Besta fjárfestingin hingað til 25. apríl 2007 06:00 Elísabet Sveinsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. Þegar Elísabet Sveinsdóttir hóf MBA-nám við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum gegndi hún fullu starfi sem forstöðumaður einstaklingssviðs á markaðsdeild Glitnis. Hún var því á kafi í náminu á þeim tíma er Glitnir var að leggja Íslandsbankanafninu. „Ég hef farið í gegnum þetta nám með brjálaðri vinnu. En þetta hefur líka verið gríðarlega kraftmikill tími. Ég er ekki frá því að ég muni sakna hans þegar þessu lýkur,“ segir Elísabet sem útskrifast úr náminu í vor. Í febrúar síðastliðnum söðlaði Elísabet um og hóf störf sem forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Ég myndi þó ekki mæla sérstaklega með því að skipta um vinnu í miðju MBA-námi. Maður þarf að vera mjög einbeittur á þessum tíma og allt aukarask á lífinu er slæmt. En þetta hefur gengið ljómandi vel enda ríkir góður skilningur á vinnustaðnum. Maður fer heldur ekki í gegnum svona nám nema með því að hafa hundrað prósent stuðning vinnuveitanda.“ Elísabet segir námið hafa nýst sér vel í störfum sínum, bæði hjá Glitni og Icelandair. Hún segist oft hafa nýtt sér þann möguleika að samnýta verkefni fyrir vinnuna og skólann. Það styðji skólinn enda gangi námið að miklu leyti út á náin tengsl við atvinnulífið. Fyrir hafði Elísabet próf í hagnýtri fjölmiðlun og markaðsfræði. Hún er ánægð með þá þekkingu sem hún hefur viðað að sér í náminu. „Ég er miklu sterkari, hef miklu yfirgripsmeiri þekkingu á rekstri og öðrum grunnþáttum míns starfs.“ Elísabet er líka ánægð með uppbyggingu og gæði námsins. „Það er faglegur blær yfir öllu náminu sem er bæði hagnýtt og hnitmiðað. Þar fyrir utan eru kennararnir mjög hæfir. Þeir hafa mikinn metnað fyrir hönd nemenda og eru alltaf boðnir og búnir að veita aðstoð. Svo má ekki gleyma tengslamynduninni. Vinnan með öllu þessu fólki úr ýmsum mismunandi greinum stendur upp úr.“ „Á heildina litið er ég í skýjunum með námið. Ég held að það hafi verið eitt af mínum gæfusporum að fara í MBA-nám við Háskóla Íslands,“ segir Elísabet. „Þetta er tvímælalaust mín besta fjárfesting hingað til.“ Undir smásjánni Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Þegar Elísabet Sveinsdóttir hóf MBA-nám við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum gegndi hún fullu starfi sem forstöðumaður einstaklingssviðs á markaðsdeild Glitnis. Hún var því á kafi í náminu á þeim tíma er Glitnir var að leggja Íslandsbankanafninu. „Ég hef farið í gegnum þetta nám með brjálaðri vinnu. En þetta hefur líka verið gríðarlega kraftmikill tími. Ég er ekki frá því að ég muni sakna hans þegar þessu lýkur,“ segir Elísabet sem útskrifast úr náminu í vor. Í febrúar síðastliðnum söðlaði Elísabet um og hóf störf sem forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Ég myndi þó ekki mæla sérstaklega með því að skipta um vinnu í miðju MBA-námi. Maður þarf að vera mjög einbeittur á þessum tíma og allt aukarask á lífinu er slæmt. En þetta hefur gengið ljómandi vel enda ríkir góður skilningur á vinnustaðnum. Maður fer heldur ekki í gegnum svona nám nema með því að hafa hundrað prósent stuðning vinnuveitanda.“ Elísabet segir námið hafa nýst sér vel í störfum sínum, bæði hjá Glitni og Icelandair. Hún segist oft hafa nýtt sér þann möguleika að samnýta verkefni fyrir vinnuna og skólann. Það styðji skólinn enda gangi námið að miklu leyti út á náin tengsl við atvinnulífið. Fyrir hafði Elísabet próf í hagnýtri fjölmiðlun og markaðsfræði. Hún er ánægð með þá þekkingu sem hún hefur viðað að sér í náminu. „Ég er miklu sterkari, hef miklu yfirgripsmeiri þekkingu á rekstri og öðrum grunnþáttum míns starfs.“ Elísabet er líka ánægð með uppbyggingu og gæði námsins. „Það er faglegur blær yfir öllu náminu sem er bæði hagnýtt og hnitmiðað. Þar fyrir utan eru kennararnir mjög hæfir. Þeir hafa mikinn metnað fyrir hönd nemenda og eru alltaf boðnir og búnir að veita aðstoð. Svo má ekki gleyma tengslamynduninni. Vinnan með öllu þessu fólki úr ýmsum mismunandi greinum stendur upp úr.“ „Á heildina litið er ég í skýjunum með námið. Ég held að það hafi verið eitt af mínum gæfusporum að fara í MBA-nám við Háskóla Íslands,“ segir Elísabet. „Þetta er tvímælalaust mín besta fjárfesting hingað til.“
Undir smásjánni Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira