Ef krónan væri bíll 14. febrúar 2007 00:01 Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina. Á undanförnum árum höfum við brunað hratt fram hjá öðrum þjóðum sem hafa setið fastar í umferðinni og gefið lítið fyrir þau aðvörunarmerki sem Seðlabankinn og aðrir hafa sett upp. Á síðasta ári lentum við hins vegar í árekstri og eins og oft vill verða með litla fólksbíla þá varð tjónið töluvert. Sú umræða hefur því farið vaxandi að rétt sé að skipta krónubílnum út fyrir annan stærri og öruggari. Flestum hefur verið starsýnt á evruna. Skoðanir virðast hins vegar skiptar um hvers konar bíll evran sé. Sumir virðast telja að evru-bíllinn sé Land Cruiser sem hæfi betur íslenskri þjóð í útrás. Hann sé rúmbetri, láti betur að stjórn og geri okkur kleift að halda fyrri hraða en á öruggari hátt. Í mínum huga er hins vegar ljóst að ef að evran væri bíll þá væri hún strætó. Með upptöku evrunnar værum við að leggja litla fólksbílnum, ganga um borð í strætó og láta aðra um aksturinn. Það liggur fyrir að þessum valkosti fylgja ýmsir kostir, m.a. lægri rekstrarkostnaður og minni hætta á árekstrum. Á sama tíma er ljóst að strætóbílstjórinn þarf að haga akstrinum eftir óskum allra farþeganna. Við þurfum því að sætta okkur við að leið strætósins liggur stundum fjarri okkar heimahögum og ef til vill gætum við orðið lengur að komast á okkar áfangastað. Það er þó ekki víst m.a. vegna þess að eftir því sem fleiri þjóðir velja að leggja bifreiðum sínum og ganga um borð í strætóinn þeim mun greiðfærari verða göturnar. Sumir virðast halda að við Íslendingar getum svindlað okkur um borð í strætóinn en menn ættu að vita að án aðgöngumiða er líklegt að fyrr eða síðar þyrftum við að ganga niðurlægðir frá borði og við tæki hægfara fótgangandi leit að nýju ökutæki. Íslendingar standa því frammi fyrir einföldu vali. Ætlum við að halda okkur við litla krónubílinn eða ganga um borð í evrustrætóinn? Á undanförnum árum hefur íslenska þjóðin verið eins og unglingsstrákur sem er nýkominn með bílpróf. Við höfum ekið alltof hratt, hunsað öll viðvörunarljós og eftir situr krónubíllinn laskaður og lætur illa að stjórn. Treystum við okkur til að læra af reynslunni og verða ábyrgðarfyllri ökumenn? Eða eigum við bara að leggja bílnum og láta aðra um aksturinn? Héðan og þaðan Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina. Á undanförnum árum höfum við brunað hratt fram hjá öðrum þjóðum sem hafa setið fastar í umferðinni og gefið lítið fyrir þau aðvörunarmerki sem Seðlabankinn og aðrir hafa sett upp. Á síðasta ári lentum við hins vegar í árekstri og eins og oft vill verða með litla fólksbíla þá varð tjónið töluvert. Sú umræða hefur því farið vaxandi að rétt sé að skipta krónubílnum út fyrir annan stærri og öruggari. Flestum hefur verið starsýnt á evruna. Skoðanir virðast hins vegar skiptar um hvers konar bíll evran sé. Sumir virðast telja að evru-bíllinn sé Land Cruiser sem hæfi betur íslenskri þjóð í útrás. Hann sé rúmbetri, láti betur að stjórn og geri okkur kleift að halda fyrri hraða en á öruggari hátt. Í mínum huga er hins vegar ljóst að ef að evran væri bíll þá væri hún strætó. Með upptöku evrunnar værum við að leggja litla fólksbílnum, ganga um borð í strætó og láta aðra um aksturinn. Það liggur fyrir að þessum valkosti fylgja ýmsir kostir, m.a. lægri rekstrarkostnaður og minni hætta á árekstrum. Á sama tíma er ljóst að strætóbílstjórinn þarf að haga akstrinum eftir óskum allra farþeganna. Við þurfum því að sætta okkur við að leið strætósins liggur stundum fjarri okkar heimahögum og ef til vill gætum við orðið lengur að komast á okkar áfangastað. Það er þó ekki víst m.a. vegna þess að eftir því sem fleiri þjóðir velja að leggja bifreiðum sínum og ganga um borð í strætóinn þeim mun greiðfærari verða göturnar. Sumir virðast halda að við Íslendingar getum svindlað okkur um borð í strætóinn en menn ættu að vita að án aðgöngumiða er líklegt að fyrr eða síðar þyrftum við að ganga niðurlægðir frá borði og við tæki hægfara fótgangandi leit að nýju ökutæki. Íslendingar standa því frammi fyrir einföldu vali. Ætlum við að halda okkur við litla krónubílinn eða ganga um borð í evrustrætóinn? Á undanförnum árum hefur íslenska þjóðin verið eins og unglingsstrákur sem er nýkominn með bílpróf. Við höfum ekið alltof hratt, hunsað öll viðvörunarljós og eftir situr krónubíllinn laskaður og lætur illa að stjórn. Treystum við okkur til að læra af reynslunni og verða ábyrgðarfyllri ökumenn? Eða eigum við bara að leggja bílnum og láta aðra um aksturinn?
Héðan og þaðan Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira