MA-nám í alþjóðaviðskiptum 7. mars 2007 09:36 Margrét Jónsdóttir, annar af tveimur forstöðumönnum nýs meistaranáms í alþjóðaviðskiptum sem boðið verður upp á í Háskólanum í Reykjavík í haust, segir mikla áherslu verða lagða á tungumálanám. Mynd/Anton Háskólinn í Reykjavík ætlar á næsta haustmisseri að bjóða nemendum upp á nýtt nám á meistarastigi í alþjóðaviðskiptum. Námið er sérsniðið fyrir metnaðarfulla nemendur sem vilja ná starfsframa á alþjóðavettvangi, að sögn forstöðumanna námsins. Sjónum er sérstaklega beint að sérstökum markaðssvæðum auk þess sem nemendur munu dvelja í eina önn á þriðja misseri námsins á erlendri grund í því skyni að víkka sjóndeildarhring þeirra enn frekar. Misserinu verður ýmist varið í nám við erlendan háskóla, við vinnu í íslensku sendiráði eða hjá fyrirtæki með starfsemi erlendis. Margrét Jónsdóttir, annar forstöðumaður námsins á móti Jóni Ormi Halldórssyni, segir dvöl nemenda og búsetu í öðru landi en á Íslandi þeim til tekna og vísaði til orða Jóns Kr. Gíslasonar, starfsmannastjóra stoðtækjafyrirtækisins Össurar, að ef hann ætti að velja á milli tveggja einstaklinga og annar þeirra hefði búið erlendis þá ætti hann ekki í vandræðum með að ákveða sig: „Það er forskot að hafa búið erlendis,“ hafði hún eftir Jóni. Námið var sömuleiðis sérsniðið að þörfum atvinnulífsins í samvinnu við mörg af helstu útrásarfyrirtækjum landsins og munu forstjórar þeirra meðal annars veita nemendum af þekkingarbrunni sínum auk þess sem stefnt er að því að fá erlenda gestakennara til landsins.Skortur á fólki með þekkingu„Háskólinn í Reykjavík er frjósöm jörð. Allt sem við snertum verður að blómi,“ sagði Margrét og benti á að markmið námsins sé að búa til mjög hæfa einstaklinga sem geti unnið um allan heim. Nemendum sem þessum muni opnast margar dyr á alþjóðavettvangi.Margrét sagði á fundi þar sem hún kynnti námið á mánudag að helstu hindranir Íslendinga væru ekki af landfræðilegum eða stjórnmálalegum toga heldur af þekkingarfræðilegum. Með náminu verður unnið að því að hrinda hindrunum frá og opna nemendum dyr beint inn í erlent viðskiptalíf, ekki síst þegar tungumálakunnáttan er ekki lengur fjötur um fót. „Það er skortur á fólki sem hefur þekkingu, þor og ímyndunarafl til að sigla inn á nýja markaði,“ sagði Margrét og bætti við að markmið háskólans væri að framleiða fólk sem þetta. Til að auka enn frekar á erlendu tilfinninguna mun öll kennsla fara fram á ensku.Áhersla á tungumálakunnáttuTil að hnykkja enn betur á sérfræðikunnáttu nemendanna er hluti námsins tungumálanám og geta þeir sem ákveða að setjast á skólabekk valið á milli þess að læra frönsku, spænsku, þýsku eða kínversku.Að sögn Margrétar munu allir nemendur taka stöðupróf í upphafi náms og ljúka náminu, sem varir í fjögur misseri, með alþjóðlegt próf í því tungumáli sem viðkomandi ákveður að sérhæfa sig í. Tungumálakunnátta er eitt helsta inntökuskilyrðið fyrir náminu en jafngildi stúdentsprófs í tungumáli er nauðsynlegt. Kunnátta í kínversku er þar undanskilin.Íslenskir nemendur læra þrjú tungumál á grunn- og framhaldsskólagöngu sinni. Kunnátta í fyrstu tveimur tungumálunum helst nokkuð fram eftir aldri en hæfni í notkun þriðja tungumáls daprast nokkuð eftir því sem á líður sé því ekki haldið við. Margrét, sem leiddi kennslu í spænsku við Háskóla Íslands áður en hún fór yfir til Háskólans í Reykjavík, segir hæfni í þriðja tungumálinu enn til staðar þótt nemendur eigi í erfiðleikum með að beita því í daglegu lífi. „Það er þarna ennþá, á harða drifinu,“ sagði hún, benti á höfuðið og sagði árangursríkar kennslu-aðferðir verða notaðar til að draga þekkinguna aftur fram.Viðskiptafræði ekki nauðsynlegMeistaranámið er opið öllum sem lokið hafa háskólanámi en nemendafjöldi er takmarkaður við 60 manns. Ekki er nauðsynlegt að nemendur hafi lokið háskólamenntun á sviði viðskipta- eða hagfræði heldur leitast Háskólinn í Reykjavík ekki síður eftir því að fá fólk til náms sem hefur menntað sig í félags-, hug- eða raunvísindum. Margrét sagði blöndu sem slíka geta boðið upp á öðruvísi nálgun á viðfangsefnin. Og nemendum sem skortir þekkingu á akademískri hlið viðskiptafræðanna gefst kostur á að afla sér nauðsynlegrar grunnþekkingar innan HR áður en nám hefst, að sögn Margrétar.„Þeir sem koma úr öðrum greinum koma iðulega úr atvinnulífinu og hafa aflað sér þekkingar á viðskiptalífinu,“ sagði hún og benti á að þeir sem hafa aðra menntun að baki en viðskipta- og hagfræði hafi oftar en ekki verið í nokkur ár á atvinnumarkaði og flytja með sér annars konar þekkingu inn í námið.Nám fyrir allaNú þegar er búið að opna fyrir umsóknir í meistaranám í alþjóðaviðskiptum við HR. Það tekur fjórar annir, tvö ár, og geta nemendur valið hvort þeir stunda fullt nám eða taka það meðfram daglegri vinnu en kennsla fer fram alla morgna fyrstu þrjá daga vikunnar auk þess sem kennt verður tvær til þrjár helgar á misseri.Margrét sagði það yfirleitt ekki vandkvæðum bundið að fara í nám sem þetta meðfram vinnu. Stjórnendur styðji starfsfólk sitt fremur en letji til náms enda horfi þeir fremur til afkasta starfsfólks en til viðveru á vinnustað. Og fleiri kostir fylgja því fyrir stjórnendur fyrirtækja að styðja starfsfólk sitt til frekara náms. „Þeir sem fjárfesta í starfsmönnum sínum fá hæfari og ánægðari starfsmenn til baka,“ sagði Margrét. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík ætlar á næsta haustmisseri að bjóða nemendum upp á nýtt nám á meistarastigi í alþjóðaviðskiptum. Námið er sérsniðið fyrir metnaðarfulla nemendur sem vilja ná starfsframa á alþjóðavettvangi, að sögn forstöðumanna námsins. Sjónum er sérstaklega beint að sérstökum markaðssvæðum auk þess sem nemendur munu dvelja í eina önn á þriðja misseri námsins á erlendri grund í því skyni að víkka sjóndeildarhring þeirra enn frekar. Misserinu verður ýmist varið í nám við erlendan háskóla, við vinnu í íslensku sendiráði eða hjá fyrirtæki með starfsemi erlendis. Margrét Jónsdóttir, annar forstöðumaður námsins á móti Jóni Ormi Halldórssyni, segir dvöl nemenda og búsetu í öðru landi en á Íslandi þeim til tekna og vísaði til orða Jóns Kr. Gíslasonar, starfsmannastjóra stoðtækjafyrirtækisins Össurar, að ef hann ætti að velja á milli tveggja einstaklinga og annar þeirra hefði búið erlendis þá ætti hann ekki í vandræðum með að ákveða sig: „Það er forskot að hafa búið erlendis,“ hafði hún eftir Jóni. Námið var sömuleiðis sérsniðið að þörfum atvinnulífsins í samvinnu við mörg af helstu útrásarfyrirtækjum landsins og munu forstjórar þeirra meðal annars veita nemendum af þekkingarbrunni sínum auk þess sem stefnt er að því að fá erlenda gestakennara til landsins.Skortur á fólki með þekkingu„Háskólinn í Reykjavík er frjósöm jörð. Allt sem við snertum verður að blómi,“ sagði Margrét og benti á að markmið námsins sé að búa til mjög hæfa einstaklinga sem geti unnið um allan heim. Nemendum sem þessum muni opnast margar dyr á alþjóðavettvangi.Margrét sagði á fundi þar sem hún kynnti námið á mánudag að helstu hindranir Íslendinga væru ekki af landfræðilegum eða stjórnmálalegum toga heldur af þekkingarfræðilegum. Með náminu verður unnið að því að hrinda hindrunum frá og opna nemendum dyr beint inn í erlent viðskiptalíf, ekki síst þegar tungumálakunnáttan er ekki lengur fjötur um fót. „Það er skortur á fólki sem hefur þekkingu, þor og ímyndunarafl til að sigla inn á nýja markaði,“ sagði Margrét og bætti við að markmið háskólans væri að framleiða fólk sem þetta. Til að auka enn frekar á erlendu tilfinninguna mun öll kennsla fara fram á ensku.Áhersla á tungumálakunnáttuTil að hnykkja enn betur á sérfræðikunnáttu nemendanna er hluti námsins tungumálanám og geta þeir sem ákveða að setjast á skólabekk valið á milli þess að læra frönsku, spænsku, þýsku eða kínversku.Að sögn Margrétar munu allir nemendur taka stöðupróf í upphafi náms og ljúka náminu, sem varir í fjögur misseri, með alþjóðlegt próf í því tungumáli sem viðkomandi ákveður að sérhæfa sig í. Tungumálakunnátta er eitt helsta inntökuskilyrðið fyrir náminu en jafngildi stúdentsprófs í tungumáli er nauðsynlegt. Kunnátta í kínversku er þar undanskilin.Íslenskir nemendur læra þrjú tungumál á grunn- og framhaldsskólagöngu sinni. Kunnátta í fyrstu tveimur tungumálunum helst nokkuð fram eftir aldri en hæfni í notkun þriðja tungumáls daprast nokkuð eftir því sem á líður sé því ekki haldið við. Margrét, sem leiddi kennslu í spænsku við Háskóla Íslands áður en hún fór yfir til Háskólans í Reykjavík, segir hæfni í þriðja tungumálinu enn til staðar þótt nemendur eigi í erfiðleikum með að beita því í daglegu lífi. „Það er þarna ennþá, á harða drifinu,“ sagði hún, benti á höfuðið og sagði árangursríkar kennslu-aðferðir verða notaðar til að draga þekkinguna aftur fram.Viðskiptafræði ekki nauðsynlegMeistaranámið er opið öllum sem lokið hafa háskólanámi en nemendafjöldi er takmarkaður við 60 manns. Ekki er nauðsynlegt að nemendur hafi lokið háskólamenntun á sviði viðskipta- eða hagfræði heldur leitast Háskólinn í Reykjavík ekki síður eftir því að fá fólk til náms sem hefur menntað sig í félags-, hug- eða raunvísindum. Margrét sagði blöndu sem slíka geta boðið upp á öðruvísi nálgun á viðfangsefnin. Og nemendum sem skortir þekkingu á akademískri hlið viðskiptafræðanna gefst kostur á að afla sér nauðsynlegrar grunnþekkingar innan HR áður en nám hefst, að sögn Margrétar.„Þeir sem koma úr öðrum greinum koma iðulega úr atvinnulífinu og hafa aflað sér þekkingar á viðskiptalífinu,“ sagði hún og benti á að þeir sem hafa aðra menntun að baki en viðskipta- og hagfræði hafi oftar en ekki verið í nokkur ár á atvinnumarkaði og flytja með sér annars konar þekkingu inn í námið.Nám fyrir allaNú þegar er búið að opna fyrir umsóknir í meistaranám í alþjóðaviðskiptum við HR. Það tekur fjórar annir, tvö ár, og geta nemendur valið hvort þeir stunda fullt nám eða taka það meðfram daglegri vinnu en kennsla fer fram alla morgna fyrstu þrjá daga vikunnar auk þess sem kennt verður tvær til þrjár helgar á misseri.Margrét sagði það yfirleitt ekki vandkvæðum bundið að fara í nám sem þetta meðfram vinnu. Stjórnendur styðji starfsfólk sitt fremur en letji til náms enda horfi þeir fremur til afkasta starfsfólks en til viðveru á vinnustað. Og fleiri kostir fylgja því fyrir stjórnendur fyrirtækja að styðja starfsfólk sitt til frekara náms. „Þeir sem fjárfesta í starfsmönnum sínum fá hæfari og ánægðari starfsmenn til baka,“ sagði Margrét.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira