Spurt ítarlega um kauprétt stjórnenda 20. febrúar 2007 06:30 Ytri endurskoðendur Baugs vissu ekki af kaupréttarsamningum sem gerðir voru við þrjá æðstu stjórnendur félagsins við stofnun þess 1998, og fullnustaðir voru að hluta árið 1999, fyrr en árið 2002 eða síðar. Þetta kom fram í spurningum setts ríkissaksóknara til Tryggva Jónssonar, eins ákærða í málinu, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hélt áfram í réttarsal í gær, þegar Tryggvi, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, hélt áfram skýrslugjöf þar sem frá var horfið fyrir helgi. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, vitnaði þar í tvo endurskoðendur sem unnu fyrir Baug, sem sögðu báðir við yfirheyrslur hjá lögreglu að þeim hafi verið ókunnugt um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við forstjóra, aðstoðarforstjóra og stjórnarformann Baugs. Kaupréttarsamningarnir koma við sögu þar sem í einum ákæruliðanna sem fjallað var um í gær eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, ákærðir fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að færa sölu á hlutabréfum í félaginu á reikning hjá Kaupþingi Lúxemborg, en bréfin voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarsamninga við æðstu stjórnendur Baugs. Tryggvi sagðist í gær ekki hafa vitað hversu háar upphæðir hafi verið að ræða í samningum við stjórnarformann og forstjóra, en sagði að sér hafi verið kunnugt um samningana, enda sjálfur með slíkan samning. Samningarnir hafi verið með þeim fyrstu sinnar tegundar hér á landi á þessum tíma. Spurður hvort stjórn félagsins hafi vitað af kaupréttarsamningunum sagðist hann telja fullvíst að stjórnarmenn hafi vitað af þeim. Endurskoðendur hafi einnig getað fengið upplýsingar um þá með því að leita eftir þeim. Kaupréttarsamningarnir voru fullnustaðir að hluta árið 1999, og Tryggvi sagðist ekki hafa greitt skatt af hagnaðinum fyrr en hann færði féð hingað til lands árið 2002. Samtals fengu stjórnendurnir hlutabréf vegna þessara samninga sem þeir seldu fyrir 72,5 milljónir króna árið 1999. Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ytri endurskoðendur Baugs vissu ekki af kaupréttarsamningum sem gerðir voru við þrjá æðstu stjórnendur félagsins við stofnun þess 1998, og fullnustaðir voru að hluta árið 1999, fyrr en árið 2002 eða síðar. Þetta kom fram í spurningum setts ríkissaksóknara til Tryggva Jónssonar, eins ákærða í málinu, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hélt áfram í réttarsal í gær, þegar Tryggvi, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, hélt áfram skýrslugjöf þar sem frá var horfið fyrir helgi. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, vitnaði þar í tvo endurskoðendur sem unnu fyrir Baug, sem sögðu báðir við yfirheyrslur hjá lögreglu að þeim hafi verið ókunnugt um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við forstjóra, aðstoðarforstjóra og stjórnarformann Baugs. Kaupréttarsamningarnir koma við sögu þar sem í einum ákæruliðanna sem fjallað var um í gær eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, ákærðir fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að færa sölu á hlutabréfum í félaginu á reikning hjá Kaupþingi Lúxemborg, en bréfin voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarsamninga við æðstu stjórnendur Baugs. Tryggvi sagðist í gær ekki hafa vitað hversu háar upphæðir hafi verið að ræða í samningum við stjórnarformann og forstjóra, en sagði að sér hafi verið kunnugt um samningana, enda sjálfur með slíkan samning. Samningarnir hafi verið með þeim fyrstu sinnar tegundar hér á landi á þessum tíma. Spurður hvort stjórn félagsins hafi vitað af kaupréttarsamningunum sagðist hann telja fullvíst að stjórnarmenn hafi vitað af þeim. Endurskoðendur hafi einnig getað fengið upplýsingar um þá með því að leita eftir þeim. Kaupréttarsamningarnir voru fullnustaðir að hluta árið 1999, og Tryggvi sagðist ekki hafa greitt skatt af hagnaðinum fyrr en hann færði féð hingað til lands árið 2002. Samtals fengu stjórnendurnir hlutabréf vegna þessara samninga sem þeir seldu fyrir 72,5 milljónir króna árið 1999.
Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira