Hluti af stefnu ASÍ í alþjóðaviðskiptum 20. apríl 2007 05:00 Hnattvæðingin hefur leitt til keppni um hver getur framleitt best og ódýrast og í kjölfarið mikillar hörku í alþjóðlegri samkeppni með tilheyrandi flutningi starfa milli landa og heimshluta. Stéttarfélögin verða því að undirbúa og styrkja íslenskt launafólk og íslenskt samfélag til þess að takast á við breyttar aðstæður og krefjandi framtíð. Við getum ekki látið okkur nægja stefnu sem aðeins tekur afstöðu til aðstæðna hér innanlands, því hagsmunir launafólks eru og hafa ætíð verið alþjóðlegir. ASÍ hefur því sett fram stefnu undir yfirskriftinni „Ábyrg og réttlát hnattvæðing“. Ábyrg og réttlát hnattvæðing hafnar samkeppni um hver geti boðið lökust kjör og lélegustu aðstæður fyrir launafólk. Stefna okkar í alþjóðamálum gerir því kröfu um skýrar og strangar alþjóðlegar reglur um virðingu fyrir réttindum launafólks og gagnsæi í ákvörðunum fyrirtækja og fjárfesta. Þessi réttindi eru forsenda þess að íslenskt atvinnulíf verði ekki neytt til samkeppni við fyrirtæki sem banna starfsemi stéttarfélaga, nota barnaþræla eða bjóða starfsmönnum önnur óásættanleg starfsskilyrði. ASÍ telur því að stefna stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum eigi að fela í sér skilyrðislausa kröfu um að virðing fyrir lágmarksréttindum launafólks verði hluti af grundvallarreglum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Traust og sterk réttindi launafólks munu þannig samhliða auknu viðskiptafrelsi vera það vogarafl, sem tryggt getur milljónum launamanna víða um heim mun betri skilyrði og treyst um leið þau skilyrði sem við búum við hér á landi. Það er óásættanlegt að ríkjum sem ekki viðurkenna grundvallarréttindi launafólks heima fyrir verði gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. ASÍ telur þess vegna að stjórnvöld eigi í viðræðum um fríverslunarsamning við Kína að gera það að skilyrði að Kína uppfylli þegar í stað kröfur grundvallarsamþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það á m.a. við um réttinn til að stofna og ganga í stéttarfélög, réttinn til að gera kjarasamninga og réttinn til að boða verkfall til að fylja eftir kröfum sínum. Það er einnig mikilvægt að stefna í alþjóðaviðskiptum geri kröfu til þess að fyrirtæki og fjárfestar upplýsi hvernig tekið er tillit til umhverfis- og félagslegra þátta. Slíkt gegnsæi er nauðsynlegt á heimsvísu því annars hafa neytendur ekki möguleika á því að hafna vörum sem framleiddar eru við óviðunandi aðstæður launafólks og í skjóli mannréttindabrota. Einnig verður aðstoð okkar við þróunarlöndin að vera virk og umfangsmikil til þess að auðvelda fátækum þjóðum að komast til álna. ASÍ telur að fylgja beri þróunarverkefnum okkar eftir með virkri aðstoð og ráðgjöf við að koma upp lýðræðislegum stéttarfélögum og neti trúnaðarmanna líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Ef heildstætt samhengi á að vera í stefnu okkar varðandi hnattvæðinguna er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir alþjóðlegri ábyrgð okkar á þróun hennar. Aðeins þannig getum við lagt eitthvað af mörkum til þess að tryggja að hnattvæðingin skapi öllum tækifæri til betra lífs. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Það er hins vegar óviðunandi að löndum eins og Kína, sem ekki viðurkenna lágmarksmannréttindi heima fyrir, sé gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hnattvæðingin hefur leitt til keppni um hver getur framleitt best og ódýrast og í kjölfarið mikillar hörku í alþjóðlegri samkeppni með tilheyrandi flutningi starfa milli landa og heimshluta. Stéttarfélögin verða því að undirbúa og styrkja íslenskt launafólk og íslenskt samfélag til þess að takast á við breyttar aðstæður og krefjandi framtíð. Við getum ekki látið okkur nægja stefnu sem aðeins tekur afstöðu til aðstæðna hér innanlands, því hagsmunir launafólks eru og hafa ætíð verið alþjóðlegir. ASÍ hefur því sett fram stefnu undir yfirskriftinni „Ábyrg og réttlát hnattvæðing“. Ábyrg og réttlát hnattvæðing hafnar samkeppni um hver geti boðið lökust kjör og lélegustu aðstæður fyrir launafólk. Stefna okkar í alþjóðamálum gerir því kröfu um skýrar og strangar alþjóðlegar reglur um virðingu fyrir réttindum launafólks og gagnsæi í ákvörðunum fyrirtækja og fjárfesta. Þessi réttindi eru forsenda þess að íslenskt atvinnulíf verði ekki neytt til samkeppni við fyrirtæki sem banna starfsemi stéttarfélaga, nota barnaþræla eða bjóða starfsmönnum önnur óásættanleg starfsskilyrði. ASÍ telur því að stefna stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum eigi að fela í sér skilyrðislausa kröfu um að virðing fyrir lágmarksréttindum launafólks verði hluti af grundvallarreglum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Traust og sterk réttindi launafólks munu þannig samhliða auknu viðskiptafrelsi vera það vogarafl, sem tryggt getur milljónum launamanna víða um heim mun betri skilyrði og treyst um leið þau skilyrði sem við búum við hér á landi. Það er óásættanlegt að ríkjum sem ekki viðurkenna grundvallarréttindi launafólks heima fyrir verði gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun. ASÍ telur þess vegna að stjórnvöld eigi í viðræðum um fríverslunarsamning við Kína að gera það að skilyrði að Kína uppfylli þegar í stað kröfur grundvallarsamþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það á m.a. við um réttinn til að stofna og ganga í stéttarfélög, réttinn til að gera kjarasamninga og réttinn til að boða verkfall til að fylja eftir kröfum sínum. Það er einnig mikilvægt að stefna í alþjóðaviðskiptum geri kröfu til þess að fyrirtæki og fjárfestar upplýsi hvernig tekið er tillit til umhverfis- og félagslegra þátta. Slíkt gegnsæi er nauðsynlegt á heimsvísu því annars hafa neytendur ekki möguleika á því að hafna vörum sem framleiddar eru við óviðunandi aðstæður launafólks og í skjóli mannréttindabrota. Einnig verður aðstoð okkar við þróunarlöndin að vera virk og umfangsmikil til þess að auðvelda fátækum þjóðum að komast til álna. ASÍ telur að fylgja beri þróunarverkefnum okkar eftir með virkri aðstoð og ráðgjöf við að koma upp lýðræðislegum stéttarfélögum og neti trúnaðarmanna líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Ef heildstætt samhengi á að vera í stefnu okkar varðandi hnattvæðinguna er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir alþjóðlegri ábyrgð okkar á þróun hennar. Aðeins þannig getum við lagt eitthvað af mörkum til þess að tryggja að hnattvæðingin skapi öllum tækifæri til betra lífs. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Það er hins vegar óviðunandi að löndum eins og Kína, sem ekki viðurkenna lágmarksmannréttindi heima fyrir, sé gert kleift að keppa á alþjóðavettvangi með fríverslun.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar