Töpuðum hraðaupphlaupunum 17. júní 2007 02:00 Fréttablaðið/Aleksandar Djorovic Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrri leiknum í Serbíu með eins marks mun, 29-30, og þarf því að gera betur í seinni leiknum í Laugardalshöllinni í dag. Fréttablaðið hefur rýnt í tölurnar úr fyrri leiknum og það er ljóst af þeim athugunum að íslenska liðið þarf að fækka verulega töpuðum boltum sínum og fá mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en Serbar skoruðu sjö fleiri slík mörk í fyrri leiknum. Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska liðsins, þarf einnig að bregðast við því að Serbar spila á mun fleiri mönnum og íslensku strákarnir gáfu mikið eftir síðustu tíu mínútur fyrri leiksins sem töpuðust 7-4. Ísland var þremur mörkum yfir, 26-23, þegar tíu mínútur voru eftir en misnotaði þá 5 sóknir í röð. Serbar skoruðu síðan tvö síðustu mörk sín manni færri og unnu leikinn. Þegar tölfræði leiksins er skoðuð nánar kemur í ljós að tveir tölfræðiþættir sem eru vanalega Íslandi í hag og óhag snerust við í þessum leik. Í stað þess að skora fleiri mörk úr hraðaupphlaupum og verða undir í baráttu skyttnanna þá skoruðu Serbar sjö fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en íslensku skytturnar skoruðu hins vegar sjö fleiri mörk með langskotum. Íslensku markverðirnir vörðu einnig fleiri skot (19-14) og við fengum fleiri mörk úr hornunum (9-5) en Serbar skoruðu aftur á móti fleiri mörk af línunni (6-3) og tóku 5 sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá íslenska liðinu. Ólafur Stefánsson skoraði flest mörk íslenska liðsins en hann skoraði úr 9 fyrstu skotum sínum þar af komu átta þeirra með glæsilegum langskotum. Ólafur (11 skot/9 mörk), Guðjón Valur Sigurðsson (6/6) og Alexander Petersson (8/6) voru saman með frábæra nýtingu en 84% skota þeirra (25/21) enduðu í netinu fyrir aftan serbneska markvörðinn. Ólafur átti einnig flestar stoðsendingar (6) en tvær þeirra fóru inn á línu. Töpuðu boltarnir voru alltof margir hjá íslenska liðinu eða alls 18. Ólafur Stefánsson tapaði flestum eða sex en Róbert Gunnarsson var með 4 tapaða bolta. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í íslenska markinu, alls 18 skot og bæði hann og Hreiðar Levý Guðmundsson náðu að verja víti. Serbneski markvörðurinn varði hinsvegar fleiri skot í seinni hálfleik (8-7) en Birkir varði 12 skot fyrir hlé. Íslenska vörnin var reyndar dugleg og varði öll sín sex skot í seinni hálfleik en bæði Sigfús Sigurðsson og Sverre Jakobsson stoppuðu þrjá bolta hvor. Íslenski handboltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrri leiknum í Serbíu með eins marks mun, 29-30, og þarf því að gera betur í seinni leiknum í Laugardalshöllinni í dag. Fréttablaðið hefur rýnt í tölurnar úr fyrri leiknum og það er ljóst af þeim athugunum að íslenska liðið þarf að fækka verulega töpuðum boltum sínum og fá mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en Serbar skoruðu sjö fleiri slík mörk í fyrri leiknum. Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska liðsins, þarf einnig að bregðast við því að Serbar spila á mun fleiri mönnum og íslensku strákarnir gáfu mikið eftir síðustu tíu mínútur fyrri leiksins sem töpuðust 7-4. Ísland var þremur mörkum yfir, 26-23, þegar tíu mínútur voru eftir en misnotaði þá 5 sóknir í röð. Serbar skoruðu síðan tvö síðustu mörk sín manni færri og unnu leikinn. Þegar tölfræði leiksins er skoðuð nánar kemur í ljós að tveir tölfræðiþættir sem eru vanalega Íslandi í hag og óhag snerust við í þessum leik. Í stað þess að skora fleiri mörk úr hraðaupphlaupum og verða undir í baráttu skyttnanna þá skoruðu Serbar sjö fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en íslensku skytturnar skoruðu hins vegar sjö fleiri mörk með langskotum. Íslensku markverðirnir vörðu einnig fleiri skot (19-14) og við fengum fleiri mörk úr hornunum (9-5) en Serbar skoruðu aftur á móti fleiri mörk af línunni (6-3) og tóku 5 sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá íslenska liðinu. Ólafur Stefánsson skoraði flest mörk íslenska liðsins en hann skoraði úr 9 fyrstu skotum sínum þar af komu átta þeirra með glæsilegum langskotum. Ólafur (11 skot/9 mörk), Guðjón Valur Sigurðsson (6/6) og Alexander Petersson (8/6) voru saman með frábæra nýtingu en 84% skota þeirra (25/21) enduðu í netinu fyrir aftan serbneska markvörðinn. Ólafur átti einnig flestar stoðsendingar (6) en tvær þeirra fóru inn á línu. Töpuðu boltarnir voru alltof margir hjá íslenska liðinu eða alls 18. Ólafur Stefánsson tapaði flestum eða sex en Róbert Gunnarsson var með 4 tapaða bolta. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í íslenska markinu, alls 18 skot og bæði hann og Hreiðar Levý Guðmundsson náðu að verja víti. Serbneski markvörðurinn varði hinsvegar fleiri skot í seinni hálfleik (8-7) en Birkir varði 12 skot fyrir hlé. Íslenska vörnin var reyndar dugleg og varði öll sín sex skot í seinni hálfleik en bæði Sigfús Sigurðsson og Sverre Jakobsson stoppuðu þrjá bolta hvor.
Íslenski handboltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira