Eini góði bankinn 17. janúar 2007 10:30 Senn líður að jólum. Eftir nokkrar vikur koma þeir allir saman til byggða gróðasveinarnir úr bönkunum. Það eru Vaxtapínir, Þjónustugjaldasníkir, Víxlakrókur, Yfirdráttargaur og Láglaunaskefill. Þeir koma allir glaðhlakkalegir til byggða sama daginn og tilkynna þjóðinni að þeir séu jafnvel ennþá feitari og ríkari í ár en þeir voru í fyrra. Og eins og venjulega munu þeir halda því blákalt fram að eina ástæðan fyrir góðærinu í fjármálafjallinu sé að Útrásargrýlan hafi verið svo afkastamikil. Ekki hafi þeir stolið auði sínum af sauðsvörtum íslenskum almúganum - nei, ó, nei - langt í frá. Í raun sjá gróðasveinarnir slíkar aumur á þjóð sinni að hér reka þeir alla sína starfsemi á núlli og fórna því ómældum gróða í þau góðverk. Já - nú liður að ársuppgjörum banka og fjármálafyrirtækja. Bráðum koma bankajólin. Bónusabörnin hlakka til Allir fá þá eitthvað fallegt. Í það minnsta milljarð til. Hvað það verður vita allir. Enginn vandi um að spá. Það er jú víst að allir græða ótrúlega mikið þá. En ekki mun Aurasálin fagna þessum jólum nema með því að líma út í glugga yfirdráttarnóturnar, víxlana og sannanir um vaxtaberandi skuldir í íslenskum krónum sem gera þessum ósvífnu bönkum og Hannesum Smárasonum kleift að vaða yfir okkur verðmætaskapandi lista- og handverksmenn þessarar þjóðar með vaxtaokri sínu og þjónustugjöldum. Það er hins vegar huggun harmi gegn að hér á landi sé enn starfandi einn heiðarlegur banki sem ekki okrar á almenningi í landinu en berst fyrir lítilmagnann gegn auðvaldinu. Þetta er Seðlabankinn sem aðeins rukkar 14,5 prósenta vexti á meðan íslensku bankarnir eru að taka 21 prósent. Aurasálin hefur þegar óskað eftir að færa viðskipti sín yfir í Seðlabankann. Raunar er það svo að samkvæmt skilningi Aurasálarinnar hefur Seðlabankinn heimildir í lögum til þess að taka yfir stjórn viðskiptabankanna ef þeir valda ekki hlutverki sínu. Þarf frekari sannanna við en ofsagróða síðustu ára á baki íslenskrar alþýðu? Er ekki nóg komið? Er vilji þjóðarinnar ekki skýr? Davíð og Seðlabankinn verða að taka málin í sínar hendur. Seðlabankavæðum bankana. Höldum landinu hreinu frá útlenskum þenslugjaldmiðlum. Seðlabankinn er síðasti varnarmúr íslenskrar menningar. Upp með fánann og fallbyssurnar í Seðlabankanum! Markaðir Viðskipti Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Senn líður að jólum. Eftir nokkrar vikur koma þeir allir saman til byggða gróðasveinarnir úr bönkunum. Það eru Vaxtapínir, Þjónustugjaldasníkir, Víxlakrókur, Yfirdráttargaur og Láglaunaskefill. Þeir koma allir glaðhlakkalegir til byggða sama daginn og tilkynna þjóðinni að þeir séu jafnvel ennþá feitari og ríkari í ár en þeir voru í fyrra. Og eins og venjulega munu þeir halda því blákalt fram að eina ástæðan fyrir góðærinu í fjármálafjallinu sé að Útrásargrýlan hafi verið svo afkastamikil. Ekki hafi þeir stolið auði sínum af sauðsvörtum íslenskum almúganum - nei, ó, nei - langt í frá. Í raun sjá gróðasveinarnir slíkar aumur á þjóð sinni að hér reka þeir alla sína starfsemi á núlli og fórna því ómældum gróða í þau góðverk. Já - nú liður að ársuppgjörum banka og fjármálafyrirtækja. Bráðum koma bankajólin. Bónusabörnin hlakka til Allir fá þá eitthvað fallegt. Í það minnsta milljarð til. Hvað það verður vita allir. Enginn vandi um að spá. Það er jú víst að allir græða ótrúlega mikið þá. En ekki mun Aurasálin fagna þessum jólum nema með því að líma út í glugga yfirdráttarnóturnar, víxlana og sannanir um vaxtaberandi skuldir í íslenskum krónum sem gera þessum ósvífnu bönkum og Hannesum Smárasonum kleift að vaða yfir okkur verðmætaskapandi lista- og handverksmenn þessarar þjóðar með vaxtaokri sínu og þjónustugjöldum. Það er hins vegar huggun harmi gegn að hér á landi sé enn starfandi einn heiðarlegur banki sem ekki okrar á almenningi í landinu en berst fyrir lítilmagnann gegn auðvaldinu. Þetta er Seðlabankinn sem aðeins rukkar 14,5 prósenta vexti á meðan íslensku bankarnir eru að taka 21 prósent. Aurasálin hefur þegar óskað eftir að færa viðskipti sín yfir í Seðlabankann. Raunar er það svo að samkvæmt skilningi Aurasálarinnar hefur Seðlabankinn heimildir í lögum til þess að taka yfir stjórn viðskiptabankanna ef þeir valda ekki hlutverki sínu. Þarf frekari sannanna við en ofsagróða síðustu ára á baki íslenskrar alþýðu? Er ekki nóg komið? Er vilji þjóðarinnar ekki skýr? Davíð og Seðlabankinn verða að taka málin í sínar hendur. Seðlabankavæðum bankana. Höldum landinu hreinu frá útlenskum þenslugjaldmiðlum. Seðlabankinn er síðasti varnarmúr íslenskrar menningar. Upp með fánann og fallbyssurnar í Seðlabankanum!
Markaðir Viðskipti Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira