Spurt ítarlega um kauprétt stjórnenda 20. febrúar 2007 06:30 Ytri endurskoðendur Baugs vissu ekki af kaupréttarsamningum sem gerðir voru við þrjá æðstu stjórnendur félagsins við stofnun þess 1998, og fullnustaðir voru að hluta árið 1999, fyrr en árið 2002 eða síðar. Þetta kom fram í spurningum setts ríkissaksóknara til Tryggva Jónssonar, eins ákærða í málinu, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hélt áfram í réttarsal í gær, þegar Tryggvi, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, hélt áfram skýrslugjöf þar sem frá var horfið fyrir helgi. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, vitnaði þar í tvo endurskoðendur sem unnu fyrir Baug, sem sögðu báðir við yfirheyrslur hjá lögreglu að þeim hafi verið ókunnugt um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við forstjóra, aðstoðarforstjóra og stjórnarformann Baugs. Kaupréttarsamningarnir koma við sögu þar sem í einum ákæruliðanna sem fjallað var um í gær eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, ákærðir fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að færa sölu á hlutabréfum í félaginu á reikning hjá Kaupþingi Lúxemborg, en bréfin voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarsamninga við æðstu stjórnendur Baugs. Tryggvi sagðist í gær ekki hafa vitað hversu háar upphæðir hafi verið að ræða í samningum við stjórnarformann og forstjóra, en sagði að sér hafi verið kunnugt um samningana, enda sjálfur með slíkan samning. Samningarnir hafi verið með þeim fyrstu sinnar tegundar hér á landi á þessum tíma. Spurður hvort stjórn félagsins hafi vitað af kaupréttarsamningunum sagðist hann telja fullvíst að stjórnarmenn hafi vitað af þeim. Endurskoðendur hafi einnig getað fengið upplýsingar um þá með því að leita eftir þeim. Kaupréttarsamningarnir voru fullnustaðir að hluta árið 1999, og Tryggvi sagðist ekki hafa greitt skatt af hagnaðinum fyrr en hann færði féð hingað til lands árið 2002. Samtals fengu stjórnendurnir hlutabréf vegna þessara samninga sem þeir seldu fyrir 72,5 milljónir króna árið 1999. Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Skotárás í sænskum skóla Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikningarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Ytri endurskoðendur Baugs vissu ekki af kaupréttarsamningum sem gerðir voru við þrjá æðstu stjórnendur félagsins við stofnun þess 1998, og fullnustaðir voru að hluta árið 1999, fyrr en árið 2002 eða síðar. Þetta kom fram í spurningum setts ríkissaksóknara til Tryggva Jónssonar, eins ákærða í málinu, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hélt áfram í réttarsal í gær, þegar Tryggvi, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, hélt áfram skýrslugjöf þar sem frá var horfið fyrir helgi. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, vitnaði þar í tvo endurskoðendur sem unnu fyrir Baug, sem sögðu báðir við yfirheyrslur hjá lögreglu að þeim hafi verið ókunnugt um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við forstjóra, aðstoðarforstjóra og stjórnarformann Baugs. Kaupréttarsamningarnir koma við sögu þar sem í einum ákæruliðanna sem fjallað var um í gær eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, ákærðir fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að færa sölu á hlutabréfum í félaginu á reikning hjá Kaupþingi Lúxemborg, en bréfin voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarsamninga við æðstu stjórnendur Baugs. Tryggvi sagðist í gær ekki hafa vitað hversu háar upphæðir hafi verið að ræða í samningum við stjórnarformann og forstjóra, en sagði að sér hafi verið kunnugt um samningana, enda sjálfur með slíkan samning. Samningarnir hafi verið með þeim fyrstu sinnar tegundar hér á landi á þessum tíma. Spurður hvort stjórn félagsins hafi vitað af kaupréttarsamningunum sagðist hann telja fullvíst að stjórnarmenn hafi vitað af þeim. Endurskoðendur hafi einnig getað fengið upplýsingar um þá með því að leita eftir þeim. Kaupréttarsamningarnir voru fullnustaðir að hluta árið 1999, og Tryggvi sagðist ekki hafa greitt skatt af hagnaðinum fyrr en hann færði féð hingað til lands árið 2002. Samtals fengu stjórnendurnir hlutabréf vegna þessara samninga sem þeir seldu fyrir 72,5 milljónir króna árið 1999.
Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Skotárás í sænskum skóla Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikningarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira