Er Gamli sáttmáli enn í gildi? 8. mars 2007 05:00 Árið 1994 hringdi til mín sigri hrósandi vinur, harður andstæðingur EES og inngöngu í ESB, og tjáði mér að Norðmenn hefðu kosið fyrir okkur. Vísaði hann þar til þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um inngöngu í ESB. Mér hefur oft verið hugsað til þessara orða hans og þess skilnings að við gengjum aðeins inn í ESB ef Norðmenn gerðu það. Mér fannst þetta dálítið hjákátlegt hjá slíkum sjálfstæðissinna að segja í raun að Norðmenn réðu örlögum okkur í þessu sambandi en ekki við. En er það ekki rétt? Ég hef heyrt Halldór Ásgrímsson halda því fram og einnig að bæði Norðmenn og við Íslendingar munum ganga í Evrópusambandið áður en yfir lýkur. Það hefur stundum tíðkast að bera saman Gamla sáttmála (sem mér var kennt að fá sting í hjarta yfir í barnaskóla) og inngöngu í ESB. Reyndar hefur nýlega heyrst að hann hafi eiginlega ekki verið til, en það er aukaatriði, aðalatriðið er að hann hefur lengi verið túlkaður sem upphaf að áþján Íslendinga og sambærilegur við inngöngu í ESB. Um þetta hefur t.d. Ásgeir Jónsson ritað bráðskemmtilega grein í Tímarit Máls og menningar (okt. 2002), en það er dálítið kaldhæðnislegt í því sambandi að velta því þá fyrir sér að Norðmenn ákveði í raun hvort við Íslendingar göngum í ESB eða ekki. En fari svo að Norðmenn taki okkur með í farteski sínu inn í ESB verður að segja að sök þeirra sem barist hafa gegn þessari aðild undanfarin ár af alefli sé mikil. Þá fyrst komum við fram sem nýlenda, hjálenda sem ekki getur tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort við förum þar inn eða ekki. Menn líta gjarnan á samtímann og framtíðina þegar verið að meta kosti þess og galla að ganga inn í ESB og er það vitanlega réttmætt upp að vissu marki, þótt auðvitað sé það langt frá því að vera einhlítt. Það er kannski gagnlegra að líta á liðinn tíma og bera saman við stöðuna eins og hún er núna. Þarf þá ekki að fara alla leið aftur til Gamla sáttmála heldur kannski aðeins til þess tíma er Norðmenn höfnuðu ESB, líka fyrir okkur. Hefðum við gengið inn í ESB árið 1995 t.d., má gera því skóna að við ættum núna fjölda reyndra og hátt settra embættismanna innan yfirstjórnar ESB og kannski hefði ekki þurft að skapa þann sendiherraher sem utanríkisráðuneytið hefur komið upp til að veita stjórnmálamönnum eftirlaunaða vinnu. Þessir sömu stjórnmálamenn hefðu kannski getað lokið störfum með því að gæta hagsmuna Íslands á vettvangi ESB. Við ættum kannski sjávarútvegsmálastjóra ESB fremur en Möltubúar. En mestu máli skiptir að það er víst að áhrif okkar innan ESB væru margföld á við það sem nú er. En hvað gerist ef við neyðumst til að ganga þarna inn á hæla Norðmanna með ónýta mynt og jafnvel efnahag í rúst eftir hrun á álmörkuðum? Verður samningsstaðan góð? Munum við fá sjávarútvegsmálastjórann eftir að hafa ögrað öðrum þjóðum með bjálfahætti í hvalveiðamálinu? Það er ólíklegt, mörg tækifærin sem buðust á þessu sviði eru glötuð og þeim mun fækka eftir því sem árunum líður og fleiri verða á fleti fyrir. Þá mun kannski koma sá dagur að við eltum Norðmenn inn í ESB með húfuna á milli handanna og fáum ekkert fyrir allt, fremur en „allt fyrir ekkert“. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Árið 1994 hringdi til mín sigri hrósandi vinur, harður andstæðingur EES og inngöngu í ESB, og tjáði mér að Norðmenn hefðu kosið fyrir okkur. Vísaði hann þar til þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um inngöngu í ESB. Mér hefur oft verið hugsað til þessara orða hans og þess skilnings að við gengjum aðeins inn í ESB ef Norðmenn gerðu það. Mér fannst þetta dálítið hjákátlegt hjá slíkum sjálfstæðissinna að segja í raun að Norðmenn réðu örlögum okkur í þessu sambandi en ekki við. En er það ekki rétt? Ég hef heyrt Halldór Ásgrímsson halda því fram og einnig að bæði Norðmenn og við Íslendingar munum ganga í Evrópusambandið áður en yfir lýkur. Það hefur stundum tíðkast að bera saman Gamla sáttmála (sem mér var kennt að fá sting í hjarta yfir í barnaskóla) og inngöngu í ESB. Reyndar hefur nýlega heyrst að hann hafi eiginlega ekki verið til, en það er aukaatriði, aðalatriðið er að hann hefur lengi verið túlkaður sem upphaf að áþján Íslendinga og sambærilegur við inngöngu í ESB. Um þetta hefur t.d. Ásgeir Jónsson ritað bráðskemmtilega grein í Tímarit Máls og menningar (okt. 2002), en það er dálítið kaldhæðnislegt í því sambandi að velta því þá fyrir sér að Norðmenn ákveði í raun hvort við Íslendingar göngum í ESB eða ekki. En fari svo að Norðmenn taki okkur með í farteski sínu inn í ESB verður að segja að sök þeirra sem barist hafa gegn þessari aðild undanfarin ár af alefli sé mikil. Þá fyrst komum við fram sem nýlenda, hjálenda sem ekki getur tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort við förum þar inn eða ekki. Menn líta gjarnan á samtímann og framtíðina þegar verið að meta kosti þess og galla að ganga inn í ESB og er það vitanlega réttmætt upp að vissu marki, þótt auðvitað sé það langt frá því að vera einhlítt. Það er kannski gagnlegra að líta á liðinn tíma og bera saman við stöðuna eins og hún er núna. Þarf þá ekki að fara alla leið aftur til Gamla sáttmála heldur kannski aðeins til þess tíma er Norðmenn höfnuðu ESB, líka fyrir okkur. Hefðum við gengið inn í ESB árið 1995 t.d., má gera því skóna að við ættum núna fjölda reyndra og hátt settra embættismanna innan yfirstjórnar ESB og kannski hefði ekki þurft að skapa þann sendiherraher sem utanríkisráðuneytið hefur komið upp til að veita stjórnmálamönnum eftirlaunaða vinnu. Þessir sömu stjórnmálamenn hefðu kannski getað lokið störfum með því að gæta hagsmuna Íslands á vettvangi ESB. Við ættum kannski sjávarútvegsmálastjóra ESB fremur en Möltubúar. En mestu máli skiptir að það er víst að áhrif okkar innan ESB væru margföld á við það sem nú er. En hvað gerist ef við neyðumst til að ganga þarna inn á hæla Norðmanna með ónýta mynt og jafnvel efnahag í rúst eftir hrun á álmörkuðum? Verður samningsstaðan góð? Munum við fá sjávarútvegsmálastjórann eftir að hafa ögrað öðrum þjóðum með bjálfahætti í hvalveiðamálinu? Það er ólíklegt, mörg tækifærin sem buðust á þessu sviði eru glötuð og þeim mun fækka eftir því sem árunum líður og fleiri verða á fleti fyrir. Þá mun kannski koma sá dagur að við eltum Norðmenn inn í ESB með húfuna á milli handanna og fáum ekkert fyrir allt, fremur en „allt fyrir ekkert“. Höfundur er þýðandi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun