Brugðist við nýjum aðstæðum Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 5. janúar 2007 00:01 Þær fréttir sem bárust á dögunum um hagtölur í sjávarvegi eru athyglisverðar. Annars vegar sjáum við af tölunum að fiskaflinn í tonnum talið er sá minnsti í 15 ár og dróst saman um fimmtung á milli ára. Hins vegar jókst verðmætið um 12 til 14 prósent frá árinu á undan. Skýringin á minni afla verður einkum rakin til mikils samdráttar í loðnuveiðum. Aflinn var 680 þúsund tonn árið 2003, fór í 525 þúsund tonn ári síðar, varð 605 þúsund tonn árið 2005, en einvörðungu 184 þúsund tonn í fyrra. Vitaskuld er þetta áfall. Loðnuveiðar og vinnsla eru mikilvægur þáttur í atvinnusköpun víða um land auk þess sem loðnan er þýðingarmesti þáttur fæðuöflunar þorsksins. Minna aðgengi að loðnu hefur áhrif á stöðu þorskstofnsins og hefur áhrif á veiðiráðgjöfina á hverju ári. Ánægjulegt var þó að sjá þá niðurstöðu úr haustleiðangri Hafrannsóknarstofnunar að loðna í maga þorsks var meiri en undanfarin ár. Atferli loðnunnar hefur verið talsvert öðruvísi undanfarin ár en fyrrum. Ekki hefur tekist að mæla loðnu á hefðbundnum tíma til þess að unnt væri að gefa út kvóta til veiðanna á þeim tíma sem venjulegt hefur verið. Í rannsóknarleiðöngrum sl. haust fannst veiðanleg loðna ekki í nægjanlegu magni. Sömu var að segja um haustrannsóknir árið 2005. Meiri áhersla var lögð á loðnuleit í fyrra og hitteðfyrra en að jafnaði áður. Veiðanleg loðna fannst þó fyrst í lok janúar í fyrra og kvótinn sem út var gefinn, var sá minnsti frá því fyrir 15 árum. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í gegn um tíðina. Menn hafa brugðist við sveiflum í lífríkinu með margvíslegum hætti og ótrúlegt í raun að sjá hvernig atvinnugreinin hefur leitað nýrra tækifæra þegar önnur hafa brugðist. Loðnuvertíðin á síðasta ári var gott dæmi um það. Þó aflinn í tonnum talið hafi einungis verið 27 prósent loðnuaflans árið 2003, varð verðmætisminnkunin langt um minni. Því veldur að sönnu hátt afurðaverð að nokkru. En lang helsta skýringin er sú að útgerðarmenn beittu skipum sínum í aukna vinnslu. Þannig var aflaverðmætið 2003 11,8 milljarðar, ári síðar 9,4 milljarðar, ári síðar varð verðmætið 9,3 milljarðar og í fyrra 6,3 milljarðar, eða um 53% verðmætisins þegar aflinn var þó hlutfallslega miklu meiri. Höfundur er sjávarútvegsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Þær fréttir sem bárust á dögunum um hagtölur í sjávarvegi eru athyglisverðar. Annars vegar sjáum við af tölunum að fiskaflinn í tonnum talið er sá minnsti í 15 ár og dróst saman um fimmtung á milli ára. Hins vegar jókst verðmætið um 12 til 14 prósent frá árinu á undan. Skýringin á minni afla verður einkum rakin til mikils samdráttar í loðnuveiðum. Aflinn var 680 þúsund tonn árið 2003, fór í 525 þúsund tonn ári síðar, varð 605 þúsund tonn árið 2005, en einvörðungu 184 þúsund tonn í fyrra. Vitaskuld er þetta áfall. Loðnuveiðar og vinnsla eru mikilvægur þáttur í atvinnusköpun víða um land auk þess sem loðnan er þýðingarmesti þáttur fæðuöflunar þorsksins. Minna aðgengi að loðnu hefur áhrif á stöðu þorskstofnsins og hefur áhrif á veiðiráðgjöfina á hverju ári. Ánægjulegt var þó að sjá þá niðurstöðu úr haustleiðangri Hafrannsóknarstofnunar að loðna í maga þorsks var meiri en undanfarin ár. Atferli loðnunnar hefur verið talsvert öðruvísi undanfarin ár en fyrrum. Ekki hefur tekist að mæla loðnu á hefðbundnum tíma til þess að unnt væri að gefa út kvóta til veiðanna á þeim tíma sem venjulegt hefur verið. Í rannsóknarleiðöngrum sl. haust fannst veiðanleg loðna ekki í nægjanlegu magni. Sömu var að segja um haustrannsóknir árið 2005. Meiri áhersla var lögð á loðnuleit í fyrra og hitteðfyrra en að jafnaði áður. Veiðanleg loðna fannst þó fyrst í lok janúar í fyrra og kvótinn sem út var gefinn, var sá minnsti frá því fyrir 15 árum. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í gegn um tíðina. Menn hafa brugðist við sveiflum í lífríkinu með margvíslegum hætti og ótrúlegt í raun að sjá hvernig atvinnugreinin hefur leitað nýrra tækifæra þegar önnur hafa brugðist. Loðnuvertíðin á síðasta ári var gott dæmi um það. Þó aflinn í tonnum talið hafi einungis verið 27 prósent loðnuaflans árið 2003, varð verðmætisminnkunin langt um minni. Því veldur að sönnu hátt afurðaverð að nokkru. En lang helsta skýringin er sú að útgerðarmenn beittu skipum sínum í aukna vinnslu. Þannig var aflaverðmætið 2003 11,8 milljarðar, ári síðar 9,4 milljarðar, ári síðar varð verðmætið 9,3 milljarðar og í fyrra 6,3 milljarðar, eða um 53% verðmætisins þegar aflinn var þó hlutfallslega miklu meiri. Höfundur er sjávarútvegsráðherra
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun