Fordómar frá sálfræðilegu sjónarmiði 4. maí 2007 06:00 Fordómar er hugtak sem er neikvætt í eðli sínu. Enginn fæðist með fordóma í garð eins eða neins. Um er að ræða áunnið fyrirbæri. Áhrifabreytur eru ýmsir umhverfis- og uppeldisþættir og persónueinkenni. Fordómar eru eins og orðið gefur til kynna „fyrirfram gerðir dómar“. Fordómar geta beinst að nánast hverju sem er, oft ákveðnum minnihlutahópum, eða einhverju tilteknu þjóðfélagi, þjóðerni, kynþætti eða kyni svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hugtök yfir fordóma eru staðalmyndir eða staðalímyndir. Stundum eru fordómar almennir, þ.e. stór hópur deilir þeim á meðan aðrir eru einstaklingsbundnir eða finnast meðal fárra. Fordómar eru einnig misskaðlegir, sumir rista grunnt, aðrir djúpt. Fordómar geta birst með ólíkum hætti t.d. túlkaðir í „gríni“, í atferli en án orða eða einfaldlega birst í heift og fyrirlitningu gagnvart því/þeim sem fordómarnir beinast að. Einnig er hægt að dulbúa fordóma t.d. með því að setja þá í umbúðir skreyttar kærleik eða öðrum fögrum boðskap. Fæstir vilja lýsa sér sem fordómafullum. Þó eru margir tilbúnir að opinbera fordóma sína í hópi vina. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að vera með öllu fordómalaus. Stundum er fordómum ruglað saman við viðhorf til aðila eða hópa sem hafa brotið gegn ríkjandi hefðum eða lögum landsins. Margir hafa t.d. neikvætt viðhorf í garð afbrotamanna án þess að vera tilbúnir að samþykkja að þeir séu haldnir fordómum í garð þeirra. Upphaf fordóma í huga einstaklingsins. Sagt er að fyrstu upplýsingarnar skipti höfuðmáli því á þeim byggjum við skynjun okkar, skoðanir og ályktanir. Séu fyrstu upplýsingar neikvæðar, er hætta á að viðhorf okkar litist og fordómar fæðist. Fordómar sem fest hafa rætur geta verið afar þrautseigir í hugum þeirra sem þá hafa. Það er ekki fyrr en margar nýjar gagnstæðar upplýsingar liggja fyrir sem við e.t.v. samþykkjum að endurskoða viðhorf okkar. En hvað rekur fólk til að vilja flokka aðra, fara í manngreinarálit, upphefja suma en setja aðra skör lægra? Ein kenning er sú að með því að flokka fólk eða hluti, einföldum við tilveru okkar. Flokkunin auðveldar okkur að finna þá sem við eigum eitt og annað sameiginlegt með s.s. þá sem hafa ámóta gildismat, hefðir, áhugamál og framtíðarsýn og við sjálf. Með því að líka vel við þá sem líkjast okkur, hljótum við að líka vel við sjálfa okkur? Rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að fordómar finni sér frekar farveg hjá einstaklingum sem eru með lágt sjálfsmat, óöruggir með sjálfan sig, eru bitrir og vonsviknir. Andleg vanlíðan sem þessi leiðir gjarnan til þröngsýni, dómhörku og ósveigjanleika í hugsun. Þetta eru meðal helstu áhættueinkenna fordóma. Annað einkenni þeirra sem fylla hóp fordómafullra er ótti við fræðslu, höfnun nýrra upplýsinga og nýjunga. Margir eru sammála um að eitt helsta næringarefni fordóma sé fáfræði og þekkingarleysi. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Fordómar er hugtak sem er neikvætt í eðli sínu. Enginn fæðist með fordóma í garð eins eða neins. Um er að ræða áunnið fyrirbæri. Áhrifabreytur eru ýmsir umhverfis- og uppeldisþættir og persónueinkenni. Fordómar eru eins og orðið gefur til kynna „fyrirfram gerðir dómar“. Fordómar geta beinst að nánast hverju sem er, oft ákveðnum minnihlutahópum, eða einhverju tilteknu þjóðfélagi, þjóðerni, kynþætti eða kyni svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hugtök yfir fordóma eru staðalmyndir eða staðalímyndir. Stundum eru fordómar almennir, þ.e. stór hópur deilir þeim á meðan aðrir eru einstaklingsbundnir eða finnast meðal fárra. Fordómar eru einnig misskaðlegir, sumir rista grunnt, aðrir djúpt. Fordómar geta birst með ólíkum hætti t.d. túlkaðir í „gríni“, í atferli en án orða eða einfaldlega birst í heift og fyrirlitningu gagnvart því/þeim sem fordómarnir beinast að. Einnig er hægt að dulbúa fordóma t.d. með því að setja þá í umbúðir skreyttar kærleik eða öðrum fögrum boðskap. Fæstir vilja lýsa sér sem fordómafullum. Þó eru margir tilbúnir að opinbera fordóma sína í hópi vina. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að vera með öllu fordómalaus. Stundum er fordómum ruglað saman við viðhorf til aðila eða hópa sem hafa brotið gegn ríkjandi hefðum eða lögum landsins. Margir hafa t.d. neikvætt viðhorf í garð afbrotamanna án þess að vera tilbúnir að samþykkja að þeir séu haldnir fordómum í garð þeirra. Upphaf fordóma í huga einstaklingsins. Sagt er að fyrstu upplýsingarnar skipti höfuðmáli því á þeim byggjum við skynjun okkar, skoðanir og ályktanir. Séu fyrstu upplýsingar neikvæðar, er hætta á að viðhorf okkar litist og fordómar fæðist. Fordómar sem fest hafa rætur geta verið afar þrautseigir í hugum þeirra sem þá hafa. Það er ekki fyrr en margar nýjar gagnstæðar upplýsingar liggja fyrir sem við e.t.v. samþykkjum að endurskoða viðhorf okkar. En hvað rekur fólk til að vilja flokka aðra, fara í manngreinarálit, upphefja suma en setja aðra skör lægra? Ein kenning er sú að með því að flokka fólk eða hluti, einföldum við tilveru okkar. Flokkunin auðveldar okkur að finna þá sem við eigum eitt og annað sameiginlegt með s.s. þá sem hafa ámóta gildismat, hefðir, áhugamál og framtíðarsýn og við sjálf. Með því að líka vel við þá sem líkjast okkur, hljótum við að líka vel við sjálfa okkur? Rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að fordómar finni sér frekar farveg hjá einstaklingum sem eru með lágt sjálfsmat, óöruggir með sjálfan sig, eru bitrir og vonsviknir. Andleg vanlíðan sem þessi leiðir gjarnan til þröngsýni, dómhörku og ósveigjanleika í hugsun. Þetta eru meðal helstu áhættueinkenna fordóma. Annað einkenni þeirra sem fylla hóp fordómafullra er ótti við fræðslu, höfnun nýrra upplýsinga og nýjunga. Margir eru sammála um að eitt helsta næringarefni fordóma sé fáfræði og þekkingarleysi. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar