Mun sitja áfram með Njarðvíkingum 14. apríl 2007 00:01 Óskar Örn, knattspyrnumaður úr KR, sést hér í grænröndótta bolnum í stúkunni á fimmtudag að klappa fyrir Njarðvíkingum. MYND/anton Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum KR á leik liðsins gegn Njarðvík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðningsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR. „Þetta voru engin leiðindi hjá þeim. Þetta var allt innan siðsamlegra marka og bara léttar „kyndingar“, bara gaman að því,“ sagði Óskar Örn léttur en hann mætti í grænröndóttum bol með hvítu og svörtu á völlinn. Fatavalið var meðvitað hjá knattspyrnumanninum í ljósi umræðunnar. „Ég var samt rólegri í stúkunni nú en oft áður á þessum leik.“ Óskar Örn lék lengi vel með Njarðvík í körfuboltanum og þótti mjög efnilegur á sínum tíma. Hann er nánast alinn upp í Ljónagryfjunni í Njarðvík enda hefur móðir hans unnið þar í átján ár. „Ég er harður Njarðvíkingur í körfunni og það breytist ekkert. Ég sit KR-megin á öllum körfuboltaleikjum nema gegn Njarðvík,“ sagði Óskar Örn. Félagar hans í fótboltaliðinu höfðu strítt honum fyrr um daginn með því að líma klósettpappír á skápinn hans sem á stóð „Svikari“. Allt í gamni gert og mikið hlegið þegar Óskar kom inn í búningsklefann og sá miðann. Hann er enn á skápnum. „Ég mætti svo 40 mínútum fyrir leik og strákarnir í stúkunni byrjuðu fljótlega að syngja Óskar í Njarðvík og svona. Ég hafði bara gaman af þessu þar sem þetta var ekkert rætið,“ sagði Óskar, sem var aldrei í vafa um að mæta á völlinn. „Ég hlakkaði bara til að mæta. Var ekkert stressaður. Ég vissi samt ekki alveg við hverju var að búast en átti svo sem von á einhverju. Vissi að búið var að ræða málið á netinu til að mynda. Ég mun mæta í næsta leik ef ég get mætt og sitja Njarðvíkurmegin. Þetta er bara gaman og verður það áfram,“ sagði Óskar Örn, sem hefur ekki spáð meir í fataval á næstu leikjum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira
Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum KR á leik liðsins gegn Njarðvík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðningsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR. „Þetta voru engin leiðindi hjá þeim. Þetta var allt innan siðsamlegra marka og bara léttar „kyndingar“, bara gaman að því,“ sagði Óskar Örn léttur en hann mætti í grænröndóttum bol með hvítu og svörtu á völlinn. Fatavalið var meðvitað hjá knattspyrnumanninum í ljósi umræðunnar. „Ég var samt rólegri í stúkunni nú en oft áður á þessum leik.“ Óskar Örn lék lengi vel með Njarðvík í körfuboltanum og þótti mjög efnilegur á sínum tíma. Hann er nánast alinn upp í Ljónagryfjunni í Njarðvík enda hefur móðir hans unnið þar í átján ár. „Ég er harður Njarðvíkingur í körfunni og það breytist ekkert. Ég sit KR-megin á öllum körfuboltaleikjum nema gegn Njarðvík,“ sagði Óskar Örn. Félagar hans í fótboltaliðinu höfðu strítt honum fyrr um daginn með því að líma klósettpappír á skápinn hans sem á stóð „Svikari“. Allt í gamni gert og mikið hlegið þegar Óskar kom inn í búningsklefann og sá miðann. Hann er enn á skápnum. „Ég mætti svo 40 mínútum fyrir leik og strákarnir í stúkunni byrjuðu fljótlega að syngja Óskar í Njarðvík og svona. Ég hafði bara gaman af þessu þar sem þetta var ekkert rætið,“ sagði Óskar, sem var aldrei í vafa um að mæta á völlinn. „Ég hlakkaði bara til að mæta. Var ekkert stressaður. Ég vissi samt ekki alveg við hverju var að búast en átti svo sem von á einhverju. Vissi að búið var að ræða málið á netinu til að mynda. Ég mun mæta í næsta leik ef ég get mætt og sitja Njarðvíkurmegin. Þetta er bara gaman og verður það áfram,“ sagði Óskar Örn, sem hefur ekki spáð meir í fataval á næstu leikjum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira