Til hamingju með daginn Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 3. júní 2007 00:01 Sjómannadagurinn Á sjómannadegi hylla Íslendingar þá sem skópu og skapa enn þann grundvöll sem þjóðin byggir lífsviðurværi sitt á. Lífskjör okkar hafa enda tekið ótrúlegum stakkaskiptum á skömmum tíma og þar á sjávarútvegurinn, burðarás íslensks efnahagslífs og drifkraftur hagvaxtarins, drýgstan hlut að máli. Hann er grundvöllur þeirrar miklu lífskjarasóknar sem við höfum notið. Þar skiptir vitaskuld sköpum elja, útsjónarsemi og ósérhlífni sjómannanna, stjórnenda og annars starfsfólks greinarinnar. Árangurinn hefur síður en svo verið auðfenginn. Tækifæri þeirra sem nú hasla sér völl á vinnumarkaði sýnast óþrjótandi. Það er sannarlega vel. Margháttuð tækifæri hafa orðið til í samfélagi okkar og þess vegna heyr sjávarútvegurinn meiri samkeppni um gott starfsfólk en oftast áður. Sjávarútvegurinn er sem fyrr spennandi vettvangur fyrir hæfileikaríkt fólk. Hann er margbrotin og kröfuhörð atvinnugrein sem krefst þess vegna starfsfólks með margháttaða reynslu, menntun og færni. Þetta á bæði við um störf til sjós og lands, innanlands sem erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, störf sem henta körlum og konum. Undanfarin ár hefur mörgum orðið tíðrætt um útrásina svo kölluðu þ.e.a.s. hvernig íslensk fyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði, skapað sér þar stöðu og svigrúm til athafna og vaxtar. Þetta er afskaplega ánægjuleg þróun og við gleðjumst yfir framganginum. En eigum við ekki að hafa í huga að á þessu sviði var íslenskur sjávarútvegur brautryðjandinn – fyrsta útrásargreinin sem dafnaði vel. Íslenskur sjávarútvegur er alþjóðleg atvinnugrein bæði til orðs og æðis, sem líkt og endranær krefst atgervis okkar færasta fólks. Sjómannadagurinn er í senn hátíðis- og baráttudagur sjómanna og fjölskyldna þeirra sem og þjóðarinnar allrar. Við hyllum þá sem lagt hafa okkur til lífsbjörgina og minnumst um leið liðinna með virðingu og stolti. Þessi dagur og vægi hans í íslenskri þjóðarsál undirstrikar þýðingu starfa sjómanna og sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið. Þótt allt velkist og breytist í samfélaginu þá gera landsmenn sér enn ljóst hve mikilvæg greinin er fyrir atvinnulífið í heild, framvindu efnahagslífsins og hvernig okkur vegnar í bráð og lengd. Þess vegna heiðra Íslendingar sjómenn og fjölskyldur þeirra ár hvert á þessum merkisdegi. Til hamingju með sjómannadaginn.Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Sjómannadagurinn Á sjómannadegi hylla Íslendingar þá sem skópu og skapa enn þann grundvöll sem þjóðin byggir lífsviðurværi sitt á. Lífskjör okkar hafa enda tekið ótrúlegum stakkaskiptum á skömmum tíma og þar á sjávarútvegurinn, burðarás íslensks efnahagslífs og drifkraftur hagvaxtarins, drýgstan hlut að máli. Hann er grundvöllur þeirrar miklu lífskjarasóknar sem við höfum notið. Þar skiptir vitaskuld sköpum elja, útsjónarsemi og ósérhlífni sjómannanna, stjórnenda og annars starfsfólks greinarinnar. Árangurinn hefur síður en svo verið auðfenginn. Tækifæri þeirra sem nú hasla sér völl á vinnumarkaði sýnast óþrjótandi. Það er sannarlega vel. Margháttuð tækifæri hafa orðið til í samfélagi okkar og þess vegna heyr sjávarútvegurinn meiri samkeppni um gott starfsfólk en oftast áður. Sjávarútvegurinn er sem fyrr spennandi vettvangur fyrir hæfileikaríkt fólk. Hann er margbrotin og kröfuhörð atvinnugrein sem krefst þess vegna starfsfólks með margháttaða reynslu, menntun og færni. Þetta á bæði við um störf til sjós og lands, innanlands sem erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, störf sem henta körlum og konum. Undanfarin ár hefur mörgum orðið tíðrætt um útrásina svo kölluðu þ.e.a.s. hvernig íslensk fyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði, skapað sér þar stöðu og svigrúm til athafna og vaxtar. Þetta er afskaplega ánægjuleg þróun og við gleðjumst yfir framganginum. En eigum við ekki að hafa í huga að á þessu sviði var íslenskur sjávarútvegur brautryðjandinn – fyrsta útrásargreinin sem dafnaði vel. Íslenskur sjávarútvegur er alþjóðleg atvinnugrein bæði til orðs og æðis, sem líkt og endranær krefst atgervis okkar færasta fólks. Sjómannadagurinn er í senn hátíðis- og baráttudagur sjómanna og fjölskyldna þeirra sem og þjóðarinnar allrar. Við hyllum þá sem lagt hafa okkur til lífsbjörgina og minnumst um leið liðinna með virðingu og stolti. Þessi dagur og vægi hans í íslenskri þjóðarsál undirstrikar þýðingu starfa sjómanna og sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið. Þótt allt velkist og breytist í samfélaginu þá gera landsmenn sér enn ljóst hve mikilvæg greinin er fyrir atvinnulífið í heild, framvindu efnahagslífsins og hvernig okkur vegnar í bráð og lengd. Þess vegna heiðra Íslendingar sjómenn og fjölskyldur þeirra ár hvert á þessum merkisdegi. Til hamingju með sjómannadaginn.Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar