Múrar eru engin lausn Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2007 05:00 Nokkuð hefur verið rætt um innflytjendapólitík að undanförnu. Flest okkar höfum við þá afstöðu að við viljum að eins vel sé komið fram gagnvart útlendu aðkomufólki og við viljum að gert sé gagnvart okkur þegar við erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af því að vera búsettur erlendis og er hlýtt til þeirra þjóða sem ég hef dvalist hjá, ekki síst vegna þess hve vel mér var tekið. Þetta breytir því ekki að bráðnauðsynlegt er að ræða innstreymi erlends launafólks til landsins, í hve miklum mæli við viljum og getum tekið á móti aðkomufólki svo sómasamlegt sé. Einnig þarf að hafa í huga að atvinnulíf verði ekki sveiflukennt þannig að á víxl gangi á með ofsaþenslu og síðan fjöldaatvinnuleysi. Jafnvægi er heillavænlegra fyrir atvinnulífið og samfélagið hvernig sem á málin er litið. Sumir vilja reisa múra og girðingar og sporna þannig við innflutningi til landsins. Slíkir múrar eru ekki eftirsóknarverðir auk þess sem þeir í reynd breyta engu. Allir hafa hvort eð er rétt til að koma til Íslands og ráða sig hér til starfa ef störf eru á annað borð í boði. Það er meginmálið. Hér hefur efnahagslífið verið þanið til hins ítrasta, m.a. með stóriðjustefnu stjórnvalda, með þeim afleiðingum að vinnumarkaðurinn hrópar bókstaflega á fólk. Þeir sem telja að vinnumarkaðurinn sé ekki í jafnvægi eiga að beina sjónum sínum að þessu í stað þess að varna fólki komu til landsins með gaddavír! Lofsvert er hvernig staðið hefur verið að nýlegri lagasetningu sem tryggir réttindi á vinnumarkaði enda byggist hún á víðtækri sátt aðila vinnumarkaðar, ASÍ, BSRB, BHM og SA. Eitt má aldrei gleymast í þessari umræðu og það er hve viðkvæm hún er. Allir ættu að minnast þess að orð geta sært fólk. Ekki síst ef aðkomufólk skilur umræðuna sem ógnandi og fjandsamlega í sinn garð. Það má aldrei verða. Hræðsla við umræðu má á hinn bóginn ekki leiða til þess að hún komist hreinlega ekki á dagskrá. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um innflytjendapólitík að undanförnu. Flest okkar höfum við þá afstöðu að við viljum að eins vel sé komið fram gagnvart útlendu aðkomufólki og við viljum að gert sé gagnvart okkur þegar við erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af því að vera búsettur erlendis og er hlýtt til þeirra þjóða sem ég hef dvalist hjá, ekki síst vegna þess hve vel mér var tekið. Þetta breytir því ekki að bráðnauðsynlegt er að ræða innstreymi erlends launafólks til landsins, í hve miklum mæli við viljum og getum tekið á móti aðkomufólki svo sómasamlegt sé. Einnig þarf að hafa í huga að atvinnulíf verði ekki sveiflukennt þannig að á víxl gangi á með ofsaþenslu og síðan fjöldaatvinnuleysi. Jafnvægi er heillavænlegra fyrir atvinnulífið og samfélagið hvernig sem á málin er litið. Sumir vilja reisa múra og girðingar og sporna þannig við innflutningi til landsins. Slíkir múrar eru ekki eftirsóknarverðir auk þess sem þeir í reynd breyta engu. Allir hafa hvort eð er rétt til að koma til Íslands og ráða sig hér til starfa ef störf eru á annað borð í boði. Það er meginmálið. Hér hefur efnahagslífið verið þanið til hins ítrasta, m.a. með stóriðjustefnu stjórnvalda, með þeim afleiðingum að vinnumarkaðurinn hrópar bókstaflega á fólk. Þeir sem telja að vinnumarkaðurinn sé ekki í jafnvægi eiga að beina sjónum sínum að þessu í stað þess að varna fólki komu til landsins með gaddavír! Lofsvert er hvernig staðið hefur verið að nýlegri lagasetningu sem tryggir réttindi á vinnumarkaði enda byggist hún á víðtækri sátt aðila vinnumarkaðar, ASÍ, BSRB, BHM og SA. Eitt má aldrei gleymast í þessari umræðu og það er hve viðkvæm hún er. Allir ættu að minnast þess að orð geta sært fólk. Ekki síst ef aðkomufólk skilur umræðuna sem ógnandi og fjandsamlega í sinn garð. Það má aldrei verða. Hræðsla við umræðu má á hinn bóginn ekki leiða til þess að hún komist hreinlega ekki á dagskrá. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar