
Viðskipti innlent
Forhertir þorskhausar
Leiðarahöfundur Moggans hefur oft amast við stórfyrirtækjunum og fundist þau vaða yfir allt og alla. Hann hefur nú fundið svar við slíku, en í leiðara blaðsins mátti lesa mikla lofgjörð um herðingu þorskhausa. Nú skal ekki gert lítið úr virðisauka af hugviti í þeirri grein, en ýmsir freistast til að lesa slíka lofgjörð í samhengi við önnur skrif blaðsins. Það má leika sér með að þarna sé þurrkun þorskhausa teflt gegn hinum forhertu þorskhausum sem stundum má ætla að angri leiðarahöfund blaðsins.