Davíð svarað 21. febrúar 2007 05:00 Á baksíðu Fréttablaðsins hinn 18. febrúar fer Davíð Þór mikinn, þar fer hann með rakalausan þvætting um Frjálslynda flokkinn: „Sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverri óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda. Þar virðast allir velkomnir sem hrekjast úr öðrum flokkum vegna óvinsælda." Hefurðu lesið málefnahandbók flokksins Davíð Þór? Ef ekki hvernig leyfir þú þér að tala svona? Það virðist vera lenska í dag að tengja allt sem einstakir menn segja, sem skoðun flokksins. Í flokknum er fólk, fólk með misjafnar skoðanir. Eða segja menn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá skoðun að ef menn fá ekki sætustu stelpuna á ballinu, þá taki þeir bara þá næstsætustu með sér heim ? Og hvað varðar Valdimar Leó, var hann ekki Samfylkingarmaður þangað til bara núna nýlega. Þannig að það sé þá líka skoðun Samfylkingarinnar sem hann boðar þarna. Varla hefur hann skipt um skoðun. En það eru lokaorðin sem ég ætla að ræða hér. Og ég ætla að gera meira, ég ætla að fara fram á að þú Davíð Þór biðjir mig og samflokksmenn mína afsökunar á þessum orðum. Þetta eru staðlausir stafir og kjaftæði. „Í huga frjálslyndra eru fíklar hins vegar ekki bara glæpamenn heldur beinlínis hryðjuverkamenn. Eina ráðið sem þeir kunna er að refsa fleirum þyngra, lengur og harðar. Væntanlega í þeirri trú að nýliðun í stétt smyglara sé engin, að fíkniefni hverfi af markaði bara ef nógu mörgum er stungið inn nógu lengi. Það hefur víða verið reynt og hvergi skilað öðru en hörmungum. Fársjúkt fólk á rétt á skilningi og aðstoð. Frjálslyndir bjóða því Litla-Hraun." Ég skal segja þér að ég hef yfir 20 ár þurft að berjast fyrir syni mínum. Og var lengi vel eina manneskjan sem trúði á hann og barðist fyrir því að hann ætti mannréttindi. Það virðist nefnilega vera svo að ógæfufólk er ekki álitið fólk sem á rétt á mannlegri reisn. Hefur ekkert með Frjálslynda flokkinn að gera. Þannig að það eru algjör öfugmæli sem þú setur fram þarna. Hræsni og lygi tróna hátt í þessum skrifum þínum. Margir þykjast vera þess umkomnir að dæma heilan flokk út frá einstaka mönnum, og jafnvel einni fyrirsögn. Ég krefst þess hér með að þú biðjir mig afsökunar á þessum ummælum þínum. Og þú ættir ef til vill að lesa aftur í Biblíunni þinni. Þar stendur ýmislegt sem þú mátt alveg tileinka þér, eins og að „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Höfundur er móðir og varamaður í miðstjórn Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Á baksíðu Fréttablaðsins hinn 18. febrúar fer Davíð Þór mikinn, þar fer hann með rakalausan þvætting um Frjálslynda flokkinn: „Sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverri óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda. Þar virðast allir velkomnir sem hrekjast úr öðrum flokkum vegna óvinsælda." Hefurðu lesið málefnahandbók flokksins Davíð Þór? Ef ekki hvernig leyfir þú þér að tala svona? Það virðist vera lenska í dag að tengja allt sem einstakir menn segja, sem skoðun flokksins. Í flokknum er fólk, fólk með misjafnar skoðanir. Eða segja menn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá skoðun að ef menn fá ekki sætustu stelpuna á ballinu, þá taki þeir bara þá næstsætustu með sér heim ? Og hvað varðar Valdimar Leó, var hann ekki Samfylkingarmaður þangað til bara núna nýlega. Þannig að það sé þá líka skoðun Samfylkingarinnar sem hann boðar þarna. Varla hefur hann skipt um skoðun. En það eru lokaorðin sem ég ætla að ræða hér. Og ég ætla að gera meira, ég ætla að fara fram á að þú Davíð Þór biðjir mig og samflokksmenn mína afsökunar á þessum orðum. Þetta eru staðlausir stafir og kjaftæði. „Í huga frjálslyndra eru fíklar hins vegar ekki bara glæpamenn heldur beinlínis hryðjuverkamenn. Eina ráðið sem þeir kunna er að refsa fleirum þyngra, lengur og harðar. Væntanlega í þeirri trú að nýliðun í stétt smyglara sé engin, að fíkniefni hverfi af markaði bara ef nógu mörgum er stungið inn nógu lengi. Það hefur víða verið reynt og hvergi skilað öðru en hörmungum. Fársjúkt fólk á rétt á skilningi og aðstoð. Frjálslyndir bjóða því Litla-Hraun." Ég skal segja þér að ég hef yfir 20 ár þurft að berjast fyrir syni mínum. Og var lengi vel eina manneskjan sem trúði á hann og barðist fyrir því að hann ætti mannréttindi. Það virðist nefnilega vera svo að ógæfufólk er ekki álitið fólk sem á rétt á mannlegri reisn. Hefur ekkert með Frjálslynda flokkinn að gera. Þannig að það eru algjör öfugmæli sem þú setur fram þarna. Hræsni og lygi tróna hátt í þessum skrifum þínum. Margir þykjast vera þess umkomnir að dæma heilan flokk út frá einstaka mönnum, og jafnvel einni fyrirsögn. Ég krefst þess hér með að þú biðjir mig afsökunar á þessum ummælum þínum. Og þú ættir ef til vill að lesa aftur í Biblíunni þinni. Þar stendur ýmislegt sem þú mátt alveg tileinka þér, eins og að „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Höfundur er móðir og varamaður í miðstjórn Frjálslynda flokksins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar