Örlög Óperunnar 6. mars 2007 06:15 Fáir láta sig gengi Íslensku óperunnar nokkru varða, þótt þessi menningarstofnun eigi að baki aldarfjórðung í starfi og enn lengri forsögu sem teygir sig aftur á nítjándu öld. Þá eins og nú áttu íslenskir söngvarar sér helst starfsvon í útlöndum: viðgangur listformsins í samfélögum Evrópu og Ameríku gat af sér listaverk sem virðast geta hitt fólk í hjartað enn þann dag í dag. Líka hér á landi, þótt gestafjöldi Íslensku óperunnar hin síðari ár sé ekki mikill. Ópera á Íslandi er á tímamótum: stjórnandi hennar til síðustu átta ára hverfur af vettvangi í vor og þá rísa háværar deilur um frammistöðu hans og stefnu. Hljóður er nú bæjarstjórinn í Kópavogi sem fyrir rétt ári taldi það smámál að reisa óperuhús í landi þar sem draumur um þokkalegt tónlistarhús er loks að rætast eftir hálfrar aldar baráttu. Óperulistinni er ekki ætlað fullnægjandi rými í nýju tónlistarhúsi. Málsvarar óperunnar segja að listformið hafi aldrei notið almennrar hylli. Það sé ekki allra, ekki síst þegar í hlut eiga yngri verk sem koma á svið óperuhúsa nú um aldamótin. Og svo benda þeir á endalausa nýtingu á vinsælustu stefum óperunnar sem rata í aðra miðla: auglýsingar, sjónvarpsþætti og kvikmyndir: hún er víst vinsæl. Íslensku óperunni hefur um langt skeið verið í kot vísað: gamalt bíóhús með þröngu sviði og grunni rúmar ekki stærri verk óperubókmenntanna. Hvorki Þjóðleikhúsið né Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa sýnt litlu systur sinni í listinni nokkra rækt, nánast látið eins og hún væri ekki til. Fjárveitingavaldið veitir Íslensku óperunni rausnarlega styrki og einkafyrirtæki hafa lagt henni lið. Enda er í samfélaginu stór hópur sem leggur fyrir sig söng: við menntum árlega söngvara og sendum þá til starfa í útlöndum. Við njótum listar þeirra þá þeir snúa heim í stuttar heimsóknir. Sú fjárfesting er ekki glatað fé að öllu leyti. List þessa fólks ber frama landsins víða: er varla til jafn frambærileg sveit íslenskra listamanna sem starfar alfarið á erlendum vettvangi. Hvað er þá til ráða? Forráðamenn Íslensku óperunnar verða að sækja fram á þeim skamma tíma sem gefst áður en tónlistarhús verður opnað. Þeir verða að huga að verkefnavali sem vekur nýjan áhuga og sátt um réttmæti listformsins í tónlistarhúsinu. Þeir þurfa að huga betur að nýsmíði íslenskra verka. Þeir eiga að láta þýða verk og láta syngja þau á íslensku. Í landinu eru örfáir menn sem svo eru hagir á mál, rím og hætti, að þeir geta þýtt söngtexta af hvaða máli sem er á sönghæfa íslensku. Þeir verða að leita að nýjum leiðum til að flytja verk fyrir áhorfendur sem rjúfa það fámenni sem nú sækir óperur. Jafnvel fara úr Gamla bíó með einhver verkefni, leita í rýmri leikhús eins og Borgarleikhús og Þjóðleikhúsið, jafnvel hús sem eru ekki hugsuð til flutnings á sönglist, til að skapa listforminu og Óperunni stærra rými í samfélagi íslenskra lista, betri og dýpri hljómgrunn í þjóðarsálinni. Þeir verða með merkjanlegum hætti að taka upp samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þeir verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að auka hróður óperunnar svo hingað komi íslenskir listamenn erlendis frá og geti um nokkurra vikna skeið deilt list sinni með okkur. Þeir verða að sækja fram af djörfung. Vogun vinnur. Þeir verða að ná þeirri stöðu að óperan verði aufúsugestur í tónlistarhúsinu, spennandi kostur fyrir Kópavogsbæ, eftirsóknarverður samstarfsaðili fyrir Sinfóníu og stóru leikhúsin. Þeir verða að temja sér yfirlæti pönkfyrirtækisins í sínum glaðbeittu einkennisorðum: Heimsyfirráð eða dauði. Gangi það ekki eftir er dauðinn óhjákvæmilegur, þótt jarðarförin fari vel fram - í fárra viðurvist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Fáir láta sig gengi Íslensku óperunnar nokkru varða, þótt þessi menningarstofnun eigi að baki aldarfjórðung í starfi og enn lengri forsögu sem teygir sig aftur á nítjándu öld. Þá eins og nú áttu íslenskir söngvarar sér helst starfsvon í útlöndum: viðgangur listformsins í samfélögum Evrópu og Ameríku gat af sér listaverk sem virðast geta hitt fólk í hjartað enn þann dag í dag. Líka hér á landi, þótt gestafjöldi Íslensku óperunnar hin síðari ár sé ekki mikill. Ópera á Íslandi er á tímamótum: stjórnandi hennar til síðustu átta ára hverfur af vettvangi í vor og þá rísa háværar deilur um frammistöðu hans og stefnu. Hljóður er nú bæjarstjórinn í Kópavogi sem fyrir rétt ári taldi það smámál að reisa óperuhús í landi þar sem draumur um þokkalegt tónlistarhús er loks að rætast eftir hálfrar aldar baráttu. Óperulistinni er ekki ætlað fullnægjandi rými í nýju tónlistarhúsi. Málsvarar óperunnar segja að listformið hafi aldrei notið almennrar hylli. Það sé ekki allra, ekki síst þegar í hlut eiga yngri verk sem koma á svið óperuhúsa nú um aldamótin. Og svo benda þeir á endalausa nýtingu á vinsælustu stefum óperunnar sem rata í aðra miðla: auglýsingar, sjónvarpsþætti og kvikmyndir: hún er víst vinsæl. Íslensku óperunni hefur um langt skeið verið í kot vísað: gamalt bíóhús með þröngu sviði og grunni rúmar ekki stærri verk óperubókmenntanna. Hvorki Þjóðleikhúsið né Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa sýnt litlu systur sinni í listinni nokkra rækt, nánast látið eins og hún væri ekki til. Fjárveitingavaldið veitir Íslensku óperunni rausnarlega styrki og einkafyrirtæki hafa lagt henni lið. Enda er í samfélaginu stór hópur sem leggur fyrir sig söng: við menntum árlega söngvara og sendum þá til starfa í útlöndum. Við njótum listar þeirra þá þeir snúa heim í stuttar heimsóknir. Sú fjárfesting er ekki glatað fé að öllu leyti. List þessa fólks ber frama landsins víða: er varla til jafn frambærileg sveit íslenskra listamanna sem starfar alfarið á erlendum vettvangi. Hvað er þá til ráða? Forráðamenn Íslensku óperunnar verða að sækja fram á þeim skamma tíma sem gefst áður en tónlistarhús verður opnað. Þeir verða að huga að verkefnavali sem vekur nýjan áhuga og sátt um réttmæti listformsins í tónlistarhúsinu. Þeir þurfa að huga betur að nýsmíði íslenskra verka. Þeir eiga að láta þýða verk og láta syngja þau á íslensku. Í landinu eru örfáir menn sem svo eru hagir á mál, rím og hætti, að þeir geta þýtt söngtexta af hvaða máli sem er á sönghæfa íslensku. Þeir verða að leita að nýjum leiðum til að flytja verk fyrir áhorfendur sem rjúfa það fámenni sem nú sækir óperur. Jafnvel fara úr Gamla bíó með einhver verkefni, leita í rýmri leikhús eins og Borgarleikhús og Þjóðleikhúsið, jafnvel hús sem eru ekki hugsuð til flutnings á sönglist, til að skapa listforminu og Óperunni stærra rými í samfélagi íslenskra lista, betri og dýpri hljómgrunn í þjóðarsálinni. Þeir verða með merkjanlegum hætti að taka upp samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þeir verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að auka hróður óperunnar svo hingað komi íslenskir listamenn erlendis frá og geti um nokkurra vikna skeið deilt list sinni með okkur. Þeir verða að sækja fram af djörfung. Vogun vinnur. Þeir verða að ná þeirri stöðu að óperan verði aufúsugestur í tónlistarhúsinu, spennandi kostur fyrir Kópavogsbæ, eftirsóknarverður samstarfsaðili fyrir Sinfóníu og stóru leikhúsin. Þeir verða að temja sér yfirlæti pönkfyrirtækisins í sínum glaðbeittu einkennisorðum: Heimsyfirráð eða dauði. Gangi það ekki eftir er dauðinn óhjákvæmilegur, þótt jarðarförin fari vel fram - í fárra viðurvist.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun