Hópur síbrotamanna ákærður í 70 liðum Þórður Snær Júlíusson skrifar 12. apríl 2007 05:15 Hluti hópsins reyndi að ræna hraðbanka Landsbankaútibúsins við Klettháls í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Sextán ára stúlka ók pallbílnum. Ákæra í sjötíu liðum á hendur tíu manns var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars. Fólkið, sem er á aldrinum fimmtán til 26 ára, framdi afbrot sín frá því í júlí 2006 og fram í lok janúar á þessu ári. Flestir ákæruliðirnir eru vegna innbrota og annarra þjófnaða en þó eru fjársvik, fíkniefnamisferli, eignarspjöll og fjölmargir bílþjófnaðir einnig þar á meðal. Þrír menn tengjast langflestum afbrotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Jón Einar Randversson, en þeir voru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem hlaut dóm í febrúar síðastliðnum. Það mál náði yfir 28 ákæruliði vegna innbrota, þjófnaða, fjársvika og fíkniefnabrota, auk annarra brota sem framin voru í ellefu mismunandi byggðarlögum. Sigurbjörn Adam, sem er 22 ára, fékk þá átján mánaða fangelsisdóm fyrir sína þátttöku en Davíð Þór, sem er nítján ára, hlaut fimmtán mánaða dóm. Jón Einar, sem er 24 ára, var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar sem bættist við fjórtán mánaða dóm sem hann hlaut í nóvember síðastliðnum vegna líkamsárásar og fleiri brota. Hann hefur hlotið fimm refsidóma frá árinu 1998. Sigurbjörn Adam áfrýjaði ekki þeim úrskurði og situr nú á Litla-Hrauni. Davíð Þór áfrýjaði hins vegar en hann situr nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út í lok apríl. Fjórði maðurinn sem var fyrirferðarmikill í þeim sjötíu ákæruliðum sem nú eru til dómsmeðferðar er Ívar Aron Hill Ævarsson, en hann er tvítugur að aldri. Hann var meðal annars handtekinn í lok nóvember eftir að hann hafði, í slagtogi við þrjá aðra, reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Á milli jóla og nýárs var hann svo handtekinn á ný með 25 LSD-skammta í fórum sínum. Í lok janúar á þessu ári tók hann síðan þátt, í slagtogi við Sigurbjörn Adam og tæplega tvítuga stúlku, í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir þetta vera óvenjulega mikla virkni hjá litlum hópi manna á ekki lengra tímabili. „Þarna er líklega um að ræða ákveðinn kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífsstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera. En ég man ekki sjálfur eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma,“ segir Helgi Gunnlaugsson. Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Ákæra í sjötíu liðum á hendur tíu manns var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars. Fólkið, sem er á aldrinum fimmtán til 26 ára, framdi afbrot sín frá því í júlí 2006 og fram í lok janúar á þessu ári. Flestir ákæruliðirnir eru vegna innbrota og annarra þjófnaða en þó eru fjársvik, fíkniefnamisferli, eignarspjöll og fjölmargir bílþjófnaðir einnig þar á meðal. Þrír menn tengjast langflestum afbrotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Jón Einar Randversson, en þeir voru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem hlaut dóm í febrúar síðastliðnum. Það mál náði yfir 28 ákæruliði vegna innbrota, þjófnaða, fjársvika og fíkniefnabrota, auk annarra brota sem framin voru í ellefu mismunandi byggðarlögum. Sigurbjörn Adam, sem er 22 ára, fékk þá átján mánaða fangelsisdóm fyrir sína þátttöku en Davíð Þór, sem er nítján ára, hlaut fimmtán mánaða dóm. Jón Einar, sem er 24 ára, var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar sem bættist við fjórtán mánaða dóm sem hann hlaut í nóvember síðastliðnum vegna líkamsárásar og fleiri brota. Hann hefur hlotið fimm refsidóma frá árinu 1998. Sigurbjörn Adam áfrýjaði ekki þeim úrskurði og situr nú á Litla-Hrauni. Davíð Þór áfrýjaði hins vegar en hann situr nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út í lok apríl. Fjórði maðurinn sem var fyrirferðarmikill í þeim sjötíu ákæruliðum sem nú eru til dómsmeðferðar er Ívar Aron Hill Ævarsson, en hann er tvítugur að aldri. Hann var meðal annars handtekinn í lok nóvember eftir að hann hafði, í slagtogi við þrjá aðra, reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Á milli jóla og nýárs var hann svo handtekinn á ný með 25 LSD-skammta í fórum sínum. Í lok janúar á þessu ári tók hann síðan þátt, í slagtogi við Sigurbjörn Adam og tæplega tvítuga stúlku, í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir þetta vera óvenjulega mikla virkni hjá litlum hópi manna á ekki lengra tímabili. „Þarna er líklega um að ræða ákveðinn kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífsstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera. En ég man ekki sjálfur eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma,“ segir Helgi Gunnlaugsson.
Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira