Maggie and Tony Ögmundur Jónasson skrifar 22. maí 2007 06:00 Gætu menn ímyndað sér pólitískt hjónaband Margrétar Thatcher, fyrrum leiðtoga Íhaldsflokksins breska og forsætisráðherra Bretlands, og Tony Blair, leiðtoga breska Verkamannaflokksins og núverandi forsætisráðherra Bretlands? Við fyrstu sýn mundi slíkt ef til vill þykja fjarri lagi. Ég held þó að brúðarparinu hefði þótt þetta hinn besti ráðahagur. Hermt er að hin hægrisinnaða Thatcher hafi haft meira dálæti á Blair en flestum öðrum stjórnmálamönnum og langt umfram samherja sína í pólitíkinni, til dæmis eftirmann sinn á forsætisráðherrastóli, John Major. Enda varla að undra. Blair gekk að mörgu leyti harðar fram í „Thatcherisma“ en Íhaldsflokkurinn gerði eftir hennar dag í pólitíkinni. Þá vísa ég almennt til stefnu í samfélagsmálum. Í stefnumótun um grunnþjónustu samfélagsins hefur Verkamannaflokkurinn í stjórnartíð Blairs gengið enn lengra en Íhaldsflokkurinn gerði með svokallaðri einkaframkvæmd (Private Finance Initiative). PFI gengur yfirleitt út á það að skattborgarinn borgar fyrir veitta velferðarþjónustu en einkaaðilar framkvæma – og maka krókinn. Skrif formanns Samfylkingarinnar um heilbrigðisþjónustuna í aðdraganda kosninganna og annarra Samfylkingarmanna áður, t.d. varaformanns þess flokks, ganga meira og minna út á þetta og falla því sem flís við rass að stefnu Sjálfstæðisflokksins um einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu. Sú stefna var ítrekuð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vor. Góð tíðindi fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar? Eflaust hugsa einhverjir bisnissmenn á hvítum sloppum sér gott til glóðarinnar. Öðru gegnir um hinn almenna starfsmann, hvort sem um er að ræða lækni eða ræstitækni. Hinir síðarnefndu hafa reynsluna af „úthýsingu“ með tilheyrandi réttindamissi! Fyrir notandann, sjúklinginn og fyrir velferðarsamfélagið bendir því miður allt til þess að fyrirkomulag af þessu tagi leiði ekki einvörðungu til mismununar heldur sé það einnig dýrara fyrir greiðandann. Þetta sýnir reynslan frá Bretlandi og víðar. En Thatcher og Blair höfðu engan áhuga á reynslunni – þau létu stjórnast af blindri hugmyndafræði. Því miður óttast ég að það geri þau líka, Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Gætu menn ímyndað sér pólitískt hjónaband Margrétar Thatcher, fyrrum leiðtoga Íhaldsflokksins breska og forsætisráðherra Bretlands, og Tony Blair, leiðtoga breska Verkamannaflokksins og núverandi forsætisráðherra Bretlands? Við fyrstu sýn mundi slíkt ef til vill þykja fjarri lagi. Ég held þó að brúðarparinu hefði þótt þetta hinn besti ráðahagur. Hermt er að hin hægrisinnaða Thatcher hafi haft meira dálæti á Blair en flestum öðrum stjórnmálamönnum og langt umfram samherja sína í pólitíkinni, til dæmis eftirmann sinn á forsætisráðherrastóli, John Major. Enda varla að undra. Blair gekk að mörgu leyti harðar fram í „Thatcherisma“ en Íhaldsflokkurinn gerði eftir hennar dag í pólitíkinni. Þá vísa ég almennt til stefnu í samfélagsmálum. Í stefnumótun um grunnþjónustu samfélagsins hefur Verkamannaflokkurinn í stjórnartíð Blairs gengið enn lengra en Íhaldsflokkurinn gerði með svokallaðri einkaframkvæmd (Private Finance Initiative). PFI gengur yfirleitt út á það að skattborgarinn borgar fyrir veitta velferðarþjónustu en einkaaðilar framkvæma – og maka krókinn. Skrif formanns Samfylkingarinnar um heilbrigðisþjónustuna í aðdraganda kosninganna og annarra Samfylkingarmanna áður, t.d. varaformanns þess flokks, ganga meira og minna út á þetta og falla því sem flís við rass að stefnu Sjálfstæðisflokksins um einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu. Sú stefna var ítrekuð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vor. Góð tíðindi fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar? Eflaust hugsa einhverjir bisnissmenn á hvítum sloppum sér gott til glóðarinnar. Öðru gegnir um hinn almenna starfsmann, hvort sem um er að ræða lækni eða ræstitækni. Hinir síðarnefndu hafa reynsluna af „úthýsingu“ með tilheyrandi réttindamissi! Fyrir notandann, sjúklinginn og fyrir velferðarsamfélagið bendir því miður allt til þess að fyrirkomulag af þessu tagi leiði ekki einvörðungu til mismununar heldur sé það einnig dýrara fyrir greiðandann. Þetta sýnir reynslan frá Bretlandi og víðar. En Thatcher og Blair höfðu engan áhuga á reynslunni – þau létu stjórnast af blindri hugmyndafræði. Því miður óttast ég að það geri þau líka, Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar