Magni hitar upp fyrir Aerosmith í Las Vegas 31. mars 2007 12:00 Halda góð-gerðartónleika í Vegas 28. apríl og fær ekki ónýtt upphitunaratriði. „Já, þetta er komið nokkurn veginn á hreint. Ég verð þarna sem gítarleikari og spila með Dilönu á tónleikum sem verða haldnir 28. apríl. Já, við erum upphitunarnúmer fyrir Aerosmith," segir tónlistarmaðurinn Magni. Mega þetta heita nokkur tíðindi enda ekki á hverjum degi sem íslenskur tónlistarmaður hitar upp fyrir annað eins og Steven Tyler og Aerosmith - sem er líklega einhver þekktasta hljómsveit heims á seinni árum. Tónleikarnir verða í Vegas og eru styrktartónleikar fyrir The Lily Claire-sjóðinn. Magni segir að þetta sé í raun gigg Dilönu en hún hafi vaknað upp við þann vonda draum að vera „band-laus". Hún leitaði því til Magna og trommarans úr No Doubt, Aidrians, auk þess sem hún hefur bassa- og gítarleikara sem ekki eru þekktir, en mjög góðir að sögn Magna, til að fullskipa hljómsveitina. Með fullri virðingu fyrir Aerosmith virðist Magni vera spenntari fyrir miklum páskatúr Á móti sól.„Nei, ekkert hljómborð. Ég veit ekki mikið um þetta. En við spilum líklega þarna í um hálftíma. Um átta lög og það verður þá líklega eitthvað af væntanlegri plötu Dilönu og lög úr RockStar sem hún hefur gert að sínum." Annars hefur Magni ekki hugann við þetta heldur hefur hann verið að skipuleggja páskatónleikatúr hljómsveitar sinnar Á móti sól. Og það þykir honum meira spennandi. „Elstu menn hafa verið dregnir út úr skúmaskotum elli sinnar og segjast ekki muna eftir öðrum eins túr. Kók og kanónur," segir Magni. Magni söngvari í Á móti sól og tveir ómissandi hlutirHljómsveitin Á móti sól er ein fárra sem stendur vaktina á sveitaballamarkaði. Má kannski nefna þar Papana og Sálina en annars er ekki um feitan gölt að flá. Á móti sól hefur nú verið starfandi í rúm tíu ár og Magni segir hljómsveitarmeðlimi ekki svo mikið sem hafa rifist hvað þá meira. Sem má heita merkilegt því tíu ár eru á milli þess elsta og þess yngsta. Og ólíkari menn vart til. Hljómsveitin hefur verið iðin við kolann og tók sér þá fyrst frí er Magni fór í sína frægu för til að taka þátt í Rock Star Supernova. „Páskatúrinn samanstendur af fjórum giggum. Sjallinn á miðvikudag, Ölfushöllin með Pöpum á föstudag, svo Blönduós á laugardag og endum á Skaganum á sunnudaginn," segir Magni og má greina tilhlökkun í röddu hans. Annars segir hann sveitaballakúltúrinn vart vera svip hjá sjón síðan 1995. Breyttir tímar. „Það er búið að krakkar setjist upp í bíl og keyri í þrjá klukkutíma til að fara á ball. Nú nennir fólk lítið að hreyfa sig. Þó er þetta kynslóðin sem kom sennilega undir í tengslum við sveitaböll. Þetta er hnignun." Rock Star Supernova Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Já, þetta er komið nokkurn veginn á hreint. Ég verð þarna sem gítarleikari og spila með Dilönu á tónleikum sem verða haldnir 28. apríl. Já, við erum upphitunarnúmer fyrir Aerosmith," segir tónlistarmaðurinn Magni. Mega þetta heita nokkur tíðindi enda ekki á hverjum degi sem íslenskur tónlistarmaður hitar upp fyrir annað eins og Steven Tyler og Aerosmith - sem er líklega einhver þekktasta hljómsveit heims á seinni árum. Tónleikarnir verða í Vegas og eru styrktartónleikar fyrir The Lily Claire-sjóðinn. Magni segir að þetta sé í raun gigg Dilönu en hún hafi vaknað upp við þann vonda draum að vera „band-laus". Hún leitaði því til Magna og trommarans úr No Doubt, Aidrians, auk þess sem hún hefur bassa- og gítarleikara sem ekki eru þekktir, en mjög góðir að sögn Magna, til að fullskipa hljómsveitina. Með fullri virðingu fyrir Aerosmith virðist Magni vera spenntari fyrir miklum páskatúr Á móti sól.„Nei, ekkert hljómborð. Ég veit ekki mikið um þetta. En við spilum líklega þarna í um hálftíma. Um átta lög og það verður þá líklega eitthvað af væntanlegri plötu Dilönu og lög úr RockStar sem hún hefur gert að sínum." Annars hefur Magni ekki hugann við þetta heldur hefur hann verið að skipuleggja páskatónleikatúr hljómsveitar sinnar Á móti sól. Og það þykir honum meira spennandi. „Elstu menn hafa verið dregnir út úr skúmaskotum elli sinnar og segjast ekki muna eftir öðrum eins túr. Kók og kanónur," segir Magni. Magni söngvari í Á móti sól og tveir ómissandi hlutirHljómsveitin Á móti sól er ein fárra sem stendur vaktina á sveitaballamarkaði. Má kannski nefna þar Papana og Sálina en annars er ekki um feitan gölt að flá. Á móti sól hefur nú verið starfandi í rúm tíu ár og Magni segir hljómsveitarmeðlimi ekki svo mikið sem hafa rifist hvað þá meira. Sem má heita merkilegt því tíu ár eru á milli þess elsta og þess yngsta. Og ólíkari menn vart til. Hljómsveitin hefur verið iðin við kolann og tók sér þá fyrst frí er Magni fór í sína frægu för til að taka þátt í Rock Star Supernova. „Páskatúrinn samanstendur af fjórum giggum. Sjallinn á miðvikudag, Ölfushöllin með Pöpum á föstudag, svo Blönduós á laugardag og endum á Skaganum á sunnudaginn," segir Magni og má greina tilhlökkun í röddu hans. Annars segir hann sveitaballakúltúrinn vart vera svip hjá sjón síðan 1995. Breyttir tímar. „Það er búið að krakkar setjist upp í bíl og keyri í þrjá klukkutíma til að fara á ball. Nú nennir fólk lítið að hreyfa sig. Þó er þetta kynslóðin sem kom sennilega undir í tengslum við sveitaböll. Þetta er hnignun."
Rock Star Supernova Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið