Segir Baug hafa tapað 260 milljörðum 16. febrúar 2007 06:45 Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jón Ásgeir. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group og einn ákærðu í Baugsmálinu, sagði að Baugur hefði líklega tapað um 260 milljörðum króna vegna húsleitar ríkislögreglustjóra 28. ágúst 2002. Þessu hélt hann fram í skýrslutökum yfir sér fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim lauk í gær. Hann sagði að 29. ágúst hefði átt að skrifa undir yfirtökusamning Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Húsleitin hefði spillt yfirtökunni, og sá sem tók fyrirtækið að lokum yfir, kaupsýslumaðurinn Phillip Green, hefði hagnast um að andvirði 260 milljarða króna á tveimur árum vegna Arcadia-kaupanna. Fjallað var um síðasta ákæruliðinn sem Jón Ásgeir tengist þegar aðalmeðferð í málinu hélt áfram í réttarsalnum í gær. Þar eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, sakaðir um fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða samtals rúmlega 32 milljónir króna til að fjármagna eignarhlutdeild Fjárfestingarfélagsins Gaums í skemmtibátnum Thee Viking, og greiða kostnað vegna bátsins. Sækjandi spurði Jón Ásgeir náið út í kaupin á bátunum. Jón Ásgeir sagði ljóst að Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu, hefði átt bátinn, en Gaumur hefði lánað fé til að kaupa og reka bátinn. Á einhverjum tímapunkti hefði verið rætt um að Gaumur fengi hlutdeild í bátnum upp í skuldirnar, en af því hefði ekki orðið. Sækjandi vitnaði talsvert í skýrslu sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, gaf við réttarhöld í Bandaríkjunum, en þar sagði Jóhannes að Gaumur hefði greitt af bátum á Flórída, og þeir hefðu átt hlutdeild í þeim. Einnig vitnaði sækjandi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem sagði að feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir hefðu verið að kaupa bát með Jóni Gerald. Við það kannaðist Jón Ásgeir ekki. Jón Ásgeir sagði að skriflegir samningar hefðu verið gerðir vegna lánveitinga Gaums til bátakaupa Jóns Geralds, það hafi verið handsalað. Ekki hefði heldur verið innheimt fyrr en löngu eftir að bátarnir voru keyptir, árið 2002, en á móti hefðu hann og fjölskylda sín fengið að nota bátana. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði umbjóðanda sinn út í samskipti hans við Jón Gerald, og hvernig upphaf Baugsmálsins væri tilkomið. Vitnaði hann meðal annars í fréttir Fréttablaðsins þar sem sagt var frá tölvupóstsamskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem rætt var að Jón Gerald væri illur út í Jón Ásgeir og Jóhannes, og „langaði mest að kála þeim". Gestur las upp úr tölvupósti frá Jóni Gerald til Jóns Ásgeirs frá byrjun júlí 2002, sem hann sagði hafa mikla þýðingu fyrir málið. Þar sakar Jón Gerald Jón Ásgeir um að hafa reynt að komast yfir eiginkonu sína. Jón Ásgeir svaraði og sagði viðskiptum þeirra lokið. Jón Ásgeir sagði að hann og Tryggvi hefðu talið að samningar hefðu náðst í byrjun júlí 2002 um að greiða Jóni Gerald fyrir það tjón sem hann sagðist hafa orðið fyrir vegna þess að Baugur hætti viðskiptum við hann. Í ljós hefði svo komið að á sama tíma hefði verið byrjað að leggja á ráðin um það sem Jón Ásgeir kallaði „aðförina að Baugi". Fréttir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group og einn ákærðu í Baugsmálinu, sagði að Baugur hefði líklega tapað um 260 milljörðum króna vegna húsleitar ríkislögreglustjóra 28. ágúst 2002. Þessu hélt hann fram í skýrslutökum yfir sér fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim lauk í gær. Hann sagði að 29. ágúst hefði átt að skrifa undir yfirtökusamning Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Húsleitin hefði spillt yfirtökunni, og sá sem tók fyrirtækið að lokum yfir, kaupsýslumaðurinn Phillip Green, hefði hagnast um að andvirði 260 milljarða króna á tveimur árum vegna Arcadia-kaupanna. Fjallað var um síðasta ákæruliðinn sem Jón Ásgeir tengist þegar aðalmeðferð í málinu hélt áfram í réttarsalnum í gær. Þar eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, sakaðir um fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða samtals rúmlega 32 milljónir króna til að fjármagna eignarhlutdeild Fjárfestingarfélagsins Gaums í skemmtibátnum Thee Viking, og greiða kostnað vegna bátsins. Sækjandi spurði Jón Ásgeir náið út í kaupin á bátunum. Jón Ásgeir sagði ljóst að Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu, hefði átt bátinn, en Gaumur hefði lánað fé til að kaupa og reka bátinn. Á einhverjum tímapunkti hefði verið rætt um að Gaumur fengi hlutdeild í bátnum upp í skuldirnar, en af því hefði ekki orðið. Sækjandi vitnaði talsvert í skýrslu sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, gaf við réttarhöld í Bandaríkjunum, en þar sagði Jóhannes að Gaumur hefði greitt af bátum á Flórída, og þeir hefðu átt hlutdeild í þeim. Einnig vitnaði sækjandi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem sagði að feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir hefðu verið að kaupa bát með Jóni Gerald. Við það kannaðist Jón Ásgeir ekki. Jón Ásgeir sagði að skriflegir samningar hefðu verið gerðir vegna lánveitinga Gaums til bátakaupa Jóns Geralds, það hafi verið handsalað. Ekki hefði heldur verið innheimt fyrr en löngu eftir að bátarnir voru keyptir, árið 2002, en á móti hefðu hann og fjölskylda sín fengið að nota bátana. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði umbjóðanda sinn út í samskipti hans við Jón Gerald, og hvernig upphaf Baugsmálsins væri tilkomið. Vitnaði hann meðal annars í fréttir Fréttablaðsins þar sem sagt var frá tölvupóstsamskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem rætt var að Jón Gerald væri illur út í Jón Ásgeir og Jóhannes, og „langaði mest að kála þeim". Gestur las upp úr tölvupósti frá Jóni Gerald til Jóns Ásgeirs frá byrjun júlí 2002, sem hann sagði hafa mikla þýðingu fyrir málið. Þar sakar Jón Gerald Jón Ásgeir um að hafa reynt að komast yfir eiginkonu sína. Jón Ásgeir svaraði og sagði viðskiptum þeirra lokið. Jón Ásgeir sagði að hann og Tryggvi hefðu talið að samningar hefðu náðst í byrjun júlí 2002 um að greiða Jóni Gerald fyrir það tjón sem hann sagðist hafa orðið fyrir vegna þess að Baugur hætti viðskiptum við hann. Í ljós hefði svo komið að á sama tíma hefði verið byrjað að leggja á ráðin um það sem Jón Ásgeir kallaði „aðförina að Baugi".
Fréttir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira