Íslandshreyfingin með fimm prósent 25. mars 2007 01:30 „Þetta eru ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 5,0 prósent segjast myndu kjósa hreyfinguna og gæti hún því fengið þrjá þingmenn kjörna. „Íslandshreyfingin er rétt að fara af stað og ég vona að þetta gefi tóninn fyrir áframhaldið.“ Frjálslyndi flokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og segjast nú 4,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því er ólíklegt að flokkurinn fengi nokkurn þingmann kjörinn. „Mér finnst fylgistapið óásættanlegt og sýnir að við þurfum að fara á fullt með kosningabaráttuna okkar, sem er ekki hafin að neinu marki enn,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Fylgi Samfylkingar eykst aðeins frá síðustu könnun blaðsins og segjast nú 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn, sem gæfi um fjórtán þingmenn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist treysta þjóðinni til að velja skynsamlega í vor. „Margir eru óákveðnir enn, en Samfylkingin er að mjakast upp, sem er í takt við það sem við höfum fundið.“ Vinstri græn missa svolítið fylgi nú og segjast 23,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir niðurstöðuna eins og við hafi verið að búast. „Nýja framboðið var kynnt í vikunni og fékk mikla athygli, svo það kemur ekki á óvart að það komist á blað. Það er hins vegar ekki hægt að segja að það fylgi því mikil sveifla, því bæði Frjálslyndir og Íslandshreyfingin eiga það á hættu að fá engan mann kjörinn.“ Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar einnig lítillega og segist 36,1 prósent myndu kjósa flokkinn nú, sem gæfi flokknum 24 þingmenn. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður segir niðurstöðuna sýna að flokksmenn þurfi að herða sig enn frekar, þrátt fyrir að vera á góðu róli. Fylgi Framsóknarflokks stendur í stað og segjast nú 9,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir könnunina lofa góðu fyrir framsóknarmenn. „Við erum álíka stórir og við vorum mánuði fyrir síðustu kostningar og við næstum því tvöfölduðum það fylgi. Stóru fréttirnar í þessu eru náttúrlega þær að enn er þessi mikla athafnaríkisstjórn fallin sem hefur setið að völdum á Íslandi. Það eru stórtíðindi.“ Kosningar 2007 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
„Þetta eru ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 5,0 prósent segjast myndu kjósa hreyfinguna og gæti hún því fengið þrjá þingmenn kjörna. „Íslandshreyfingin er rétt að fara af stað og ég vona að þetta gefi tóninn fyrir áframhaldið.“ Frjálslyndi flokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og segjast nú 4,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því er ólíklegt að flokkurinn fengi nokkurn þingmann kjörinn. „Mér finnst fylgistapið óásættanlegt og sýnir að við þurfum að fara á fullt með kosningabaráttuna okkar, sem er ekki hafin að neinu marki enn,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Fylgi Samfylkingar eykst aðeins frá síðustu könnun blaðsins og segjast nú 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn, sem gæfi um fjórtán þingmenn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist treysta þjóðinni til að velja skynsamlega í vor. „Margir eru óákveðnir enn, en Samfylkingin er að mjakast upp, sem er í takt við það sem við höfum fundið.“ Vinstri græn missa svolítið fylgi nú og segjast 23,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir niðurstöðuna eins og við hafi verið að búast. „Nýja framboðið var kynnt í vikunni og fékk mikla athygli, svo það kemur ekki á óvart að það komist á blað. Það er hins vegar ekki hægt að segja að það fylgi því mikil sveifla, því bæði Frjálslyndir og Íslandshreyfingin eiga það á hættu að fá engan mann kjörinn.“ Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar einnig lítillega og segist 36,1 prósent myndu kjósa flokkinn nú, sem gæfi flokknum 24 þingmenn. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður segir niðurstöðuna sýna að flokksmenn þurfi að herða sig enn frekar, þrátt fyrir að vera á góðu róli. Fylgi Framsóknarflokks stendur í stað og segjast nú 9,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir könnunina lofa góðu fyrir framsóknarmenn. „Við erum álíka stórir og við vorum mánuði fyrir síðustu kostningar og við næstum því tvöfölduðum það fylgi. Stóru fréttirnar í þessu eru náttúrlega þær að enn er þessi mikla athafnaríkisstjórn fallin sem hefur setið að völdum á Íslandi. Það eru stórtíðindi.“
Kosningar 2007 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira