Samfylking vill stóriðjuhlé Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 19. mars 2007 00:01 Þegar Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu í íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík hafa þeir í hendi sér valdið til þess að stöðva stækkunaráform Alcans. Það gera þeir með því að merkja nei við tillögu að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir þreföldun álversins. Velji fólk að samþykkja skipulagstillöguna þá verður gert ráð fyrir stækkuninni í Straumsvík í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar. Nýtt deiliskipulag er hins vegar ekki endanleg ávísun á stækkun. Þá á eftir að taka afstöðu til orkuöflunar, þjóðhagslegra áhrifa og fleiri þátta. Sú staðreynd vill gleymast í umræðunni um íbúakosninguna í Hafnarfirði.Vald og vilji fólksins Það er í senn lofsvert og til eftirbreytni að bæjarstjórnin í Hafnarfirði skuli hafa ákveðið að setja ákvörðun um skipulag sem rúmar stækkað álver í hendur bæjarbúa. Með því stígur Samfylkingin í Hafnarfirði stórt skref í átt til aukins íbúalýðræðis hér á landi. Ég er sannfærð um að krafan um íbúakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur um stór og brýn mál mun hljóma oftar og hærra hér á landi í náinni framtíð. Samfylkingin hefur frá upphafi barist fyrir auknum heimildum til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.Verndum fyrst – virkjum svo Fagra Ísland er yfirskrift stefnumótunar Samfylkingarinnar í umhverfis- og náttúruvernd. Þar er gert ráð fyrir því að Íslendingar geri stóriðjuhlé og nýti tímann til þess að kortleggja náttúru Íslands með tilliti til þess hvaða verðmætu svæði við viljum vernda og jafnframt hvaða svæði við teljum óhætt að nýta með öðrum hætti. Svo að þetta sé framkvæmanlegt þarf að taka leyfisveitingar til rannsókna og nýtingar á orkukostum úr höndum iðnaðarráðherra og færa þær aftur til Alþingis. Aðeins þannig er hægt að fá yfirsýn yfir þá kosti sem okkur bjóðast, forgangsraða þeim og vernda þá eða nýta til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það er mikilvægt að Hafnfirðingum sé stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum skýr þegar þeir ganga að kjörborði 31. mars nk. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Þegar Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu í íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík hafa þeir í hendi sér valdið til þess að stöðva stækkunaráform Alcans. Það gera þeir með því að merkja nei við tillögu að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir þreföldun álversins. Velji fólk að samþykkja skipulagstillöguna þá verður gert ráð fyrir stækkuninni í Straumsvík í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar. Nýtt deiliskipulag er hins vegar ekki endanleg ávísun á stækkun. Þá á eftir að taka afstöðu til orkuöflunar, þjóðhagslegra áhrifa og fleiri þátta. Sú staðreynd vill gleymast í umræðunni um íbúakosninguna í Hafnarfirði.Vald og vilji fólksins Það er í senn lofsvert og til eftirbreytni að bæjarstjórnin í Hafnarfirði skuli hafa ákveðið að setja ákvörðun um skipulag sem rúmar stækkað álver í hendur bæjarbúa. Með því stígur Samfylkingin í Hafnarfirði stórt skref í átt til aukins íbúalýðræðis hér á landi. Ég er sannfærð um að krafan um íbúakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur um stór og brýn mál mun hljóma oftar og hærra hér á landi í náinni framtíð. Samfylkingin hefur frá upphafi barist fyrir auknum heimildum til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.Verndum fyrst – virkjum svo Fagra Ísland er yfirskrift stefnumótunar Samfylkingarinnar í umhverfis- og náttúruvernd. Þar er gert ráð fyrir því að Íslendingar geri stóriðjuhlé og nýti tímann til þess að kortleggja náttúru Íslands með tilliti til þess hvaða verðmætu svæði við viljum vernda og jafnframt hvaða svæði við teljum óhætt að nýta með öðrum hætti. Svo að þetta sé framkvæmanlegt þarf að taka leyfisveitingar til rannsókna og nýtingar á orkukostum úr höndum iðnaðarráðherra og færa þær aftur til Alþingis. Aðeins þannig er hægt að fá yfirsýn yfir þá kosti sem okkur bjóðast, forgangsraða þeim og vernda þá eða nýta til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það er mikilvægt að Hafnfirðingum sé stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum skýr þegar þeir ganga að kjörborði 31. mars nk. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar