Þessa dagana lítur út fyrir að enginn sé maður með mönnum nema hann eigi fjárfestingarfélag eða fjárfestingarbanka, helst hvort tveggja. Þessi misserin spretta bankar upp eins og gorkúlur á haug og vonandi að þessi þróun verði til þess að vel ári um langa framtíð í hagkerfinu.
Það er hins vegar að verða liðin tíð að fótanuddtæki og sódastream dugi til að vera mainstream á Íslandi. Nú þarf nokkra milljarða og banka til að að geta fundið sig í fjöldanum.