hefur getuna til að gera ótrúlega hluti. Það er óskandi að hershöfðinginn Alfreð Gíslason verði áfram við stjórnvölinn á því móti. Íslenski handboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Serbar unnu fyrri leikinn ytra með einu marki og því var ljóst að Íslendingar urðu að vinna með tveimur mörkum til þess að komast á EM sem fram fer í Noregi í janúar. Það var boðið upp á hreint ótrúlega skotsýningu í fyrri hálfleik þar sem alls voru skoruð 46 mörk á 30 mínútum. Varnarleikur og markvarsla var engin hjá báðum liðum og allt lak inn í sókninni. Ísland byrjaði leikinn hræðilega illa og var komið undir 1-4 áður en áhorfendur voru búnir að syngja 17. júní lagið. Serbarnir komu svolítið á óvart með því að spila 6/0 vörn en Alfreð reiknaði með því að þeir myndu klippa Ólaf út úr sóknarleiknum. Þeir byrjuðu á því síðar í hálfleiknum en ekki með neinum árangri. Serbarnir keyrðu auk þess hraða miðju sem íslenska liðið réði ekki við en varnarleikurinn í heildina var til skammar. Serbar fengu auðveld skot í nánast hverri einustu sókn og höfðu lítið fyrir því að opna íslensku vörnina. Þrátt fyrir það gerði Alfreð engar breytingar á vörninni. Markvarðaskipti breyttu engu þar sem Serbar fengu að skjóta án pressu og þá er markvörðunum vorkunn. Liðin héldust í hendur nánast allan fyrri hálfleik. Ísland komst fyrst tveimur mörkum yfir þegar Serbar höfðu skorað 14 mörk en Serbar jöfnuðu strax. Lokakafli hálfleiksins var frábær hjá Íslandi þar sem vörnin datt aðeins í gang og í kjölfarið komu hraðaupphlaupin en Ísland skoraði úr níu slíkum í fyrri hálfleik. Ísland komst í 24-21 en Serbar minnkuðu muninn í 24-22 rétt fyrir hlé og mikil vinna eftir í síðari hálfleik. Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og það byrjaði þann fyrri illa. Birkir Ívar datt í gírinn og hraðaupphlaupin komu á færibandi. Fyrr en varði var Ísland komið með fimm marka forystu, 28-23. Sá munur hélst lengstum en mest náðu Íslendingar sjö marka forystu snemma í síðari hálfleik. Serbar söxuðu á forystuna eftir því sem leið á hálfleikinn og náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar um 6 mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem hver sókn og nánast hver einasta sending skipti öllu máli. Serbar minnkuðu muninn í tvö mörk, 42-40, og eitt mark í viðbót hefði komið þeim á EM. Guðjón Valur sýndi þá afburðaskynsemi og hélt boltanum allt til enda og þakið bókstaflega lyftist í fagnaðarlátunum. Íslenska liðið sýndi enn eina ferðina þann ótrúlega karakter sem einkennir liðið. Liðið stóðst áhlaup Serbanna, sýndi útsjónarsemi og fór ekki á taugum þótt sigurinn hafi verið ansi tæpur undir lokin. Held það sé ekki á neinn hallað þegar Alexander Petersson er sérstaklega hrósað. Hann sannaði enn og aftur hvílíkur afburðaíþróttamaður hann er og Ísland er ríkt að hafa slíkan mann í sínu landsliði. Guðjón Valur var einnig ótrúlegur sem fyrr, skoraði mikilvæg mörk og reif vagninn bókstaflega áfram á köflum. Ólafur var útsjónarsamur og Snorri stýrði spilinu vel. Svo má ekki gleyma Birki Ívari markverði sem var eins og gömul díselvél og keyrði á öllum hestöflum í síðari hálfleik. Liðið er komið á EM þar sem það hefur getuna til að gera ótrúlega hluti. Það er óskandi að hershöfðinginn Alfreð Gíslason verði áfram við stjórnvölinn á því móti.
Íslenski handboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira