Íslandshreyfingin með fimm prósent 25. mars 2007 01:30 „Þetta eru ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 5,0 prósent segjast myndu kjósa hreyfinguna og gæti hún því fengið þrjá þingmenn kjörna. „Íslandshreyfingin er rétt að fara af stað og ég vona að þetta gefi tóninn fyrir áframhaldið.“ Frjálslyndi flokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og segjast nú 4,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því er ólíklegt að flokkurinn fengi nokkurn þingmann kjörinn. „Mér finnst fylgistapið óásættanlegt og sýnir að við þurfum að fara á fullt með kosningabaráttuna okkar, sem er ekki hafin að neinu marki enn,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Fylgi Samfylkingar eykst aðeins frá síðustu könnun blaðsins og segjast nú 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn, sem gæfi um fjórtán þingmenn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist treysta þjóðinni til að velja skynsamlega í vor. „Margir eru óákveðnir enn, en Samfylkingin er að mjakast upp, sem er í takt við það sem við höfum fundið.“ Vinstri græn missa svolítið fylgi nú og segjast 23,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir niðurstöðuna eins og við hafi verið að búast. „Nýja framboðið var kynnt í vikunni og fékk mikla athygli, svo það kemur ekki á óvart að það komist á blað. Það er hins vegar ekki hægt að segja að það fylgi því mikil sveifla, því bæði Frjálslyndir og Íslandshreyfingin eiga það á hættu að fá engan mann kjörinn.“ Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar einnig lítillega og segist 36,1 prósent myndu kjósa flokkinn nú, sem gæfi flokknum 24 þingmenn. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður segir niðurstöðuna sýna að flokksmenn þurfi að herða sig enn frekar, þrátt fyrir að vera á góðu róli. Fylgi Framsóknarflokks stendur í stað og segjast nú 9,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir könnunina lofa góðu fyrir framsóknarmenn. „Við erum álíka stórir og við vorum mánuði fyrir síðustu kostningar og við næstum því tvöfölduðum það fylgi. Stóru fréttirnar í þessu eru náttúrlega þær að enn er þessi mikla athafnaríkisstjórn fallin sem hefur setið að völdum á Íslandi. Það eru stórtíðindi.“ Kosningar 2007 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Þetta eru ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 5,0 prósent segjast myndu kjósa hreyfinguna og gæti hún því fengið þrjá þingmenn kjörna. „Íslandshreyfingin er rétt að fara af stað og ég vona að þetta gefi tóninn fyrir áframhaldið.“ Frjálslyndi flokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og segjast nú 4,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því er ólíklegt að flokkurinn fengi nokkurn þingmann kjörinn. „Mér finnst fylgistapið óásættanlegt og sýnir að við þurfum að fara á fullt með kosningabaráttuna okkar, sem er ekki hafin að neinu marki enn,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Fylgi Samfylkingar eykst aðeins frá síðustu könnun blaðsins og segjast nú 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn, sem gæfi um fjórtán þingmenn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist treysta þjóðinni til að velja skynsamlega í vor. „Margir eru óákveðnir enn, en Samfylkingin er að mjakast upp, sem er í takt við það sem við höfum fundið.“ Vinstri græn missa svolítið fylgi nú og segjast 23,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir niðurstöðuna eins og við hafi verið að búast. „Nýja framboðið var kynnt í vikunni og fékk mikla athygli, svo það kemur ekki á óvart að það komist á blað. Það er hins vegar ekki hægt að segja að það fylgi því mikil sveifla, því bæði Frjálslyndir og Íslandshreyfingin eiga það á hættu að fá engan mann kjörinn.“ Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar einnig lítillega og segist 36,1 prósent myndu kjósa flokkinn nú, sem gæfi flokknum 24 þingmenn. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður segir niðurstöðuna sýna að flokksmenn þurfi að herða sig enn frekar, þrátt fyrir að vera á góðu róli. Fylgi Framsóknarflokks stendur í stað og segjast nú 9,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir könnunina lofa góðu fyrir framsóknarmenn. „Við erum álíka stórir og við vorum mánuði fyrir síðustu kostningar og við næstum því tvöfölduðum það fylgi. Stóru fréttirnar í þessu eru náttúrlega þær að enn er þessi mikla athafnaríkisstjórn fallin sem hefur setið að völdum á Íslandi. Það eru stórtíðindi.“
Kosningar 2007 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira