Örmynt sem ekki fótar sig í sviptibyljum alþjóðlegs markaðar 21. febrúar 2007 05:30 Heldur hallaði á krónuna á málþingi sem nemendafélag viðskiptafræðinema við Háskólann í Reykjavík boðaði nýverið til undir yfirskriftinni „Evran eða krónan". Frummælendur á þinginu voru fjórir: Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild HR, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka Íslands, Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild HR, og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Í máli Ólafs kom fram að núverandi ástand peningastjórnunar væri ekki nógu gott og huga bæri að öðrum lausnum og opinni umræðu. Ljóst var hins vegar á máli Yngva Arnar að hann telur evruna tæpast lausnina og bendir á að hátt vaxtastig hér megi að hluta rekja til skipulagsklúðurs peningastefnunnar, sem þýði að stýrivexir Seðlabankans miðlist ekki sem skyldi út í vaxtaróf bankanna. Telur hann endurbóta þörf á miðlunarferli peningamálastefnunnar þannig að hún hafi áhrif á verðtryggða vexti á markaðnum ekki bara óverðtryggða.Efnahagsleg spennitreyjaYngvi bendir á að evrutenging feli vissulega í sér stöðugt gengi gagnvart evru, en ekki fastgengi gagnvart öðrum gjaldmiðum. Hann bendir á að samkvæmt nýjustu mælingum Seðlabankans sé þröngt vægi evrulanda í vöru- og þjónustuviðskiptum landsins metið 42 prósent, 50 prósent ef Danmörk er talin með, en gengi dönsku krónunnar er bundið við evruna. „Hins vegar eru allir sammála um að í þessari mælingu sé vægi Evrópu-myntanna ofmetið vegna þess að mjög mörg alþjóðaviðskipti eru í raun verðlögð út frá dollurum," segir hann og bendir á að á líftíma sínum hafi evran sveiflast töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum.„Aðild að evru myndi held ég ekki tryggja að verðlag og laun gætu hér ekki vaxið hraðar umtalsvert hraðar en verðbólgumarkmiðin í Evrópusambandinu. Miðað við efnahagsaðstæður og horfur hér á landi eru líkur á því að verðlag og verðmæti hér vaxi hraðar á komandi árum vegna mikils hagvaxtar og því myndi tenging við evruna leiða íslenskt efnahagslíf inn í einhvers konar spennitreyju þar sem kostnaðarskilyrði hér yrðu frekar erfið."Yngvi segir því ljóst að aðild að evrunni tryggi ekki stöðugt gengi nema gagnvart hluta af viðskiptalöndum okkar, ólíklegt sé að evruhagstjórn henti okkur, hún sé hvorki ávísun á stöðugt verðlag né raungengi og ef við færum inn í evruna væri líklegt að landið lenti í efnahagslegri spennitreyju. „Forsendur þess að við gætum gerst aðilar að evrusamstarfinu væru að við næðum að lokum góðum tökum á stjórn efnahagsmála, en hafa verður í huga að slíkt væri líka nauðsynlegt og nægileg skilyrði til að við gætum lifað við tiltölulega stöðugt gengi krónunnar."Fordómalaus umræðaÓlafur Ísleifsson hvatti í máli sínu til fordómalausrar umræðu um gengismál hér og kallaði eftir hlutlausri úttekt þar sem metinn yrði kostnaður við að taka upp evru og borinn saman við kostnað sem því fylgdi að búa við núverandi kerfi áfram. Hann bendir á að verðbólgumarkmið með fljótandi gengi sem hér var tekið upp árið 2001 hafi í raun verið „þvingaður leikur" og mætti kalla tilraun þar sem slíkt hafi ekki verið reynt í jafnlitlu hagkerfi áður.„Og árangurinn liggur fyrir," segir Ólafur. „Háir vextir, mikill vaxtamunur við útlönd, óstöðugleiki í gengi krónunnar, óviðunandi viðskiptahalli, hættumerki á vettvangi fjármálastöðugleika." Þarna segir hann kominn aðdraganda þeirra efasemda sem vart verði víðs vegar í þjóðfélaginu um ágæti núverandi fyrirkomulags.Hann segir krónuskýrslu Viðskiptaráðs Íslands snemma á síðasta ári hafa markað tímamót í umræðunni um gjaldeyrismál þjóðarinnar. „Niðurstaðan var að kostirnir í gengismálum væru tveir. Halda sig við fyrirkomulagið sem er, eða taka upp evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu." Hann segir ljóst að í atvinnulífinu sé mikil gerjun tengd gjaldeyrismálum og ýmis fyrirtæki hafi þegar gripið til þess ráðs að velja evru sem uppgjörsmynt og hugi nú að því að taka hana líka upp sem kauphallar-mynt. Hann leggur þó áherslu á að menn forðist klisjur í umræðunni og bendir á að evran leysi engan vanda ein og sér, heldur sé hún skipulagslegt atriði og umgjörð um atvinnulífið. Fullyrðinguna um að krónan sé ekki vandinn heldur hagstjórnin segir hann vera eina klisjuna. „Þetta tel ég rangt. Vandinn er hagstjórnin og krónan, ekki bara að hagstjórnin hafi hér ekki verið sem skyldi. Við verðum að horfast í augu við að krónan er örmynt sem á erfitt með að fóta sig í þessum sviptibyljum sem ganga yfir alþjóðlegan markað."Evra þýðir ESBAðalsteinn Leifsson, lektor við HR, og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, gengu svo heldur lengra í Evrópuátt í erindum sínum. Þannig telur Aðalsteinn ráð að huga þegar að Evrópusambandsaðild og bendir á að aðstæður séu um margt breyttar. Þannig hafi meira að segja nýverið komið fram að Íslendingar myndu halda fullum yfirráðum yfir sjávarútvegi sínum, jafnvel þótt gengið yrði til samstarfsins án þess að nokkrar breytingar yrðu gerðar á sjávar-útvegsstefnu Evrópusambandsins.Aðalsteinn segir ljóst að sú leið að taka upp evru með einhliða ákvörðun sé í raun ófær þar sem hún væri bæði kostnaðarsöm og skorti trúverðugleika. Þá telur hann ekki líkur á séraðild að myntsambandinu því sögulegar ástæður standi að baki þeim samningum sem þegar hafi verið gerðir um slíkt og standi ekki til að bæta í þann hóp. Hann setur því samasemmerki milli þess að taka upp evru og ganga í ESB. „Evrópusambandsaðild er eðlileg þróun í alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs," segir Aðalsteinn. Bjarni Már segir svo rétt að horfa til annarra möguleika en krónunnar því peningastefnan sem hér sé rekin hafi ekki skilað því sem vonast hafi verið til. Hann bendir á að Samtök iðnaðarins hafi stutt allan Evrópusamruna, allt frá árinu 1970, og vísar sérstaklega til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. „Þetta hefur iðnaðurinn gert þrátt fyrir að það hafi verið sumum greinum hans erfitt," segir hann og bendir á að í heild sinni hafi iðnaðurinn staðið sterkari eftir.Bjarni telur ljóst að peningastefna Seðlabankans sé ekki að skila sínu og framkvæmd hennar vinni gegn eigin markmiðum. Hann bendir á að bankanum hafi ekki tekist að ná tökum á verðbólgu, einkaneysla hafi ekki dregist saman, sparnaður ekki aukist, hlutabréfaverð ekki lækkað og ekki dregið úr lántökum þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans. „Svo er Seðlabankinn kominn í þá stöðu að eiga erfitt með að lækka vexti á ný, því geri hann það lækkar gengi krónunnar væntanlega," segir hann og telur afleiðinguna að erlendir bankar yfirgefi stöður sínar í krónubréfaútgáfu. „Hvað gerist þá? Gengið fellur og verðbólgan eykst." Þá segir Bjarni ekki hægt að svara spurningunni um hvort evran hefði hentað í hagsveiflum fortíðar.„Mér finnst eins og Davíð Oddsson seðlabankastjóri fari fremstur í flokki þeirra sem horfa í baksýnisspegilinn," segir Bjarni Már og hvetur til þess að fremur sé horft fram á veginn og mótuð stefna til framtíðar. „Evran og Evrópusambandið eitt og sér eru ekki markmið í sjálfu sér. Markmiðið er fyrst og fremst að við getum búið við þau skilyrði sem við teljum að upptaka evru og Evrópusambandið geti fært okkur. Með því móti teljum við að hér megi skapa stöðugan, viðvarandi og sjálfbæran hagvöxt sem ekki er fenginn að láni í útlöndum, eins og stór hluti þess hagvaxtar sem hér hefur verið við lýði síðustu misseri." Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Heldur hallaði á krónuna á málþingi sem nemendafélag viðskiptafræðinema við Háskólann í Reykjavík boðaði nýverið til undir yfirskriftinni „Evran eða krónan". Frummælendur á þinginu voru fjórir: Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild HR, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka Íslands, Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild HR, og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Í máli Ólafs kom fram að núverandi ástand peningastjórnunar væri ekki nógu gott og huga bæri að öðrum lausnum og opinni umræðu. Ljóst var hins vegar á máli Yngva Arnar að hann telur evruna tæpast lausnina og bendir á að hátt vaxtastig hér megi að hluta rekja til skipulagsklúðurs peningastefnunnar, sem þýði að stýrivexir Seðlabankans miðlist ekki sem skyldi út í vaxtaróf bankanna. Telur hann endurbóta þörf á miðlunarferli peningamálastefnunnar þannig að hún hafi áhrif á verðtryggða vexti á markaðnum ekki bara óverðtryggða.Efnahagsleg spennitreyjaYngvi bendir á að evrutenging feli vissulega í sér stöðugt gengi gagnvart evru, en ekki fastgengi gagnvart öðrum gjaldmiðum. Hann bendir á að samkvæmt nýjustu mælingum Seðlabankans sé þröngt vægi evrulanda í vöru- og þjónustuviðskiptum landsins metið 42 prósent, 50 prósent ef Danmörk er talin með, en gengi dönsku krónunnar er bundið við evruna. „Hins vegar eru allir sammála um að í þessari mælingu sé vægi Evrópu-myntanna ofmetið vegna þess að mjög mörg alþjóðaviðskipti eru í raun verðlögð út frá dollurum," segir hann og bendir á að á líftíma sínum hafi evran sveiflast töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum.„Aðild að evru myndi held ég ekki tryggja að verðlag og laun gætu hér ekki vaxið hraðar umtalsvert hraðar en verðbólgumarkmiðin í Evrópusambandinu. Miðað við efnahagsaðstæður og horfur hér á landi eru líkur á því að verðlag og verðmæti hér vaxi hraðar á komandi árum vegna mikils hagvaxtar og því myndi tenging við evruna leiða íslenskt efnahagslíf inn í einhvers konar spennitreyju þar sem kostnaðarskilyrði hér yrðu frekar erfið."Yngvi segir því ljóst að aðild að evrunni tryggi ekki stöðugt gengi nema gagnvart hluta af viðskiptalöndum okkar, ólíklegt sé að evruhagstjórn henti okkur, hún sé hvorki ávísun á stöðugt verðlag né raungengi og ef við færum inn í evruna væri líklegt að landið lenti í efnahagslegri spennitreyju. „Forsendur þess að við gætum gerst aðilar að evrusamstarfinu væru að við næðum að lokum góðum tökum á stjórn efnahagsmála, en hafa verður í huga að slíkt væri líka nauðsynlegt og nægileg skilyrði til að við gætum lifað við tiltölulega stöðugt gengi krónunnar."Fordómalaus umræðaÓlafur Ísleifsson hvatti í máli sínu til fordómalausrar umræðu um gengismál hér og kallaði eftir hlutlausri úttekt þar sem metinn yrði kostnaður við að taka upp evru og borinn saman við kostnað sem því fylgdi að búa við núverandi kerfi áfram. Hann bendir á að verðbólgumarkmið með fljótandi gengi sem hér var tekið upp árið 2001 hafi í raun verið „þvingaður leikur" og mætti kalla tilraun þar sem slíkt hafi ekki verið reynt í jafnlitlu hagkerfi áður.„Og árangurinn liggur fyrir," segir Ólafur. „Háir vextir, mikill vaxtamunur við útlönd, óstöðugleiki í gengi krónunnar, óviðunandi viðskiptahalli, hættumerki á vettvangi fjármálastöðugleika." Þarna segir hann kominn aðdraganda þeirra efasemda sem vart verði víðs vegar í þjóðfélaginu um ágæti núverandi fyrirkomulags.Hann segir krónuskýrslu Viðskiptaráðs Íslands snemma á síðasta ári hafa markað tímamót í umræðunni um gjaldeyrismál þjóðarinnar. „Niðurstaðan var að kostirnir í gengismálum væru tveir. Halda sig við fyrirkomulagið sem er, eða taka upp evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu." Hann segir ljóst að í atvinnulífinu sé mikil gerjun tengd gjaldeyrismálum og ýmis fyrirtæki hafi þegar gripið til þess ráðs að velja evru sem uppgjörsmynt og hugi nú að því að taka hana líka upp sem kauphallar-mynt. Hann leggur þó áherslu á að menn forðist klisjur í umræðunni og bendir á að evran leysi engan vanda ein og sér, heldur sé hún skipulagslegt atriði og umgjörð um atvinnulífið. Fullyrðinguna um að krónan sé ekki vandinn heldur hagstjórnin segir hann vera eina klisjuna. „Þetta tel ég rangt. Vandinn er hagstjórnin og krónan, ekki bara að hagstjórnin hafi hér ekki verið sem skyldi. Við verðum að horfast í augu við að krónan er örmynt sem á erfitt með að fóta sig í þessum sviptibyljum sem ganga yfir alþjóðlegan markað."Evra þýðir ESBAðalsteinn Leifsson, lektor við HR, og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, gengu svo heldur lengra í Evrópuátt í erindum sínum. Þannig telur Aðalsteinn ráð að huga þegar að Evrópusambandsaðild og bendir á að aðstæður séu um margt breyttar. Þannig hafi meira að segja nýverið komið fram að Íslendingar myndu halda fullum yfirráðum yfir sjávarútvegi sínum, jafnvel þótt gengið yrði til samstarfsins án þess að nokkrar breytingar yrðu gerðar á sjávar-útvegsstefnu Evrópusambandsins.Aðalsteinn segir ljóst að sú leið að taka upp evru með einhliða ákvörðun sé í raun ófær þar sem hún væri bæði kostnaðarsöm og skorti trúverðugleika. Þá telur hann ekki líkur á séraðild að myntsambandinu því sögulegar ástæður standi að baki þeim samningum sem þegar hafi verið gerðir um slíkt og standi ekki til að bæta í þann hóp. Hann setur því samasemmerki milli þess að taka upp evru og ganga í ESB. „Evrópusambandsaðild er eðlileg þróun í alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs," segir Aðalsteinn. Bjarni Már segir svo rétt að horfa til annarra möguleika en krónunnar því peningastefnan sem hér sé rekin hafi ekki skilað því sem vonast hafi verið til. Hann bendir á að Samtök iðnaðarins hafi stutt allan Evrópusamruna, allt frá árinu 1970, og vísar sérstaklega til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. „Þetta hefur iðnaðurinn gert þrátt fyrir að það hafi verið sumum greinum hans erfitt," segir hann og bendir á að í heild sinni hafi iðnaðurinn staðið sterkari eftir.Bjarni telur ljóst að peningastefna Seðlabankans sé ekki að skila sínu og framkvæmd hennar vinni gegn eigin markmiðum. Hann bendir á að bankanum hafi ekki tekist að ná tökum á verðbólgu, einkaneysla hafi ekki dregist saman, sparnaður ekki aukist, hlutabréfaverð ekki lækkað og ekki dregið úr lántökum þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans. „Svo er Seðlabankinn kominn í þá stöðu að eiga erfitt með að lækka vexti á ný, því geri hann það lækkar gengi krónunnar væntanlega," segir hann og telur afleiðinguna að erlendir bankar yfirgefi stöður sínar í krónubréfaútgáfu. „Hvað gerist þá? Gengið fellur og verðbólgan eykst." Þá segir Bjarni ekki hægt að svara spurningunni um hvort evran hefði hentað í hagsveiflum fortíðar.„Mér finnst eins og Davíð Oddsson seðlabankastjóri fari fremstur í flokki þeirra sem horfa í baksýnisspegilinn," segir Bjarni Már og hvetur til þess að fremur sé horft fram á veginn og mótuð stefna til framtíðar. „Evran og Evrópusambandið eitt og sér eru ekki markmið í sjálfu sér. Markmiðið er fyrst og fremst að við getum búið við þau skilyrði sem við teljum að upptaka evru og Evrópusambandið geti fært okkur. Með því móti teljum við að hér megi skapa stöðugan, viðvarandi og sjálfbæran hagvöxt sem ekki er fenginn að láni í útlöndum, eins og stór hluti þess hagvaxtar sem hér hefur verið við lýði síðustu misseri."
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira