Ef krónan væri bíll 14. febrúar 2007 00:01 Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina. Á undanförnum árum höfum við brunað hratt fram hjá öðrum þjóðum sem hafa setið fastar í umferðinni og gefið lítið fyrir þau aðvörunarmerki sem Seðlabankinn og aðrir hafa sett upp. Á síðasta ári lentum við hins vegar í árekstri og eins og oft vill verða með litla fólksbíla þá varð tjónið töluvert. Sú umræða hefur því farið vaxandi að rétt sé að skipta krónubílnum út fyrir annan stærri og öruggari. Flestum hefur verið starsýnt á evruna. Skoðanir virðast hins vegar skiptar um hvers konar bíll evran sé. Sumir virðast telja að evru-bíllinn sé Land Cruiser sem hæfi betur íslenskri þjóð í útrás. Hann sé rúmbetri, láti betur að stjórn og geri okkur kleift að halda fyrri hraða en á öruggari hátt. Í mínum huga er hins vegar ljóst að ef að evran væri bíll þá væri hún strætó. Með upptöku evrunnar værum við að leggja litla fólksbílnum, ganga um borð í strætó og láta aðra um aksturinn. Það liggur fyrir að þessum valkosti fylgja ýmsir kostir, m.a. lægri rekstrarkostnaður og minni hætta á árekstrum. Á sama tíma er ljóst að strætóbílstjórinn þarf að haga akstrinum eftir óskum allra farþeganna. Við þurfum því að sætta okkur við að leið strætósins liggur stundum fjarri okkar heimahögum og ef til vill gætum við orðið lengur að komast á okkar áfangastað. Það er þó ekki víst m.a. vegna þess að eftir því sem fleiri þjóðir velja að leggja bifreiðum sínum og ganga um borð í strætóinn þeim mun greiðfærari verða göturnar. Sumir virðast halda að við Íslendingar getum svindlað okkur um borð í strætóinn en menn ættu að vita að án aðgöngumiða er líklegt að fyrr eða síðar þyrftum við að ganga niðurlægðir frá borði og við tæki hægfara fótgangandi leit að nýju ökutæki. Íslendingar standa því frammi fyrir einföldu vali. Ætlum við að halda okkur við litla krónubílinn eða ganga um borð í evrustrætóinn? Á undanförnum árum hefur íslenska þjóðin verið eins og unglingsstrákur sem er nýkominn með bílpróf. Við höfum ekið alltof hratt, hunsað öll viðvörunarljós og eftir situr krónubíllinn laskaður og lætur illa að stjórn. Treystum við okkur til að læra af reynslunni og verða ábyrgðarfyllri ökumenn? Eða eigum við bara að leggja bílnum og láta aðra um aksturinn? Héðan og þaðan Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira
Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina. Á undanförnum árum höfum við brunað hratt fram hjá öðrum þjóðum sem hafa setið fastar í umferðinni og gefið lítið fyrir þau aðvörunarmerki sem Seðlabankinn og aðrir hafa sett upp. Á síðasta ári lentum við hins vegar í árekstri og eins og oft vill verða með litla fólksbíla þá varð tjónið töluvert. Sú umræða hefur því farið vaxandi að rétt sé að skipta krónubílnum út fyrir annan stærri og öruggari. Flestum hefur verið starsýnt á evruna. Skoðanir virðast hins vegar skiptar um hvers konar bíll evran sé. Sumir virðast telja að evru-bíllinn sé Land Cruiser sem hæfi betur íslenskri þjóð í útrás. Hann sé rúmbetri, láti betur að stjórn og geri okkur kleift að halda fyrri hraða en á öruggari hátt. Í mínum huga er hins vegar ljóst að ef að evran væri bíll þá væri hún strætó. Með upptöku evrunnar værum við að leggja litla fólksbílnum, ganga um borð í strætó og láta aðra um aksturinn. Það liggur fyrir að þessum valkosti fylgja ýmsir kostir, m.a. lægri rekstrarkostnaður og minni hætta á árekstrum. Á sama tíma er ljóst að strætóbílstjórinn þarf að haga akstrinum eftir óskum allra farþeganna. Við þurfum því að sætta okkur við að leið strætósins liggur stundum fjarri okkar heimahögum og ef til vill gætum við orðið lengur að komast á okkar áfangastað. Það er þó ekki víst m.a. vegna þess að eftir því sem fleiri þjóðir velja að leggja bifreiðum sínum og ganga um borð í strætóinn þeim mun greiðfærari verða göturnar. Sumir virðast halda að við Íslendingar getum svindlað okkur um borð í strætóinn en menn ættu að vita að án aðgöngumiða er líklegt að fyrr eða síðar þyrftum við að ganga niðurlægðir frá borði og við tæki hægfara fótgangandi leit að nýju ökutæki. Íslendingar standa því frammi fyrir einföldu vali. Ætlum við að halda okkur við litla krónubílinn eða ganga um borð í evrustrætóinn? Á undanförnum árum hefur íslenska þjóðin verið eins og unglingsstrákur sem er nýkominn með bílpróf. Við höfum ekið alltof hratt, hunsað öll viðvörunarljós og eftir situr krónubíllinn laskaður og lætur illa að stjórn. Treystum við okkur til að læra af reynslunni og verða ábyrgðarfyllri ökumenn? Eða eigum við bara að leggja bílnum og láta aðra um aksturinn?
Héðan og þaðan Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira