Fluttur á sjúkrahús með höfuðáverka 6. mars 2007 00:01 MYND/Vilhelm Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. „Þetta var ansi skrautlegt en ég er sem betur fer alveg heill," sagði Róbert sem lenti á höfðinu og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. „Ég tek því rólega í tvo daga og ætti svo að geta haldið áfram af fullum krafti." Hann segist hafa áttað sig á því um leið hvað væri í vændum. „Ég vissi að ég var ekki að ná að gera það sem ég ætlaði mér. Ég vissi ekkert hvar ég var staddur í loftinu. Ég lenti svo á hnakkanum, fæ andlitið í bringuna og fæturnir fara yfir mig og í gólfið." Læknirinn á svæðinu kom um leið að Róberti og gætti sín á því að hann hreyfði sig ekki neitt. „Hann vildi ekki taka neina áhættu og kallaði á sjúkrabíl. Ég fann sjálfur að ég væri í lagi en það er aldrei að vita hvað gerist í svona aðstæðum." Hann gat svo mætt aftur næsta dag og fagnað sigrinum á mótinu með sínum liðsfélögum. „Þetta er nú í fyrsta skiptið sem eitthvað svona lagað kemur fyrir mig. Ég var búinn að gera allar æfingarnar í upphitun án vandræða. Svo bara gerist eitthvað hjá mér sem ég kann ekki að útskýra." Róbert var þó á sínu síðasta áhaldi og „kláraði" því mótið eins og hann ætlaði sér. Það er mikið um að vera í íslenskum fimleikum þessar vikurnar. Um næstu helgi fer fram Íslandsmótið í hópfimleikum þar sem í fyrsta sinn verður keppt í flokki þar sem keppendur af báðum kynjum eru saman í hópum. Um þarnæstu helgi fer svo fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum þar sem Róbert mun keppa að óbreyttu. Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í næsta mánuði þar sem Ísland mun eiga fjögur lið. Innlendar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Sjá meira
Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. „Þetta var ansi skrautlegt en ég er sem betur fer alveg heill," sagði Róbert sem lenti á höfðinu og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. „Ég tek því rólega í tvo daga og ætti svo að geta haldið áfram af fullum krafti." Hann segist hafa áttað sig á því um leið hvað væri í vændum. „Ég vissi að ég var ekki að ná að gera það sem ég ætlaði mér. Ég vissi ekkert hvar ég var staddur í loftinu. Ég lenti svo á hnakkanum, fæ andlitið í bringuna og fæturnir fara yfir mig og í gólfið." Læknirinn á svæðinu kom um leið að Róberti og gætti sín á því að hann hreyfði sig ekki neitt. „Hann vildi ekki taka neina áhættu og kallaði á sjúkrabíl. Ég fann sjálfur að ég væri í lagi en það er aldrei að vita hvað gerist í svona aðstæðum." Hann gat svo mætt aftur næsta dag og fagnað sigrinum á mótinu með sínum liðsfélögum. „Þetta er nú í fyrsta skiptið sem eitthvað svona lagað kemur fyrir mig. Ég var búinn að gera allar æfingarnar í upphitun án vandræða. Svo bara gerist eitthvað hjá mér sem ég kann ekki að útskýra." Róbert var þó á sínu síðasta áhaldi og „kláraði" því mótið eins og hann ætlaði sér. Það er mikið um að vera í íslenskum fimleikum þessar vikurnar. Um næstu helgi fer fram Íslandsmótið í hópfimleikum þar sem í fyrsta sinn verður keppt í flokki þar sem keppendur af báðum kynjum eru saman í hópum. Um þarnæstu helgi fer svo fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum þar sem Róbert mun keppa að óbreyttu. Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í næsta mánuði þar sem Ísland mun eiga fjögur lið.
Innlendar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti